Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 „Viljið þér sjá um þetta. Sýnið spjaldið á deildinni. Ég fel yður alla umsjá með sjúklingn- um.“ „Felið þér mér að ajá um hann ein?“ spurði Sonja forviða. „Já, víst geri ég það.“ Það fór ánægjuylur um hana alla er hún tók við spjaldinu. „Þakka yður fyrir. Það er leitt að númer tutt- ugu og níu skuli ekki vera betri, eftir þennan ágæta uppskurð, sem þér gerðuð á honum. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Það færi merki- legt læknisverk til ónýtis, ef hann hefði það ekki af.“ MacDonald tróð hægt í pípuna sína og svar- aði svo: „Skurðlæknir má aldrei hugsa um hvort verk hans fari til ónýtis, þegar hann gerir uppskurð við sjúkdómi, sem svo að segja vonlaust er um,“ sagði hann með mjúka hálendingahreimnum. „Hver uppskufður sem við gerum gefur okkur nýja reynslu, eitt skref áfram á braut þekking- arinnar. Ég vissi að maðurinn var dauðadæmd- ur, áður en ég rannsakaði hann. Þessir heimilis- feður bíða alltaf þangað til allt er orðið um seinan. En samt afréð ég að skera hann. Því að jafnvel þó að ég gæti ekki bjargað lífi hans gat ág hlíft honum við margra mánaða kvíða og þjáningum. Með því að skera hann afstýrði ég því að meinsemdin færðist upp í hörundið, þar sem tilfinningin er næmust, og líklega fer svo að hann sofnar svefninum langa eftir eina mor- fínsprautuna. Næsta skipti, sem ég fæ svipað til- felli, verð ég að fá sjúklinginn miklu fyrr,, og þá getur orðið góður árangur að uppskurðinum. Sonja hlustaði og hélt niðri í sér andanum. Þetta var fyrsta skiptið sem yfirlæknirinn lét svo lítið að tala við hana um sjúkdómstilfelli eins og læknir við jafningja sinn. „Og — er yfirlæknirinn ánægður með mitt starf?“ gat hún ekki stillt sig um að spyrja. Hann leit rólega upp og brosti. „Mjög ánægður, ungfrú Harrison. Þér klippið öruggt og nákvæmt, og þegar þér hafið fengið dálítið meiri æfingu verðið þér ágætur skurð- læknir.“ „Ég vildi óska að hann faðir minn hefði lifað og heyrt yður segja þetta. Hann var læknir líka, og honum hefði þótt mikið í þetta varið.“ „Jæja, var faðir yðar læknir, ungfrú Harri- son,“ sagði hann og horfði á hana með meiri at- hygli en áður. „Já, hann var starfandi læknir í Marley, og þegar ég var í skólaleyfunum hjálpaði ég honum stundum." „Já einmitt. Þetta skýrir málið. Mér fannst þér vita svo einkennilega mikið, af læknanema að vera. Hvenær dó faðir yðar?“ „Viku eftir að ég byrjaði á sjúkrahúsinu.“ MacDonald roðnaði. Hugur hans hvarflaði til hins hranalega samtals, sem hann hafði átt við aðstoðarlækni sinn um það leyti, og hann skamm- aðist sín fyrir fruntaskapinn. „Ef ég man rétt þá ber mér að biðja yður fyr- irgefningar, ungfrú Harrison. Ég mun hafa ver- ið mjög óþægilegur við yður um þær mundir. Hvers vegna minntust þér ekkert á við mig, að faðir yðar væri nýdáinn?" „Einkalíf manns er alveg óviðkomandi starf- inu,“ sagði Sonja og það brá fyrir metnaði í brúnu augunum. Hins vegar mátti lesa aðdáun úr augum yfirlæknisins, rétt í svip. „Þér hafið rétt að mæla, ungfrú Harrison. Munið ávallt að læknirinn er þjónn mannkyns- ins. Hann á ekkert einkalíf. Jæja, viljið þér biðja röntgendeildina um að senda mér mynd- irnar af tuttugu og níu eins fljótt og unnt er.