Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN PETER Morris verksmiðjueigandi stóð upp og lokaði firðsjánni ólund- arlega. Hann gat ómögulega haft hugann við það sem hann sá. Hann kveikti á lampanum í loftinu og þrammaði eirðarlaus um íburðar- mikla stofuna. En fótatakið heyrðist ekki..Þykki persneski gólfdúkurinn sá fyrir því. Það var tvennt sem kvaldi Peter Morris. Sveitastjórnin hafði tekið eignarnámi stóra spildu af fallega garðinum, sem var kringum stór- hýsið hans, því að það stóð til að gera þjóðveginn breiðari. Og þegar þungir vörubílarnir brunuðu um veginn hrikti í gamla stórhúsinu og það hristist eins og í jarðskjálfta, og úti í garðinum var ekki verandi fyrir skrölti og havaða fra umferð- inni. En Peter Morris hafði einsett sér að byggja nýtízku stórhýsi á afviknum stað, til að forðast um- ferðina, og það var ekki kostnaður- inn, sem honum óx í augum, heldur hitt, að bæjarstjórnin hafði ger- samlega skotið skolleyrum við klögumáli hans út af eignarnám- inu. kaffi þarna í stofunni hans. Hún hafði hellt koníaki á glas handa Howland, en drukkið bananalíkjör sjálf. Og svo gat hann getið sér til, hvað þau mundu hafa gert á eftir. Peter Morris vissi að Annabel var oft með Howland. Skiftavinur hans einn hafði sagt honum það og smjattað á. En að Howland vendi komur sínar heim til hans líka, þeg- ar hann var ekki heima — það var uppgötvun, sem hann hafði gert sjálfur. Og hann var upp með sér fyrir skarpskyggnina. Ætti hann að hringja á þjóninn og spyrja hann hvort hann hefði borið fram kaffi fyrir Annabel og Howland nýlega? Nei, hann hætti við það. Ekki vegna þess að hann væri nærgætinn, heldur komst hann allt í einu á þá skoðun, að réttar væri að tala við Annabel fyrst. — Honum var forvitni á að vita hvernig hún tæki þessu. Ef hún þrætti fyrir allt, eins og hann bjóst við, gæti hann yfirheyrt þjóninn á eftir. Peter Morris lét loga í bókastof- unni sinni og gekk hægt upp dúk- lagaðan hringstigann upp á efri hæðina, þar sem svefnherbergin og gestaherbergin voru. Hann drap á svefnherbergisdyr Annabel. Enginn svaraði. Hann barði fastar, og nú heyrði hann syfjulega rödd hennar umla. — Kom inn! Hann opnaði dyrnar og þreifaði fyrir sér eftir rafsnei'linum á þil- inu, en áður en hann hafði fundið hann var kveikt á lampanum á náttborðinu. —- Ert það þú? Er eitthvað að? spurði Annabel og settist upp í rúm- inu. Hann svaraði engu, en starði eins og dáleiddur á fölt andlitið og eld- rautt hárið, sem féll í bylgjum nið- ur á axlir hennar. — Hvers vegna starir þú svona á rúig? Ertu veikur? SAKLAUS Hitt, sem hafði vakið gremju Peters Morris, var heilflaska af Napoleons-koníaki, sem stóð í vín- skápnum hans þarna í stofunni. — Það kann ef til vill að þykja skrítið, að ríkur verksmiðjueigandi skuli gera sér rellu út af öðru eins smá- ræði, en þegar á allt var litið var þetta mál flóknara en maður skyldi halda. Síðustu vikuna hafði Peter Morris sem sé tekið eftir að alltaf var að lækka á flöskunni, án þess að hann ætti sjálfur nokkra sök á því. Að vísu hafði Annabel, konan hans, lykil að vínskápnum líka, en . hún hafði megnustu óbeit á koníaki. Þess vegna hlaut það að vera ein- hver annar, sem drakk þetta dýra koníak. En hver? Peter Morris var farið að gruna að það væri hinn margdáði leikari Jan Howland, sem fengi sér dropa úr flöskunni við og við, en ekki hafði hann lykil, svo að þá hlaut það að vera... . Peter Morris kreppti hnefana. Hann skáimaði að vínskápnum, og í annað skiftið, á sama klukkutíman- um opnaði hann skápinn og renndi augunum á ílöskurnar. Nei, það var ekki um að villast. Tíu flöskur af serrí og þrjár portvínsflöskur höfðu yfirleitt ekki verið snertar. — Flaskan með Napoleons-koníakinu var tæplega hálf. Hann tók hana úr skápnum og leit á ofurlítið blýants- strik, sem hann hafði sett á miðann. Jú, eitt eða tvö glös höfðu verið tekin úr flöskunni síðan hann setti blýantsmerkið á hana. Hann setti flöskuna á sinn stað og fór að athuga aðra flösku, sem banana- líkjör var í. Það hafði lækkað á henni líka. Með öðrum orðum: koníakið og bananalíkjörinn höfðu verið drukkin í félagi. Bananalíkjör var uppáhalds- drykkur Annabel, konunnar hans! Peter Morris skellti vínskápnum í lás. Til þess að róa æstar taug- arnar kveikti hann sér í vindlingi og hélt áfram að þramma um gólfið. Hann varð sannfærðari og sann- færðari um, að Annabel væri hon- um ótrú. Þegar hann skeytti ýms- um smáatriðum saman, sá hann fyrir sér myndina. Annabel hafði boðið Jan How- land heim, og þau höfðu drukkið Morris var afbrýðisamur og eftir því sem lækkaði í koníaksflöskunni, varð hann vissari um sekt hennar. og svo vaknaði hefndarhugur inn í honum .... Cftir. FRAIVK RROWI Það var áhyggjuhreimur í rödd Annabel. Nei, það gengur ekkert að mér, svaraði Peter Morris og vætti þurrar varirnar með tungubroddinum. En ég verð að tala alvarlega við þig! — Við mig? IJún horfði forviða á hann. — Já, sagði hann harkalega. — Það er viðvíkjandi Jan Howland. Er það satt að þú leggir lag þitt við hann? Nú kom hlátur í augun á Anna- bel. — Já, vitanlega er ég oft með Jan Howland, svaraði hún rólega. — Þetta er skemmtilegur, ungur maður, og ég hef miklar mætur á honum. Það kemur fyrir að hann býður mér í hádegisverð, og ég geri ráð fyrir að einhver hafi séð okkur saman og látið það berast til þín. Fólk er alltaf svo hugulsamt í því tilliti — þegar aðrir eiga í hlut. Þú ert alltaf á kafi í kaupsýslunni, og stundum leiðist mér að sitja alein heima. -— Reyndar er ég oft með Mortimer líka, en honum hefur þú sjálfur boðið heim nokkrum sinn- um. — Já, Mortimer þekki ég, sagði Morris og bandaði frá sér hendinni. — Og ég er ekkert hræddur um hann. Hann er að mínu áliti vind- þurrkaður garmur, en Jan Howland er einn af þessum mönnum, sem kvenfólkið getur ekki neitað um neitt. —- Ég veit ekki hvað þú átt við, tók Annabel fram í, og röddin varð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.