Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆☆☆ litla sagan Olíufundur ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ SLIM GAMLI HILTON hafði litla ánægju haft af sonum sínum þrem. — Hvorki Andri, Pési eða Dabbi höfðu nokkurn tíma unnið ærlegt handtak að því að halda búinu í horfi, og eftir að móðirin sálaðist höfðu þeir flýtt sér að ná sér í vinnu inni í bæ, og látið Slim einan um allt amstrið af búskapnum. Gamli maðurinn hafði stritað VÍtið þér ...? að nú er auðvelt að fi'nna æxli, hvar sem þau eru í líkamanum? Það er gert með tæki, svipuðu því, sem sést á myndinni. Rússnesk- ir eðlisfræðingar hafa símað þetta tæki og er farið að nota það í sjúkra- húsum í Moskva með góðum á- rangri. Það eru radíóvirkir geislar, sem segja til um hvar æxlið sé. að „tsunami“ hreyfist með 800 km. hraða á klukkustund? Tsunami er alþjóðlegt orð og táknar flóðöldur, sem myndast við eldgos neðansjávar eða jarðskjálfta á hafsbotni. — Aldan er lág úti í rúmsjó, en þegar hún rekst á strönd eða grynningar, verður hún, vegna hraðans, 25—35 metra há og getur valdið stórslysum. Kemur þetta oft fyrir við Kyrrahafsstrendur. >f £itt ajf húerju >f YAEL DAYAN - unga stúlkan alvarlega eins og hann gat, og búið var ekki verr hirt en meðan strákarnir voru. heima, en þetta var lýjandi og Slim kominn yfir sextugt. Það voru nær 5 ár síðan hann hafði frétt nokkuð af strákunum, en nú kom allt í einu bréf, undir- ritað af öllum þremur. Þeir sögðust ætla að koma í heimsókn eftir þrjár vikur, allir 3. Slim marglas bréfið. Hann átti erfiða helgi í vændum. Hann vissi hvernig Andri, Pési og Dabbi hög- uðu sér, og hlakkaði ekkert til. Tiltekinn laugardag rann bíll í hlaðið, ekki beinlínis af nýjustu gerð, og út stigu Andri, Pési og Dabbi, sparibúnir og með mikil- mennskuskip. Slim reyndi að brosa til þeirra, en ekki brostu þeir á móti. Þeir hámuðu í sig matinn, en ekki þökkuðu þeir fyrir hann. Á eftir svipuðust þeir um og settu út á allt sem þeir gátu, og Slim leið illa. Sagðist ætla að leggja sig um stund. Andri, Pési og Dabbi sátu í stof- unni og létu sér leiðast. Þeir heyrðu hroturnar í gamla Slim ofan af loftinu. — Það er bezt að athuga hvernig lessið stendur hjá gamla mannin- um, sagði Andri og dró út skrif- borðsskúffuna. Svo fóru þeir að skoða gömul bréf og reikninga, og hvenær sem eitthvað nýstárlegt kom í leitirnar, las Andri upphátt. Neðst í skúffunni fann Pési plagg, sem hann las 3—4 sinnum áður en hann rétti Andra það. — Líttu á, sagði hann. Lestu! Andri tók bréfið. Hann hleypti brúnum. — Olíulinda-skráning ríkisins, las hann. — Hvað skyldi gamli mað- urinn hafa saman við þá stofnun að sælda? — Lestu upphátt, sagði Pési. Og Andri las: — Moldarsýnishorn það, sem þér senduð okkur, sýnist óvenju mikið olíu-innihald, og verkfræðingar okkar telja líklegt, að olíuæð muni finnast á 8—10 metra dýpi. — Þetta hefur hann aldrei finnzt á við okkur, sagði Andri. — Við skulum tala við hann. Og svo hlupu þeir upp stigann. — Hefurðu grafið eða borað eftir olíu hérna? spurði Andri. Við sá- um af tilviljun bréfið frá Olíulinda- skrásetningunni. Slim settist upp í bólinu, néri augun og geispaði. — Ég hef ekkert sinnt því, sagði hann loksins. — Mig langar ekkert til að býlið breytist í olíu-aursvað. — Ertu band-sjóðandi hringavit- laus! öskraði Pési. —- Hvar fannstu sýnishornið? Slim benti út um gluggann. — Þarna í norðvesturhorninu á garð- inum, milli stóra steinsins og aspar- innar. En ykkur dettur varla í hug að fara að umróta garðinum mín- um? Andri hló kuldahlátur. — Þú ætl- ar varla að fara að neita sonum þínum um að leita að olíu, þar sem þeir eiga fullan rétt til að finna hana. Komið þið strákar, fljótir nú! Við læsum húsinu til vonar og vara. Ef við gröfum duglega stöndum við í olíu upp í hné um miðnætti. Slim gamla hafði aldrei dottið í hug, að svona mikil atorka væri í > KVIKMYNDAÞINGIÐ í Cannes ? er mót, sem freistar ungra kvenna, í sem vilja gera sér mat úr fegurð- í inni og verða frægar. Og þær beita Ív ýmsum brögðum til að vekja um- tal og komast í blöðin, svo sem að detta „óviljandi11 ofan í sundlaugar eða missa niður um sig baðsloppinn, þar sem blaðaljósmyndarar eru nærri. „Margar heimsins girnis ■, glys.