Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Gamall bóndi var fárveikur og fluttur á spítala í sjúkravagni. Eng- um datt í hug að hann kæmi lifandi heim aftur, en það fór á aðra leið. Honum batnaði svo að hann var burtskráður af spítalanum. — Það var mesta furða að þú skyldir ná þér aftur, sagði nágrann- inn. — Já, hefði ég ekki verið svo veikur, að þeir gerðu ekkert við mig, þá hefði ég varla sloppið lif- andi burt. Lán ■ óláni „ÖLDUNGA-KEPPNI.“ — Margir hafa áhuga fyrir gömlu hílunum, sem einu sinni þóttu dýrgripir en nú eru orðnir forngripir. Þegar kappakstur fer fram á þessum bílum milli Hyde Park í London og Brighton, safnast jafnan fjölmenni þangað til þess að horfa á. — Hér sést „Sunbeam" frá árinu 1903 vera að leggja upp í hina erfiðu ferð. Ung stúlka í kjól frá alda- mótunum færir ökuþórnum kaffi á liitaflösku til að hjartastyrkja sig á á leiðinni. flothylki um borð. Hvert þeirra ber allt að tíu manns. Það er aðeins rúm fyrir þrjá í hverju flothylki, en hinir verða að hanga utan á því og synda. Við verðum að vera við þessu búin — í versta falli. — Við lifum ekki af að vera í sjónum, sagði ein konan. — Og litlu börnin deyja eftir eina mínútu. VONIN DVÍN. Eftir dálitla stund heyrðist rödd Martins aftur í hátalaranum. — Eg var að fá veðurfregnirnir, sagði hann, — Það hefur myndast kulda- garður í útnorðri og spáð norðvest- anroki á morgun. Það getur orðið dálítið hlé milli roksins sem nú er og næsta storms. Við verðum hér um borð þangað til veðurathugana- skipið segir okkur, að við verðum að yfirgefa flugvélina. Eða þangað til vélin fer að sökkva. í augnablik- inu er öllu óhætt i vélinni og engin yfirvofandi hætta. Gerið svo vel að vera róleg og þolinmóð áfram, eins og hingað til. Við skulum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að öllum verði bjargað. . . . Cronk skipstjóri á veðurathug- anaskipinu hefur stungið upp á að við setjum eitt flothylki í sjóinn, til að sjá hvernig fer um það. Kannske einhverjir vildi hjálpa okkur til að koma einu gúmmíhylkinu í sjó- inn....? Við hjálpuðumst að við að koma hylkinu út úr dyrunum, og í sömu svifum sáum við að flothylki var varpað út af skipinu. Þetta var til- raun og við vorum ekki nema fimm sekúndur að skilja, að engu manns- lífi væri hægt að bjarga með þessu móti. Flothylkin þeyttust til og frá, með svo miklu afli að enginn mað- Hann byggði fyrstu „mansardhæðina". Fyrsta, önnur og þriðja hœð — og svo kemur „mansard“-hœðin. undir hanabjálkaloftinu. Kvist- herbergjahœð, sem þó getur verið býsna rúmgóð. Margir kjósa fremur að búa á mansardhceðinni en neðri hœðunum og útsjónar- samt fólk getur gert íbúðina vist- lega. Öldum saman höfðu menn notað þök með samfeldum halla ag beinum sperrum neðan frá vegg og upp í mæni. Og þökin urðu há þegar húsin voru breið. Plássið á þakhœðinni nýttist illa, þó að kvistgluggar vœri á þeim. Þar var ekki um að rœða nema súðarherbergi. Mansardþökin hurfu úr tisku um skeið, en á síðustu áratugum hefur þeim fjölgað mikið, því að húsrúmið nýtist miklu betur með þeim. Þar sem áður voru súðar- herbergi er hœgt að gera góða íbúð með því að hafa hlykk