Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Adamson flytur stóra kassann. Geimflug Framh. af bls. 6. horn við miðjarðarbaug og með þeim hraða, sem á hylkinu er breyt- ir fljótt um útsýni. Von bráðar kem- ur Afríka í ljós og svo Indlandshaf. Svo kemur Ástralía, en eftir nokkr- ar mínútur er geimfarinn kominn framhjá henni. Eftir langt hopp yf- ir Kyrrahafið, sem tekur 25 mínút- ur, sést vesturströnd Ameríku og bráðum kemur geimfarinn yfir Cap Canaveral aftur, eftir að hafa farið kringum jörðina á 90 mínútum. En ferðin heldur áfram og geim- farinn lætur nú til sín heyra með loftskeytum og fær nýjar fyrir- skipanir. í lok þriðju hringferðar- innar, þegar hylkið er um 100 km. fyrir vestan Californía byrjar geim- farinn að nálgast jörðina aftur. Með loftþrýstingi úr köfnunarefni hefur hann snúið hylkinu þannig, að hann snýr bakinu í áttina sem hann stefnir í. Þetta er mikilsvert, því að í þessum stellingum þolir hann bezt það sem á reynir þegar hann er að fara niður. í glóandi hylki. Nú er dregið úr hraðanum með því að skjóta eldflaugum, sem verka eins og hemlar. Hylkið sveigir úr braut sinni og svífur í boga til jarð- ar þegar hylkið er yfir Norður-Ame- ríku. Flugið til jarðar reynir mest á manninn og hylkið. Maðurinn verður fyrir þrýstingi, sem nemur fimmtánfaldri þyngd hans, þ. e. a. s., hann vegur meir en eina lest, og það er varla þægilegt. Hylkið kringum hann verður rauðglóandi af hita, svo að einangrunin innan í hylkinu verður að vera í góðu lagi til þess að maðurinn verði ekki að ösku. Þegar hemlueldflaugurnar eru útbrunnar á hraðinn á hylkinu að vera kominn ofan í 1100 kílómetra á klukkustund. — í 22 km. hæð yf- ir jörðu er fallhlíf nr. 1 opnuð og nú dregur úr hraðanum niður í 270 kílómetra. Og þegar komið er í 3000 metra hæð yfir sjó er fallhlíf nr. 2 opnuð, og eftir áætlun á hylk- ið svo að lenda í sjó 600 km. suð- austur af Flórída, með 30 klíómetra hraða. í sömu svifum kviknar á reyksprengju og ljósum og þráðlaus merki eru send til að leiðbeina um lendingarstaðinn. Og von bráðar tosar eitt hinna mörgu skipa, sem send verða til að taka á móti geim- faranum, hylkinu innanborðs! Geim-hylkið Tilbúið. Þetta er allt ofur auðvelt á papp- írnum, en það er svo um það eins og um fleira, að það er hægar ort en gert. Það ræður að líkum að það er vandasamt að framkvæma svona áætlun, og það kostar margþættan undirbúning. Því að það á svo að heita, að geimfarinn verði ekki sendur í ferðina, nema full vissa sé fyrir því, að hann komi aftur hf- andi! Full vissa? Allar þær mis- heppnuðu tilraunir, sem gerðar hafa verið með geimförin, freista manns til að spyrja: — Hvenær fæst sú fulla vissa? Fjöldi geim-hylkja hefur þegar verið smíðaður og prófaður á marg- víslegan hátt. Sumum þeirra hefur verið kastað úr flugvélum í mikilli hæð til að reyna hvort fallhlífarnar opnist á þann hátt sem ætlast er til, og neyðarraketturnar með til- heyrandi fallhlífum hafa líka verið reyndar og árangurinn verið að ósk- um. — Discover-eldflaugarnar, sem skotið hefur verið í nokkur ár, eru liður í þessum undirbúningi Mer- cury-áætlvmarinnar. Þar er reynt að láta geim-hylki losna frá sjálfri rak- ettunni og