Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 12
12 falkinn FRAMHALDSSAGA Hvehkatarihh * * sjá sem henni hafi tekist að koma lagi á hárið á mér. Ég skal fara oftar til hennar, því lofa ég.“ „Stúlka sem er trúlofuð einum laglegasta pilt- inum í London hefur líka skyldur gagnvart sjálfri sér. Það er ekki svo, að þú eigir að gift- ast presti og fara út á hjara veraldar, eins og ég. Max sagðist ætla að blða í forsalnum með Jerry Weston. Ég vona að þeir séu komnir." Jerry var kominn. Hann var rauður í andliti og ósnyrtilega klæddur. En Max sást hins vegar hvergi. Brenda fór inn í danssalinn með Jerry. Þegar Sonja hafði biðið nokkrar mínútur afréð hún að fara þangað inn líka. „Þetta byrjar eftir augnablik," hvíslaði Brenda. „Við skulum standa hérna niðri og horfa þegar hersingin kemur. Það er engu minna gaman en í sirkus." „Líttu á aumingja Martin, sem rogast þarna með ráðskonuna," hvíslaði Sonja. Sir Martin Kelly var varalæknir á sjúkra- húsinu. Þó að hann væri mjög lítill vexti voru bæði stúdentarnir og hjúkrunarkonurnar laf- hrædd við hann. Nú dansaði hann kappsamlega við spítalaráðskonuna, sem leit út eins og ei'ki- hertogafrú í plómulita blúndukjólnum sínum og með gríðarmikla festi úr gerfiperlum um hálsinn. Hinn frægi læknir var eins og peð við hliðina á þessari hlussu. Næstur kom lyflæknir spítalans, Gerald Wilkins. Hann var að koma frá krufningu á manni, sem hafði dáið úr eitrun. Wilkins kunni ails ekki að dansa og dansaði ein- hvers konar frumsamið galopaði fyrir sjálfan sig, með langa og mjög laglega hjúkrunarkonu í faðminum. Nokkru fjær kom Sonja auga á hina fríðu Elsie Smith. Hún sómdi sér ljómandi vel, í gullfallegum ijósbláum kjól. Hópur af lækna- stúdentum var kringum hana. Svo fór hljómsveitin að leika „Paul Jones“. Brenda þreif í hrifningu í höndina á Sonju og dró hana út á gólfið. Dömurnar, bæði gamlar og ungar, færðu sig nær herrunum — margar þeirra höfðu þegar valið sér dansherra í hug- anum. „Ég vona að þú náir þér í einhvern verulega laglegan,“ hvíslaði Brenda. „Þú ert eins og full- þroskuð ferskja í þessum kjól.“ Hljómsveitin þagnaði skyndilega. Sonja hafði snúið sér hálfvegis að einum herranum, en hann hneigði sig í sömu svifum fyrir systur Irene, og maðurinn bak við hann færði sig ósjálfrátt fram. Hann var í þann veginn að hneigja sig fyrir Sonju, er hún hrökk við. Dökkhærði al- varlegi maðurinn fyrir framan hana var enginn annar en yfirlæknirinn sjálfur, Philip MacDon- ald. Philip renndi augunum frá hinu fagurgreidda hári Sonju og alla leið niður á hælaháu skóna hennar. Hann tók eftir hverju smáræði, gljá- anum á hárinu, blámanum í augunum, mjúku línunum í vaxtarlaginu og hinum létta kjól, sem var eins og nýútsprungin rós. Sonja tók undir eins eftir einhvers konar óvild í augunum á honum. Þar var enga aðdá- un að sjá. Hann gerði óvægilega skoðun á henni, lið fyrir lið, eins og hann væri að taka sundur úr. Hún óskaði þess heitt að hún væri komin í sloppinn sinn. Þessi létti kjóll var lienni engin hlíf gegn sístarandi augum læknisins. Hún hafði enga hugmynd um hvað það var, sem yfirlækn- inum mislíkaði, en það var ekki um að villast að honum mislíkaði.. hún úr hófi, eins og hún var. MacDonald hefði ekki sjálfur getað lýst tilfinn- ingum sínum á þessari stundu. En hann var gagn- tekinn af gremju til unga aðstoðarlæknisins — gremju yfir því, að hún, sem var svo hagsýn og hispurslaus og orðin honum svo ómissandi á skurðstofunni, skyldi allt í einu töfra hann með kvenlegum yndisþokka. Sonja var honum mik- ils virði sem kynlaus vél. En sem falleg stúlka var hún honum sálarkvöl. Þessi þokki og æska, sem hann mundi hafa dáðst að hjá hverri ann- arri stúlku en henni, verkaði á hann eins og rauð dula á naut, og hann kreisti varirnar sam- an. „Við verðum að dansa þennan dans saman,“ sagði hann og ræskti sig. Allt í einu sá Sonja sér til ósegjanlegs léttis, að einn þjónninn kom hröðum skrefum til þeirra. Hún gat sér þess til að hann væri með áríðandi skilaboð til yfirlæknisins, en varð hissa þegar það var hún sjálf, sem þjónninn var að leita að. „Eruð þér ungfrú Harrison?“ spurði hann. Sonja kinkaði kolli. „Það er sími til yðar. Karlmaður, sem segir að það liggi á.“ Hún sneri sér að MacDonald. „Ég vona að þér afsakið mig, yfirlæknir." Hann kinkaði kolli og hún sá hann ganga yfir þvert gólfið og fara að tala við Elsie Smith. Það var auðséð að hann kaus heldur félagsskap henn- ar en Sonju. Sonja flýtti sér niður í dyravarð- arklefann, tók símann og svaraði. „Ert það þú, Sonja?