á sperrunum. Húsameistarinn Francois Mans- ard fœddist í París 1599 og nú er nafn ha?is víðkunnara en það hefur nokkurntíma verið áður, vegna byggingalagsins sem hann var frömuður að. En fœst húsin sem byggð voru að hans fyrir- sögn eru nú horfin, eða þökunum hefur verið breytt svo mikið að stíllinn nýtur sín ekki. Svo er t.d. um franska þjóðbankann, „Banque de France“ og hið fagra „Hotel Carnevalet“. Þar hafði hefðarfrúin de Sevigné forðum bœkistöð sína og þar var sam- komustaður skálda og listamanna. í dag er húsið safn og þar er meðal annars til sýnis síðasta ilmvatnsglas Marie Antoinette drottningar, gamlir búningar og ævafornar beinagrindur. Bróðursonur Francois Mansard hét Jules Hardoin og lœrði bygg- ingalistina af honum. Hélt hann verki föðurbróður síns áfram í sömu stefnu. Jules fœddist 1645 og var því rúmlega tvítugur er föðurbróðir hans féll frá, árið 1666. Jules er frœgastur fyrir hall- irnar í Versailler og Invalide- kirkjuna. :?ÍtÍtÍt5tÍtÍíXKSÖ«(íí5£KSÍ>ÍÍÖ0ÍÍ«ÍÍÍÍOtÍtÍ<ÍtÍt>tXSíKitÍtít>tSOtt0«OtttXXXSCt5OOO»ÍXXÍÍXÍtÍC ur hefði geta haldið sér í þau svo mikið sem eina mínútu. Þar brást sú von. Við vissum það öll, en enginn lét neitt á því bera. Enginn grét. Maður skyldi hafa haldið, að þar sem svo margir voru saman og skildu að ekkert var framundan nema dauðinn, mundi hafa orðið uppnám, óp og bænar- áköll. En — ónei. Ég býst ekki við að önnur eins geðró hafi nokkurn- tíma sést undir líkum kringum- stæðum. Burlingham sat enn bak við mig og var að tala við drenginn sinn. — Þetta lagast bráðum, væni minn. Við verðum dálítið votir, en Guð lætur ekki svona góðan dreng, eins og þig, drukkna. Svo leið hver klukkutiminn af öðrum. Skipið hringsólaði í sífellu kringum okkur. Við vorum hræddir um að það mundi fara svo nærri að vængirnir brotnuðu enn meir. Og þá var úti um vélina. En Cronk skipstjóri var eigi síðri skipstjóri en Martin var flugmaður. Klukkan var orðin hálffjögur síðdegis, og þá tók ég eftir að vatn var farið að koma í vélina. Fyrst ofurlítill pollur á gólfinu. Maður hefði ekki tekið eftir honum ef maður hefði ekki alltaf verið að líta á gólfið. Og tíminn leið. Við sátum þegjandi í vélinni. Störðum fram undan okkur tómum augum — eða skimuðum yfir öldurnar til ,,Bibb“, sem stundum var alveg hjá okkur og stundum um þúsund metra undan. Við gátum heyrt allt sem þeir töluðust við sín á milli Martin og Cronk. Um hálfsex-leytið sagði Martin: — Ég er hræddur um að flugvélin fljóti ekki lengi úr þessu, Cronk. Það er réttast að við yfir- gefum hana. ... Ef þér getið bjarg- að þó ekki sé nema konum og börnum.... — Hve margar konur og börn eru þarna hjá yður? — Tuttugu konur og tólf börn. Flest yngri en átta ára.... Einhver heyrðist bölva um borð í skipinu. Svo heyrðist önnur rödd þar: „Ekki látum við þau drukkna fyrir augunum á okkur. Er það meiningin?“ Svo varð steinhljóð. Þessi orð voru eins og fagur söng- ur í eyrum okkar. Bak við mig heyrði ég frú Ritchie biðja, heitt og innilega: — Drottinn minn og Guð minn, gefðu björgunarmönnunum styrk! Láttu ekki dáðríka menn drukkna í nótt!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.