Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Hótel Lafayette, New York. ÆRI DAN: — Þú varst farinn þegar ég vaknaði í morgun, annars hefði mér aldrei dottið í hug að opna böggul- inn með gjöfinni minni strax. Og þá hefði ég ekki horfið á burt held- ur. Þegar þú les't þetta bréf, er ég .komin í 200 mílna fjarlægð frá þér. En mér langar til að segja þér hvers vegna ég fór. Þar kemur svo margt til greina — bæði gjöfin, New York og svo þessi átta ár, sem við höfum verið gift — en ef mér tekst að hætta að gráta og ég róast svo, að ég geti hugsaö, tekst mér kannske að koma þér í skilning um þetta allt. Ég sit hérna á hjónarúmstokkn- um og skrifa með kúlupennanum þínum, sem þú gleymdir á kommóð- unni. Og þegar þú finnur þetta bréf veit ég upp á hár hvað þú gerir. Ég sé í anda, hvernig þú rífur upp um- slagið — manstu, þegar þú reifst hægra hornið af ávísuninni forð- um? Ég sé hvernig augun í þér bruna niður eftir blaðinu, og hvern- ig þú kveikir þér í vindlingnum, þó það lifi enn í þeim fyrri og rjúki úr honum í öskubakkanum. Það var nú ekki þetta, sem ég hafði hugsað mér að skrifa þér um. En allt þetta er nú ein ástæðan til þess að ég fer frá þér, Dan — af því að þetta er hluti úr þér, eins og ég þekki þig. Og ég þekki þig kannske betur en þú heldur. Ég veit hvernig þú bregst við undir mismunandi • kringumstæðum, ég veit hvað þér líkar og mislíkar og ótal margt annað. En þú hefur aldr- ei þekkt mig. Þú vissir ekki, að ég sárkveið fyrir þessari veru í New York, eða gerðir þú það? Þú vissir, að ég varð hrædd þegar húsbóndi þinn sendi þig hingað til að koma nýju deild- inni á stofn. Ég var hrædd, þó ég vissi að þetta starf yrði ekki nema um stundarsakir. Ég var hrædd við allt þetta nýja og ókunna í þessari stóru og hræðilegu borg. Og ég var hrædd við kvenfólkið — kvenfólk eins og Celiu Lee. JÚ, þú skrifaðir mér að allt gengi að óskum. Og þegar þú símaðir til rnín í tfyrradag og sagðir mér, að þeir ætluðu að halda þér miðdegis- veizlu og að ég yrði að koma — DÝRT LEIKFANG. — Leikfanga- gerðirnar vilja fylgjast með tím- anum. Á leikfangasýningu í Grand Palais í París er m. a. þessi brúða á hjólaskautum, sem c-r stjórnað með rafmagni. Hitt er annað mál hvort lítil börn hafa nokkra ánægju af svona marg- brotnum leikföngum. þú hafðir meira að segja keypt gjöf handa mér til þess að halda upp á daginn — jæja, þá kærði ég mig kollótta og kom. En þegar þið Celia hittuð mig á flugvellinum, þá fannst mér allt það, sem ég hafði verið hrædd við, væri sameinað í hennar eigin persónu. Þarna stóð hún andspænis mér með svart, stuttklippt hárið, í grænni kápu úr eltiskinni, sem ég er viss um að ekki þolir svo mikið sem sandkorn, og þunga skartgripi úr messing. Þú hafðir skrifað og sagt mér hve dugleg forstöðustúlka hún væri, en þú hafðir ekki minnzt á það einu orði, hvernig hún liti út. Ég verð að játa, að hún var einstak- lega notaleg við mig. Og því skyldi hún ekki vera það? Þarna stóð ég með leiðinlega hattinn minn, af því að ég hélt, að allir í New York not- uðu hatt, — og í gömlu tóbaksbrúnu vaðmálsdraktinni. Miðdegisverðurinn í gær var skemmtilegur og tókst vel. Ég var upp með mér af þér. En veiztu hvað ég var að hugsa meðan ég hlustaði á ræðuna þína? Ég var að hugsa um, að kannske væri auð- veldara að búa saman í fátækt en í miklu meðlæti. En í rauninni er hvorugt auðvelt, þegar eiginmaður- inn þekkir ekki konuna sína, og veit ekkert um hugarfar hennar eða tilfinningar. Góði Dan, gerir þú þér ljóst, að þú hefur ekki í eitt einasta skipti, öll þessi ár, gefið mér gjöf, sem mig hefur langað til að eiga? Manstu fyrstu jólin okkar, þegar við áttum heima í tveimur smáherbergjum og höfðum baðklefa sameiginlegan við nágrannann? Veiztu hvers ég ósk- aði mér þá —- óskaði mér svo heitt að mig dreymdi um það á nóttinni? Spanskreyrsvönd til að berja með teppi. Ekki ryksugu, aðeins ódýrt teppaklapp úr spanskreyr, Dan! Og manstu hvað þú gafst mér? Inniskó með strútsfjörðum og þvengmjóum glerhælum! Þeir kostuðu tvö hundr- uð krónur, ég sá sams konar í búð- arglugga daginn eftir. Og manstu daginn sem við höfð- um verið gift eitt ár? Það var þeg- ar þú fórst með svo að segja allt, sem þú áttir og settir það sem hand- veð til þess að geta keypt handa mér kvöldkápu með silfurgliti. Það var henni nauðsynlegast, konunni, sem þurfti að þvo gólfin í tveggja herbergja íbúðinni, með ónýtum kústræfli og tusku. Kvöldkápan