“ Það var gott að ég náði í þig-“ „Hvað hefur komið fyrir, Max?“ „Það er hann pabbi. Hann er — hapn er dá- inn. Ég fann hann í svefnherberginu fyrir mið- degisverðinn. Komdu strax, Sonja. Ég get ekki ráðið við þetta einn.“ „Auðvitað skal ég koma, Max,“ svaraði hún um hæl. „Ég kem strax.“ Max sat í forsalnum og beið þegar hún kom. Unga andlitið var afmyndað af harmi, og er hann sá Sonju, fór hann að gráta og faðmaði hana að sér. „Það er gott að þú skulir vera hérna, Sonja,“ sagði hann hás. „Ég hefði misst vitið ef ég hefði átt að vera hérna einn lengur." Sonja þrýsti höfðinu á honum að sér og fann heit tárin á hálsinum á sér. *Áköf móðurleg við- — Secjðu mér, hvað sJcrifaðir þú í flöskuna. kvæmni greip hana. En hún var svo óreynd að hún hélt að þetta væri ást. „Veslings Max,“ sagði hún hljóðlega. „Ég skil þig svo vel. Lofaðu mér að koma með þér upp til hans.“ Max fór með hana inn í stórt, skrautlegt svefn- herbergi. Það var þarna, sem hann fyrir aðeins þremur vikum hafði beðið íöður sinn um pen- inga fyrir hressingarhælið, sem Sonja hafði ósk- að sér. John Brentford lá í skrautlegu, útskornu rúmi, dauðinn hafði máð allar áhyggjur og kvíða af andliti hans; það var rólegt og friður hvíldi yfir því. „Ó, Max, það er auðséð að hann hefur ekki haft neinar þjáningar þegar hann dó,“ sagði Sonja. „Hann átti erfitt um andardrátt og hefur dáið úr hjartalömun." „Mér hafði aldrei dottið í hug að hann mundi deyja svona, án þess að geta sagt eitt einasta orð við mig að skilnaði," sagði Max með ekka. „Það var ekkert að honum í morgun.“ „En þú hlýtur að hafa gert þér ljóst, að hann átti ekki langt eftir ólifað, Max,“ sagði hún og veitti honum nábjargirnar. „Ég sá undir eins í fyrsta skiptið sem ég kom hingað, að hann var ákaflega lasburða." „Ég tók aldrei eftir neinu slíku," sagði Max og hristi höfuðið. „Hann hefur að vísu ekki ver- ið jafn kvikur og áður, síðustu mánuðina, en mér datt ekki í hug að hann væri svona langt leiddur.“ Hefði einhver annar en Max átt í hlut, hefði Sonja skilið svona glámskyggni hjá manni, sem var nærri því orðinn læknir, sem vott þess að honum þætti ekkert vænt um föður sinn, eða þá að hann hefði vanrækt námið. En örvænt- ingin, sem lesin varð úr augum Max, sýndi að honum hafði þótt mjög vænt um föður sinn. „Ég get ekki orðið hérna lengur, Max,“ sagði hún og dró hann með sér fram að dyrunum. „Við skulum fara niður í stofuna. Ég ætla að sitja hjá þér dálitla stund, áður en þú ferð að hátta.“ Max fölnaði af hræðslú. „Þú mátt ekki fara frá mér í nótt,“ hrópaði hann. „Þú verður að vera hjá mér í nótt. Ég get ekki verið einn núna.“ „Góði Max — það er ekki hægt,“ svaraði Sonja. „Þó að við séum trúlofuð, er ég viss um að fólk færi að pískra um, að ég hefði verið heila nótt hjá þér — við tvö ein saman.“ „Hvað varðar mig um hvað fólk pískrar," sagði Max og þrýsti henni að sér. „Mér stendur alveg á sama um það. Ó, láttu mig ekkí vera einan, Sonja. Ég get ekþi afborið það.“ Max Brentford gerði sér ekki lióst hve sín- gjarn hann var, að biðja hana um að vera. Hann hugsaði alls ekkert um mannorð konuefnisins síns. Hann hafði ávallt fengið sínu framgengt í svo mörg ár, að hann gat ekki sett sig í spor annarra nú orðið. Sonja komst við af hræðsl- unni og harminum í rödd hans, og hún afréð að láta skeika að sköpuðu og hirða ekkert um al- mannaróminn. SONJA var ekki fyrr komin á sjúkrahúsið morguninn eftir, en hún mundi hina óvæntu samfundi við MacDonald yfirlækni á dansleikn- um kvöldið áður. Henni datt þetta allt í einu í hug er hún var á leiðinni inn í skrifstofuna hans, með tilkynningu um sjúkling, sem hafði verið skorinn upp fyrir nokkrum vikum, en var enn- þá milli heims og heljar. Þegar hún kom inn sat læknirinn við skrifborðið, og þegar hann tók eftir henni, kom sami fjandskapurinn í augun á honum eins og verið hafði kvöldið áður. En þegar hann sá sjúkrakuflinn létti honum auð- sjáanlega og hann brosti venjulega hæversku- brosinu sem hann var vanur. Sonja gat ekki að sér gert að roðna, er hún sá þessi rannsókn- araugu hvíla á sér. „Það er — viðvíkjandi númer tuttugu og níu,“ stamaði hún. „Já,“ svaraði DacDonald og tók fram minnis- greinar sínar um sjúklinginn. „Ég er hræddur um að það gangi illa með hann.“ „Já, hann er afar bágur. Ég held ekki að hann hafi það af. Það mun vera .bezt að röntgenlýsa hann aftur.“ Yfirlæknirinn varp öndinni, tók spjald og skrifaðl nafn sitt á það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.