Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 hrollköld. — Er það mögulegt að þér hafi eitt einasta augnablik dott- ið í hug að ég. . .. að ég væri i þingum við Jan Howland? Ég neyð- ist til að benda þér á að ég er eng- in.... götustelpa! — Þú ert vafalaust ekki svo heimsk að þú skiljir ekki hálf- kveðna vísu, sagði Peter Morris, — og þú verður að fara snemma á fætur ef þú átt að hugsa til að snúa á mig. En það er eitt enn, sem ég verð að fá svar við. Segðu mér — kemur Jan Howland hingað og heimsækir þig, þegar eg er ekki heima? Annabel brosti vorkunnsamlega. — Eiginlega ætti ég alls ekki að svara þér, sagði hún, — því að þú talar við mig eins og ég væri glæpa- maður. En ég fyrirgef þér, vegna þess að ég sé að þú ert blátt áfram afbrýðisamur. En ég skil ekki hvers vegna þú hefur orðið það, því að ég hef ekki gefið neina ástæðu til þess. Peter, þegar við stóðum frammi fyrir prestinum, gaf ég lof- orð, sem mér hefur aldrei komið til hugar að svíkja. Og ég hef aldrei svikið það, þó að þú hafir síðustu árin farið með mig eins og. . . . eig- um við að segja: eins og þér hefur þóknast. Ef þú ert að reyna að finna ástæðu til að skilja við mig, þýðir þér ekki að leita hennar hjá mér. Ég skal fúslega gefa þér eftir skilnað, ef þér er það áhugamál, en þá verður þú að taka á þig sök- ina einn. En reyndu nú að halda- þér við jörðina! Jan Howland hefur aldrei komið á þetta heimili, og ég hef ekkert aðhafst á bak við þig, sem ég þarf að skarpmast mín fyrir. Annabel lagðist út af. Hún var alveg róleg er hún rétti út höndina til að slökkva á náttborðslampan- um. — Viltu nú ekki gera svo vel að fara, mig langar til að sofa, sagði hún. Peter snerist á hæli án þess að segja orð, og lokaði hurðinni á eftir sér. Hún hristi höfuðið er hún horfði á eftir honum, slökkti ljósið og innan skamms svaf hún svefni hinna réttlátu. Peter Morris fór aftur niður í bókastofuna. Hann titraði af æs- ingi. Annabel laug, er hún sagði að Jan Howland hefði aldrei komið þar á heimilið! Hún hlaut að halda að hann væri blindur! Hún skyldi verða að láta í minni pokann þegar hann léti þjóninn vitna á móti henni. Hann skyldi auðmýkja hana svo um munaði! Hann skyldi sparka henni út úr húsinu án þess 'að láta hana fá nokkurn eyri í bætur. Og Jan Howland. . . . Peter Morris reyndi að halda aftur af hugarofsanum. Nei, hann ætlaði ekki að fara svona að þessu. Hann ætlaði að hefna sín með öðru móti. Það skyldi verða grimmileg hefnd! Jan Howland skyldi fá að týna lífinu, því að á þann hátt varð hefndin á Annabel enn sárari.... Peter Morris opnaði vínskápinn og tók koníaksflöskuna og setti hana á skrifborðið. Glott lék um varir hans meðan hann var að leita í skrifborðsskúffunni. Hann leitaði lengi, en loks fann hann það, sem hann var að leita að. Hann horfði íhugull á fjögur smáglös í pappa- öskju. Þau voru með tappa og gúmmíhettu yfir. Hann opnaði eitt glasið og súra gufu lagði úr því að vitum hans. Hann brosti aftur. Þetta mundi verða síðasta koníaksglasið sem Jan Howland drykki hérna á heim- ilinu cg. . . . annarsstaðar. Peter Morris helti úr glasinu í koníaksflöskuna og hristi hana rækilega. Vatnstær vökvinn