Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 4
r 4 FÁLKINN ING í ATLANTSHAFI oq ýrœkiley kjörcfuh „SKÝJADROTTNINGIN“ í ÖLDURÓTI. Svo fundum við að flugvélin lyftist — hærra og hærra — og nú runnum við upp á öldufald og „skýjadrottningin“ brunaði áfram i vindhviðunum sem við höfðum ekki tekið eftir meðan við vorum niðri í öldudalnum. Stormurinn tók vél- ina og hringsneri henni eins og skopparakringlu. Allt hringsnerist. Mig sundlaði. Beltið skarst inn í rifin á mér svo að mig kenndi til. Mig langaði til að kasta upp. Svo opnuðust dyrnar inn í stjórn- klefann og þar var útvarpið í full- um gangi. Röddin sem talaði var eins skýr og þegar maður hlustar á útvarp inni í stofu heima hjá sér. — Þetta er George Lothian, flug- stjóri á Trans-Canada-flugvélinní. Ljómandi fallega gert. Ég hef aldrei á æfinni séð jafn snilldarlega lend- ingu. Við tökum ofan fyrir þér, allir hérna! Svo kom önnur stöð: — Þetta er Steve Albulet, Trans-Canada. Til Martins flugstjóra. Já, drottinn minn! Þetta var lending, sem vert er um að tala! Lothian kom aftur: — Við verð- um að halda áfram. Við höfum látið allar flugstöðvar á New Foundland og austurströndinni vita um ykkur. Mörg skip eru á leiðinni til ykkar og veðurathuganaskipið er skammt frá ykkur. Það er á leiðinni til ykk- ar. Ekki nema þrjár sjómílur frá ykkur. — Jæja, við höldum áfram. Líði ykkur vel!. . . . Guð veri með ykkur. . . . Þó flugvélin væri þung kastaðist hún til og frá og var ýmist uppi á öldufaldi eða í lægðinni. Við fund- um hve mikið reyndi á grindina og spurðum sjálfa okkur: -— Hve lengi þolir hún þetta? Hve langt verður þangað til botninn eða byrðingur- inn rifnar. Hve langt verður þangað til við drukknum? o nnuir yrein hverja mínútu gengu sjóarnir yfir okkur. Vélin slagaði upp öldurnar eins og drukkinn maður, stansaði á öldufaldinu, svo var líkast og henni væri gefið hnefahögg og hún hrökk undan — síðan annað högg, og þá hringsnerist hún tvisvar. Og svo reið vélin á fleygiferð niður í næstu öldulægð. — Guð hjálpi börnunum mínum. Gegnum hávaðann frá hreyflunum heyrðist kona ein segja þessi orð. Ég hélt að loftskrúfurnar mundu brotna þá og þegar. Svo var vélin komin ofan í lægðina. Ríðandi og slagandi reyndi hún að klifra upp á næstu öldu, en það var of seint. Aldan brotnaði yfir okkur, allt ætlaði af göflunum að ganga, og ég hélt að hún mundi sogast niður í djúpið. Eins og fnaður í óráði leitaði vélin að fótfestu og smásaman létti af henni vatnsþunganum. Ég held að við höfum öll verið breytingunni á skröltinu í hreyfl- unum er Martin flugstjóri reyndi að draga úr fereðinni með loftskrúf- unum. En það var árangurslaust. Með óstöðvandi afli var okkur þeytt að skipinu, beint framundan okkur. Það var líkast og ekkert gæti stöðv- að okkur. — Haldið ykkur vel. í Guðs bæn- um. — Haldið ykkur vel. Við erum að brotna! ÁREKSTURINN. Það var Martin flugstjóri, sem hrópaði þetta. Ég hlammaði mér í stólinn og hafði girt beltið í sömu andránni og nefið á vélinni rakst í skipið. Nístandi hljóð í málmi sem var að brotna, hvein í eyrum okkar. Veðurathuganaskipið lagðist út á hlið — einar 40—-50 gráður hugsa ég — og ég sá að einn hreyfillinp okkar, nr. 3, rakst í einn björgunar- bátinn á skipinu. Svo rétti skipið sig við og annar vængurinn á vél- inni rakst í yfirbygginguna á skip- inu, en á næsta augnabliki komst vélin i hlé. En aldan reis og þrýsti okíiur upp að skipinu á ný — þetta skiftið á framanvert skipið. Vinstri vængbroddur vélarinnar rifnaði sundur og nú hélt ég að úti væri um okkur. En nú lét skipið að stjórn og gat færst sig frá okkur, smátt og smátt. Mér fannst þetta vera heill klukkutími, sem við vor- um að höggva í skipið, en raunveru- Einn flekinn, sá fyrsti, sem sjómennirnir þrír björguðust á. EKIÐ Á ÖLDUM. Flugfreyjan hafði nóg að hugsa, að hjálpa þeim, sem sjóveikir voru. Ég leysti beltið og fór til konu, sem var með smábarn í fanginu, hjálp- aði henni með beltið og