var vafin í svartan silkipappír og lögð niður í kommóðuskúffu, svo að hún skyldi síður upplitast. Þú skilur það, Dan, að ég hef alltaf vitað að þú hefur gert þér mynd af mér, sem alls ekki var í samræmi við virkileikann. í fyrstu gangast konur upp.við þetta, en þeg- ar frá líður fer maður að hafa beyg af því. Konan veit, að þessi hugsaða persóna er ekki til, og að maður- inn kemst að raun um það, fyrr eða síðar. Ó, Dan. Þig grunar ekki hve heitt ég hef þráð að þú — þó ekki væri nema í eitt einasta skipti — gæfir mér eitthvað, sem ég óskaði mér einlæglega. Eitthvað, sem ég þyrfti á að halda! Silkisokka, kodda- ver — eitthvað gagnlegt. ÉG man fyrir þremur árum, rétt áður en þú fórst að starfa með Wis- com. Það var afmælisdagurinn minn. Við áttum enga peninga og eftir nokkra daga féll vátryggingin í gjalddaga. Það eina, sem ég ósk- aði mér þá var einfaldur flúnels- náttkjóll. Og oft minntist ég á nátt- kjólinn! En það eina, sem ég fékk var flaska af frönsku kampavíni, sem kostaði yfir sextíu krónur. — Hvað líður vátryggingargjald- inu? spurði ég. — Þú mátt ekki ofreyna litla koll- inn á þér með því að hugsa um það, svaraðir þú. Og svo léztu tapp- ann þjóta í eldhúsgluggann, og ein rúðan brotnaði, og við áttum ekki fyrir nýrri rúðu fyrr en á næsta kaupgreiðsludegi. Þú tróðst pappír í gatið og sagðir: — Ekki skil ég hvernig veslings fólkið fer að, sem ekki hefur dagblað til að troða í gat á rúðunum. Og við hlóum og skáluðum í kampavíni. En daginn eftir hló ég ekki — ég gat ekki hlegið nema þegar ég var með þér. Ég fór niður í bæ og seldi hlutabréfið, sem ég hafði erft eftir hann afa minn, og sendi vá- tryggingarfélaginu peningana, sem það átti hjá okkur. Það hef ég aldrei sagt þér áður. Og ég fékk bréf til baka og þar sagði, að þú hefðir þegar greitt peningaria, en hvort við vildum láta peningana ganga í næsta iðgjald? Ég veit ekki, hvaðan þú hefur fengið peningana, sem þú borgaðir með, en það skiptir engu máli. Það skipti hins vegar máli, að þú hafðir ekki sagt mér frá, að þetta væri borgað. En svona hefur það alltaf verið, líka eftir að efna- hagur okkar batnaði. En svo maður víki aftur að gjöf- inni þinni, sem ég tók umbúðirnar af í morgun. Ég sat og horfði lengi á böggulinn áður en ég opnaði hann. Ég vissi, að ég átti ekki að gera það, en ég gat ekki stillt mig um það. Loksins tók ég seglgarnið af og opn- aði lokið — og þar var gjöfin. — Bláar vinnubuxur. Mátulega stórar á mig. Veiztu, hvað ég gerði, Dan? Ég fór í þær. Þetta voru góðar og sterk- ar brækur, ágætar til að þvo í eða pæla upp kálgarð. Ég saup hveljur og hugsaði með mér: Þetta er ég. Mín raunverulega, sanna vera. Og nú hefur Dan loksins skilið það. Ég hefði átt að vera í 'sjöunda himni, finnst þér ekki? En í stað- inn fannst mér líkast og ég — líkast og ég sálaðist. Ég stóð þarna á gólf- inu en var örend. Ég var orðin svo lítil og — og nakin og svo drepleið- inleg, Dan! En einmitt þá vildi svo til, að ég stakk hendinni í vasann og þá fann ég hana. Það var það, sem mér reið mest á að eignast — farðadós úr gulli, með spiladós í lokinu, sem lék lagið „Ég elska þig,“ þegar dósin var opnuð. Ég stóð lengi og horfði á hana. En svo fór ég að gráta eins og krakki. Því allt í einu skildi ég nokkuð, sem mér hafði aldrei dott- ið í hug áður. Eina skiptið, sem þú gast gefið mér ódýra gjöf, var eftir að þú hafðir efni á að gefa mér eitt- hvað verulega dýrt. Þú ert þannig, að þú dregur fánann upp í topp, þegar báturinn er að sökkva. Og ég skildi annað líka, Ég skildi hvern- ig ég hafði haft af þér, Dan hvernig ég í öll þessi ár hafði reynt að má gljáann af tilverunni fyrir þér. Ég hafði gortað af hve góð kaup ég hefði gert og gleymt að reyna að setja lit á tilveruna. Jæja, þess vegna er það sem ég fer mína leið núna. Ég verð komin heim á undan þér. Ég ætla að taka silkipappírinn utan af kvöldkáp- unni og kaupa flösku af frönsku kampavíni og dós með rússneskum styrjuhrognum. Ef maður fær tvær fyrir þrjátíu og níu krónur níutíu og fimm aura, þá kaupi ég tvær. Ég get ekki gerbreytt mér á einum einasta degi, en það er heldur engin þörf á því, eða finnst þér það? Og þegar þú kemur heim, ætla ég að standa í dyrunum og taka á móti þér, elskan mín, í bláu vinnubrók- unum og silfurglitskápunni, og um leið og þú kemur inn ætla ég að opna farðadósina og láta hana spila „Ég elska þig!“ ☆ Saklaus koss.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.