breytti ekki litnum á koníakinu, og bragðið mundi ekki finnast heldur. Tóma glasið lét hann í öskjuna og stakk henni í vasann. A morgun ætlaði hann að skiija öskjuna eftir í efna- rannsóknarstofu verksmiðjunnar. Jan Howland mundi fá hægan dauðdaga. Hann mundi sofna tveimur mínútum eftir að hann drykki úr koníaksgiasinu, og eftir tvær mítútur þar frá, mundi hjartað hætta að slá. Læknirinn mundi úr- skurða að hann hefði fengið hjarta- slag. Peter Morris stóð upp, setti koníaksflöskuna inn í vínskápinn og læsti honum vandiega. Svo sett- ist hann við skrifborðið aftur og hringdi bjöllu, til að kalla á þjón- inn. Peter Morris stóð með gleiða fæt- ur og höndurnar fyrir aftan bak fyrir framan arininn. Það var leyfi- legt að tryggja sig gegn þjófum, hugsaði hann með sér og hló kald- ranalega. Kannske mundi grunur- inn falla á Annabel, ef eitrið upp- götvaðist í koníaksflöskunni, en ekki kom honum það við. Hann var öruggur fyiúr öilum grun. Þungur vörubíll brunaði fram hjá á fullri ferð, og Peter Morris fann hvernig góJfið skalf undir fót- um hans. En í sömu svifum heyrðist ískrandi hljóð, líkt og þegar langur nagli er dreginn út úr seigum eik- arplanka. Peter Morris fann ósjálfrátt að hætta var á ferðum og vatt sér til hliðar. En liann var ekki nógu fljótur. Þungi riddaraskjöldurinn, sem hékk yfir arninum datt ofan og lenti á Imaltkanum á honum. Hann hröltic áfram, datt á hrammana á gólfið og missti meðvitundina. .. . Þjónninn kom inn i stofuna að vörmu spoi'i. Hann liorfði með skelfingu á Peter Morris og hélt fyrst í stað að hann væri dauður. En svo kom hann auga á skjöldinn og skildi þá hvernig í öllu lá. Hann hljóp til Morris og lyfti honum upp í sófann. Og svo hljóp hann að vín- skápnum, dró lyklakippuna upp úr vasanum og tók fram koníaksflösku og las. Hann hellti fullt glasið og liellti því ofan í Peter Morris. Roði kom í fölar kinnar Morris og hann þreifaði að hnakkanum á sér. Þar hafði komið stór kúla eftir skjöldinn. Nú fór þjónninn að flýta sér. — Hann setti flöskuna á sinn stað, og læsti slíápnum. Og svo dró hann varlega lyklakippu Morris upp úr vasa hans og lagði hana á skrif- borðið. Svo að nú gat hann svarað spurningunni um hvernig hann liefði komist í skápinn. Þjónninn fór út með tómt kon- íaksglasið í hendinni. Hann ætlaði að ná í bakstur til að leggja við kúluna á höfði húsbónda síns. En Peter Morris þurfti aldrei á bakstrinum að halda. * Dómarinn: — Hvað er skírnar- nafnið yðar? Stúlkan: — Anna-bríet, Carmen- dáðfríð. Dómarinn: — Og hvað eruð þér kölluð dags daglega? Stúlkan: — Stafrófið. ERFITT AÐ STELA. — A bók- fræðasafninu í Zdar-höll í Praha er til sýnis bókasafn frá liðnum dögum. Þar voru hinar dýru lat- nesku bækur festar við hillurn- ar með keðjum, svo að erfiðara væri að stela þeim. Það er stundum gott að fá ís. DROTTNING HELDUR HEIM. — Corinne Roctschaefer, sýningarstúlka frá Amsterdam, sem var kjörin „Miss World“ í London, sést hér koma á Schiphol-flugvöllinn, klyfjuð blómum og með silfurbikarinn mikla, sem hún fékk í verðlaun. Það eru systkin hennar, Jan 10 ára og Liesje 13 ára, sem dást að bikarnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.