hún þakk- aði mér og brosti. Engan ótta var að sjá í augum hennar. Ég veit ekki hver hún var. Hún kom frá írlandi. En hugrökk var hún. Allt í einu fóru hreyflarnir að starfa. Vélin rann áfram og Martin flugstjóri stýrði henni í vesturátt upp eftir ölduhrygg. En svo hófst hringdansinn fyrir alvöru. Krappar öldur og langar öldur og vindhviður köstuðu okkur til og frá. Aðra sjóveik nema sjómennirnir. (Þeir voru þrír farþegar um borð), og ég sjálfur. Maginn á mér herptist sam- an nokkrum sinnum, en ég kastaði aldrei upp. Enda hef ég verið mikið til sjós. Á seglskipum í gamla daga. Og fyrstu stríðsárin var ég á tund- urduflaslæðara áður en ég lærði flug og fór í flugherinn. Nú ríðum við nýrri öldu og beint framundan sá ég í skutinn á veð- urathuganaskipinu. Ég fékk aðeins tíma til að athuga, að við mundum vera svo sem 300 metra frá því, áð - ur en ný alda reið yfir okkur aftan frá og þeytti okkur áfram með ótrúlegum hraða. Ég tók eftir lega gerðist þetta allt á fimm mín- útum. Nú var hæfilegt bil milli okkar og við bögsuðum einir á sjónum — og hvergi lak inn í far- þegarúmið. Ég var alltaf að líta niður á gólfið, en þar sást hvergi vatn. Martin hélt flugvélinni upp í vindinn. Hann vissi jafn vel og ég og sjómennirnir þrír, að ef við fengjum ölduna og vindinn á hlið, mundu vængirnir rifna af á svip- stundu og við mundum sökkva á nokkrum sekúndum. HARÐNAR Á BÁRUNNI. Ur stólnum sem ég sat í. ósjálf- bjarga eins og allir hinir, gat ég' séð skipið, um 250 metra undan. Það ná nærri því þvert á vindinn og öldurnar hömuðust á því. Það var framundan okkur og fór nú að ausa olíu, ef ske kynni að það gæti lægt sjóinn. Tíróinn björgunarbát- ur var settur út. Ég vissi ekki þá, en komst að því seinna, að Paul B. Cronk skipstjóri á ,,Bibb“, taldi bátinn einu lífsvonina okkar. Hann ætlaði svo að reyna að draga okk- ur um borð á kaðli. Björgunarbáturinn var heilan klukkutíma að hringsóla kringum okkur án þess að geta sætt lagi að kasta fangalínu til okkar. — Við fleygðumst upp og niður á öldum, sem voru 10—15 metra háar. — Stundum vorum við á öldufaldin- um, en stundum björgunarbáturinn og það var fáviska að halda að nokkurt lag gæfist. Það var óhugs- andi að mennirnir í bátnum gætu kastað línu til okkar án þess að mölva bátinn um leið. Við vorum líka á sífeldri hreyfingu, ég hugsa að okkur hafi rekið með nálægt sex kvartmílna hraða, og menn- irnir í bátnum réru lífróður til þess að verða ekki viðskila við okkur. Mér er óskiljanlegt hvernig þeir gátu það og hvernig þeir gátu var- ist því að bátnum hvolfdi. En það verð ég að segja, að ég hef aldrei séð dugnaðarlegri handtök en þeirra. Börnunum var hættast ef við færum í sjóinn, hugsaði ég með mér. Ég mundi ailtaf fljóta um stund á bjarghringnum, enda var ég vel syndur. Það var hugsanlegt að ég bjargaðist? En börnin og kvenfólkið? Það var merkilegt hvernig kvenfólkið tók þessu. Það sat rólegt og var að hjala við börn- in. Hjónin héldust í hendur og horfðu þegjandi hvort á annað. Þau voru að kveðjast með augunum. Tíu þúsund augnakveðjur, sagði einn farþeginn. Hann var blaða- maður. Ekki held ég að neitt okkar hafi verið búið að sætta sig við að deyja. Ekki ég og ekki þeir sem næstir mér sátu. Frú Ritchie sagði upp- hátt. — Ég er alls ekki búin undir að deyja. Og ég held ekki að nokk- urt okkar deyi núna. Þessir Ameríkanar þarna í bátnum bjarga okkur. Við fáum hræðilega kalt bað. En við verðum að láta hend- ur standa fram úr ermum. Vera viðbúin en sitja ekki eins og ósjálf- bjarga amlóðar með hendurnar í keltunni þegar hjálpin kemur! Ýmsir tóku undir þetta. Ein kon- an bað hástöfum: — Góði Guð! Þú hefur bundið fleiri bylgjur. Lægðu sjóinn og lofðu litlu börnunum að lifa. Hjálpa þú hugrökku mönnun- um þarna á bátnum, sem eru að reyna að bjarga okkur. Martin flugstjóri kom í hátalar- ann — Ég býst við að við þurfum að yfirgefa flugvélina. Það eru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.