falla til jarðar óskemmt. Þetta hefur ekki tekizt enn, þó að stundum hafi gengið að óskum að skjóta hylkinu. En það eru sjálf- virku tækin á geimhylkinu, sem hafa brugðízt, fallhlífarnar hafa ekki opnazt. Er þetta talið stafa af þeim miklu og snöggu hitabreyting- um, sem verða á hylkinu. Það hef- ur ekki tekizt að ráða bót á þessu enn, og meðan það ekki tekst, er það gambur og fimbulfamb að tala um að senda menn út í geiminn. En væntanlega tekst það, og þá er Marcury-áætlunin komin nær marki. Braut geimhylkisins verður að reikna út með afar . mikilh ná- kvæmni, því að örlítil skekkja get- ur til dæmis orðið til þess að hylki, sem átti að lenda við Florída, lendi í belgiska Congo í staðinn! Þess má minnast, að hylkið frá Discoverer II lenti á Svalbarða, en átti að lenda við Havaii! Ef braut geimfarsins er reiknuð nógu nákvæmlega á að vera hægt að reikna út hvar það lendir. Fjöldi athuganastöðva hef- ur verið settur upp víðsvegar á hnettinum, til að mæla hvernig geimförin halda áætlun. Hvar er svo kjarninn í öllu þessu: geimfarinn sjálfur? Fyrir rúmu ári voru 7 valdir úr 110 manna hóp, sem gaf sig fram, og síðan hafa þessir 7 verið þjálfaðir á allan hugs- anlegan hátt til að búa þá undir KroAAqáta 'JálkanA ii LÁRÉTT SKÝRING: 1. Sori, 5. Einfaldur, 10. Frægð, 11. Álitin, 13. Hljóðst., 14. Háð, 16. Spaka, 17. Tala, 19. Leiði, 21. Sam- bandsheiti, 22. Karlmannsnafn, 23. Tötra, 26. Þunnmeti, 27. Verkur, 28. Á fiski, 30. Forsetning, 31. Álögu, 32. Bráð, 33. Fangamark, 34. íþrótta- fél., 36. Rusl, 38. Busl, 41. Skvamp, 43. Beittar, 45. Kvenheiti, 47. Flúð, 48. Fálátar, 49. Snöggur, 50. Drykk- ur, 53. Ötulleika, 54. Fangamark, 55. Fljóta, 57. Óhljóð, 60. Fanga- mark, 61. Fyrirgefning, 63. Ópera, 65. Uppþot, 66. Þáttur. LDÐRÉTT SKÝRING: 1. Samhlj., 2. Nöldur, 3. Eftir bæn, 4. Grein, 6. Beita, 7. Skömm, 8. Vætla, 9. Tónn, 10. Fúi, 12. Men, 13. Gróði, 15. Smávik, 16. Karl- mannsnafn, 18. Skekkja, 20. Storms, 21. Tómt, 23. Eyja í Eystrasalti, 24. Tveir eins, 25. Vorkennir, 28. Óþokka, 29. Óhreinkar, 35. Þungi, 36. Deyfð, 37. Þrábiðja 38. Gletta, 39. Geð, 40. Drepa, 42. Ofreyna, 44. Samhlj., 46. Tæpt, 51. Ljúffengi, 52. Bindi, 55 Kvikindi, 56. Stefna, 58. Skyldmenni, 59. Á litinn, 62. Samhlj., 64. Tónn. oCauón á Iroóóffátu t óí&aóta b(a$l. LÁRÉTT RÁÐNING: 1. Harpa, 5. Klapp, 10. Vegar, 12. Skúra, 14. Hangs, 15. Ást, 17. Klaks, 19. Arg, 20. Kastala, 23. Kal, 24. Spik, 26. Þarfa, 27. Skrá, 28. Talna, 30. Ras, 31. Spann, 32. Mala, 34. Stör, 35. Næpuna, 36. Skálar, 38. Nart, 40. Ýlis, 42. Kauns, 44. Rum, 46. Inkar, 48. Alla, 49. Málug, 51. Nafa, 52. Ske, 53. Víkinga, 55. Pat, 56. Saggi, 58. Unn, 59. Kvint, 61. Nurta, 63. Hrína, 64. Róaði, 65. Náinn. LDÐRÉTT RÁÐNING : 1. Hengilmænulegur, 2. Agg, 3. Rask, 4. PR, 6. LS, 7. Akka, 8. Púl, 9. Prakkaraskapinn, 10. Varpa, 11. Ostran, 13. Akarn, 14. Hasta, 15. Ásar, 16. Tafs, 18. Sláni, 21. AÞ, 22. La, 25. Knapana, 27. Spölinn, 29. Alurs, 31. Stáli, 33. Ant, 34. Ský, 37. Skass, 39. Hulinn, 41. Hratt, 43. Álkan, 44. Ráku, 45. Munn, 47. Afana, 49. Mí, 50. GG, 53. Vita, 54. Akri, 57. Gró, 60. Vín, 62. Að. 63. Há.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.