Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 6
6 FALKINN MEÐ „Project Mercury" ætla Ameríkumenn að skjóta út manni, sem á að fara margar hringferð- ir kringum jörðina og lenda svo aft- ur heill á húfi. Samkvæmt áætlun á þetta að gerast einhvern tíma á næsta ári, 1961. En samkvæmtr feg- inni reynslu af áætlunum Banda- ríkjamanna, er varla láandi þó ein- hver efist um að þessi áætlun verði haldin. Því að hingað til hafa verið svo mikil hrakföll í geimferðatil- raunum þeirra, að almenningur er farinn að henda gaman að. Til máls- bóta þessum geimfarafrömuðum má þó segja, að þeir eru ekkert að pukra með mistökin. Þeir tilkynna þau alltaf alheimi jafnóðum. En Rússinn brosir í kampinn sendir tíkur út í geiminn og „fer bak við“ tunglið og tekur myndir af bak- hlutanum. Fyrir nokkrum árum voru geim- farir, tunglflaugar og þess háttar talið heilaspuni og firra, sem eigi kæmi öðrum að gagni en mynda- söguteiknurunum, sem létu sögu- hetjur sínar ferðast til annarra hnatta. En svo komu rússnesku sputnikkarnir og heimurinn glað- vaknaði, eins og við fyrstu atóm- sprenginguna. Flestir urðu agndofa þegar þeir lásu um fjarlægðirnar og hraðann, sem hér var um að xæða, og töluðu varla um annað í nokkra daga. En maðurinn er ótrú- lega fljótur að venjast því, sem furðulegt þykir í fyrstu. Við erum orðnir sljóvir fyrir gervihnöttum og eldflaugum síðustu tvö árin, og gleymum fljótt, þó nýr gervihnött- ur fari að sveima um geiminn. Þegar Sputnik I hóf rás sína 4. okt. 1947 var það heimsviðburður, því að þetta var nýmæli. Og þegar Sputnik II varð að stjörnu 3. nóv. sama ár þótti það undravert líka, vegna þess að lifandi skepna, tíkin Laila, var farþegi. Þessir hnettir vógu 83.6 og 35000 kíló og voru á lofti í 3 og 5.5 mánuði. — En þegar Bandaríkjamenn skutu sínum fyrsta hnetti, Explorer I (Alpha) 31. janúar 1958 var því lítil athygli veitt enda var þetta kríli ekki nema 1.9 kíló eins og blýantur, tveggja metra langur og 15,2 sm. í þvermál, sannkallað leikfang í samanburði við sputnikkana. Síðan hefur mörgum hnöttum Þannig á verustaður f.yrsta Ameríkanans, sem sendur verð- ur út í geiminn, að líta út. Stúturinn er til þess að festa liemlurakettur og fallhlífar á. tjtaíyrihh I HINUyCEIMNtM Rc-HKAPSLIN KfitOSEK PdJNOT JoRílTN ÁTiASRAKETTEN 8RIN0ER Ka-PSELEN 0?P I SIM ,4**>>>; Bane -•* BRErtSE.ANcrrE’í^ \ SETTES í RJNKSJOH Á teikningunni sést geimskeytið, sem á að geta flutt mann út í geiminn. Neðst t.v. allt skeyti, upp af því sést hjálpar- rakettan dottin af, þá mannhylkið laust við aðalrakettuna eftir að hún er útbrunnin, og loks hylkið, meðan verið er að draga úr hraða 'þess, fyrst með hemil-rakettur og síðan með fallhlífum. Gerir tæknin það mögulegt, að slcjóta manni út í himin- geiminn — og láta hann koma lifandi til baka. Vísindamenn- irnir segja okkur þetta, og í Rússlandi og Bandaríkjunum er farið að þjálfa menn undir slík ferðalög. verið skotið, án þess að vekja at- hygli að marki. Eina undantekning- in er ,,Luna“, sem Rússar skutu í haust um leið og Krústsév var að fara í heimsókn til Bandaríkjanna. Það var Luna, sem „fór bak við“ tunglið. Rússar höfðu á ný gefið Bandaríkjunum langt nef og sýnt yfirburði sína. — Bæði Rússar og Bandaríkja- menn geta í dag skotið manni út í himingeiminn, en þeir geta ekki á- byrgst að hann komi aftur. En það er unnið kappsamlega að því í báð- um löndunum, að finna örugga leið til þess að maðurinn geti komizt lifandi úr ferðinni. Rússar láta ekk- ert uppi um leiðirnar sem þeir ætla að nota til þess, og er því það, sem fer hér á eftir eingöngu byggt á á- ætlunum Bandaríkjamanna. Atlas getur lyft manni. Bandaríkin hafe að svo stöddu varið 200 milljónum dollara til rannsókna á því, hvernig hægt sé að koma manni út í geiminn og ná honum lifandi aftur. Áformið er að nota gríðarstórar Atlas-eldflaug (um 100 lestir) til að bera hylki með manni um borð út á braut kringum jörðina. Geimfarinn fer inn í tveggja lesta þungt hylgi úr títanmálmi og stáli. þetta hylki er 2 metrar í þvermál og 2.3 hátt. Mað- urinn girðir sig fastan í eins konar legustól sem er fóðraður froðu- gúmmíi. Hylkinu er lokað skrúfað frá súrefnishylkjunum, þannig að maðurinn fái hæfilegt andrúmsloft, en hylkið er vitanlega loftþétt. Síð- an gefur hann merki um að hann sé tilbúinn. Hylkið er efst á Atlas- eldflauginni sem er 30 metra há. Nú taka 2 hjálpareldflaugarnar til starfa og spúa eldi og reyk með ógurlegum hávaða og mynda 100 þúsund punda loftþrýsting og skeytið lyftist hægt frá jörðu en eykur hraðann mjög fljótlega. Ef óhapp verður fljótlega, á geimfar- inn að geta losað hylki sitt frá sjálfu skeytinu og kveikja í lítilli neyðar- rakettu sem er ofan á hylkinu og á henni er fallhlíf, sem á að geta bjargað manninum til jarðar. En ef allt fer að óskum eiga hjálpareld - flaugarnar neðst að vera útbrunnar þegar skeytið er komið í 80 kíló- metra hæð. Detta þær þá frá. Og nú tekur Atlas-eldflaugin við og ber hylkið með manninum upp í 160— 200 kílómetra hæð. Þá er hún út- brunnin og á að losna frá hylkinu. Milli himins og Jarðar. Og nú byrjar hringrás hylkisins og geimfarans. Hraðinn er 29.000 kílómetrar á klukkustund. Maður- inn er þyndarlaus, og ef hann væri ekki girtur við legustólinn mundi hann svífa í hylkinu eins og sápu- kúla. Gegnum ofurlítinn kíki getur hann séð niður fyrir sig, og fyrst eftir að hann fer á loft sér hann yfir Cap Canaveral og Mexíkóflóa. Braut hylkisins myndar 30 gráða Framh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.