“ En á 6. hæð í Carlton Hótel í * Cannes sat ung stúlka og furðaði sig á þessu fávíslega háttalagi. Hún hét Yeal Dayan, og komst fljótt að raun um að þetta var alls ekki stað- ur fyrir heilvita fólk. Hún er rúmlega tvítug og hefur í aldrei farðað sig. Hún er sólbökuð Iog heilsugóð. Augun eru kvik og eftirtektin næm, en drættirnir kringum munninn sýna hvenær henni mislíkar það, sem fyrir aug- un ber. Hún er dóttir Moshe hins eineygða, herstjóra í ísrael. Og það er hún, sem hefur skrifað bókina „Önnur ásjóna Ariel Rons“, sem hefur verið prentuð í gífurlegum eintakafjölda í New York, London og París, og er nú að koma á mark- aðinn sem kvikmynd. En í Jerú- salem og Te! Aviv eru menn henni sárgramir. Þeir líta svo á, að Yael hafi óvirt ættjörð sína, fjölskyldu sína og þá sérstaklega föður sinn — hinn dáða hershöfðingja, sem er þjóðhetja í ísrael. Aðalpersóna sögunnar er kölluð Ariel Ron, en engum dylst að það, sem hún segir og reynir, á við Yael \ sjálfa. Hún fæddist 1939 í Haifa. Þá «J voru viðsjártímar í Landinu helga. í[ Hún var ekki nema eins árs þegar S móðir hennar var að fara með hana [■ til fangelsis og láta hana klappa föður sínum, sem var hnepptur þar í inni. Þegar faðir hennar gerði at- lögu að Egyptum við Sínai í októ- í ber 1956 (út af Súez-deilunni), var % hún aðeins 17 ára, og var stödd í í Bandaríkjunum. Hún flaug strax i, heim og gerðist sjálfboðaliði. Hún strákunum. Hann stóð í glugganum og sá hvernig þeir grófu dýpra og dýpra, ataðir í for. Það fór að dimma, en olíuleitarmennirnir settu það ekki fyrir sig, en hömuðust á- fram. Slim fór að hátta og sofnaði von bráðar. Kl. 6 um morguninn vakti Andri hann. Slim settist upp og horfði á soninn, aurugan upp á haus.og renn- votan. — Það er ekki dropi af olíu þarna, sagði hann. Þeir hafa logið að þér, þessir verkfræðingar. Þarna er bara vatn. Slim geispaði. — Guði sé lof, sagði hann. — Þá sleppur maður við ó- dauninn af olíunni. Andri, Péti og Dabbi fóru heim til sín. Þeir vildu ekki staldra við stundinni lengur. Slim kveikti í pípunni sinni og labbaði út að holunni. reyndi að feta í fótspor föður síns, en tókst það ekki. Eftir stranga skólavist varð hún þó liðsforingi og var látin þjálfa ungar stúlkur í vopnaburði. En gamlir menn, sem buðu sig fram, komust undir stjórn hennar líka. Eftir tveggja ára starf í hernum var hún hreykin af afrekum sínum, en skelfing einmana. Hún hafði í rauninni liðið skipbrot. Henni fannst hún mega til að skrifa opin- berlega — skrifa um það, sem var að brjótast og byltast í hug hennar. í október 1958 fluttist hún á af- skekktan stað í Bretagne, bjó þar ein, matreiddi handa sér sjálf — og skrifaði sí og æ. Þegar hún þráði tilbreytingu hjólaði hún í næstu verstöð og drakk glas af víni með fiskimönnunum. í janúarlok hafði hún lokið við bókina. Það var bók um ungar stúlkur, sem höfðu horfzt í augu við dauðann og lært að gráta. Söguhetjan fer ekki dult með að hún hatar herinn og hugsunarhátt hermannanna. Hún hefur litið upp til hins mikla herstjóra og þjóð- hetju — föður síns — en hún fer ekki í launkofa með, að hann hafi aldrei talað vingjarnlegt orð við sína nánustu. Hann var metnaðar- fullur og þóttist meiri en aðrir menn. í Cannes seldi Yael Dayan kvik- myndunarréttinn að bókinni ensku félagi. Og svo flýtti hún sér á burt úr þessari glysborg, sárgröm yfir því, hve fólkið var heimskt og inn- antómt. Sjálf hefur hún fundið tilgang lífsins, eins og síðasti kaflinn í sögu hennar ber með sér. Eftir uppreisn- ina gegn föður sínum, yfirvöldun- um og þjóðremingnum í ísrael, ját- ar hún í auðmýkt, að það, sem gefi lífinu gildi sé jafn gamalt og grjót- ið í Sínaí-fjalli. LENGSTA MEÐVITUNAR- LEYSI, sem menn vita um, var yfirlið Róberts Steger. Hann slasaðist í verksmiðju í febrúar 1943 og lá á Bethesda-spítala í Cincinnati og dó þar í janúar 1952, án þess að hafa fengið rænu aftur. vvwwwwwwwwwwvwwwv — Þetta er það sniðugasta, sem mér hefur nokkurn tíma dottið í hug, kumraði hann. — Að vísu hafði ég talsvert fyrir því að ná í brésefnið frá Olíulinda-skrásetn- ingu ríkisins en það margborgaði sig samt. Annars hefði ég aldrei fengið þennan brunn. -x Hæverska Frúin við gestinn: — Má ég ekki bjóða yður kaffi? — Ekki neitt kaffi. — En eina köku? — Enga köku. — En tebolla? — Ekkert te. — En viskí og sódavatn? — Ekkert sódavatn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.