“ Sonja flýtti sér út. Hún var gripin sigur- fögnuði. Hrós annars eins læknis og Philips Mac- Donalds varð aldrei metið of mikils. Hún sá í anda dauðadæmda manninn og var búin að gleyma framkomu yfirlæknisins við hana á dansleiknum. Hvað gerði það til þótt hann væri harður og fruntalegur, úr því að hann talaði um læknisathuganir sínar við hana í trún- aði. Á leiðinni inn ganginn mætti hún Elsie. „Ég sá yður ekki á dansleiknum í gær, ung- frú Harrison,“ sagði hún og glotti illgirnislega. „Voruð þér hrædd um að rekast á erkióvin yðar — MacDonald yfirlækni?“ „Ég var á dansleiknum, systir,“ sagði Sonja kuldalega. „En ég varð að fara að vörmu spori. Faðir unnusta míns varð bráðkvaddur í gær- kvöldi.“ Elsie Smith rak upp stór augu. „Ég vissi ekki til að þér væruð trúlofuð, ungfrú Harrison. Hver er sá lukkulegi?" „Auðvitað Max Brentford,“ svaraði Sonja. „Þér vitið það ofur vel. Góða systir, þér megið ekki tefja mig. Ég er að flýta mér.“ Sonja hélt áfram inn ganginn, en sigurglampi kom í augun á Elsie Smith. „Jæja, hún ætlar þá að giftast hvolpinum þeim,“ tautaði hún. „Guði sé lof fyrir það. Nú er enginn þröskuldur milli MacDonalds yfir- læknis og mín.“ „Góði Max, hef ég ekki sagt þér, að mér er ómögulegt að hugsa til að giftast fyrr en ég er orðin læknir.“ Sonja sneri sér í öngum sínum að unga mann- inum, sem horfði bænaraugum á hana. Þau sátu í legubekknum í litlu íbúðinni hennar. — Fimm vikur voru liðnar frá láti Johns Brentfords og nú var Max farinn að nauða á henni með gift- inguna. „Ég skil ekki hvað læknaprófið kemur gift- ingunni við,“ svaraði hann angurvær. Þú getur ofurvel starfað á sjúkrahúsinu þó við séum gift. Ef þér þykir vænt um mig á annað borð, lætur þú mig ekki búa aleinan í stóra húsinu dag' eftir dag. Skilurðu ekki hve erfitt ég á?“ „Jú, ég geri það, Max. En hjónabandið legg- ur konunni svo margt á herðar. Ég er viss um að það mundi dreifa huga mínum frá náminu og tefja fyrir lokaprófinu hjá mér. Og sama er að segja um þig. Mundu að við eigum bæði að verða læknar. Við höfum ekki efni á þeirri munaðarvöru sem heitir ást, einmitt núna. „Að þú verðir læknir er ekki það sama og ég verði það,“ sagði Max og spratt upp. „Hvað áttu við?“ sagði Sonja forviða. „Ég á við það, að ég hætti við læknisfræðina,“ hélt hann áfram. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Leiður á að sjá blóð og vesaldóm. Það fer að fara í taugarnar á mér.“ „Heyrðu Max,“ sagði Sonja og þetta gekk fram af henni. „Þér getur ekki verið alvara að ætla að hætta við námið?“ „Jú, bláköld alvara. Þetta er ekkert karl- mannsstarf og ég skil ekki hvernig mér datt nokkurn tíma í hug að fara að læra læknisfræði.“ En í raun rettri var ástæðan allt önnur til þess að Max vildi komast burt af sjúkrahúsinu, ástæða sem mundi hafa komið eins og klaki við hjartað í Sonju, ef hún hefði fengið að vita hana. „Hvers vegna villt þú ekki hætta líka, góða?“ sagði hann og lagðist á hnén og tók um mittið á henni. „Við skulum losna við þetta og byrja nýtt líf. Þú getur komið þessum heimilum upp samt. Þú þarft ekkert próf til þess.“ Sonja horfði áhyggjufull á fölt andlitið og blpðhlaupnu augun. „Ekki svo að skilja að mér komi það við, Max,“ sagði hún vingjarnlega. „en drekkur þú ekki nokkuð mikið núna?“ „Hvað á vesæll maður að gera, þegar hann er aleinn í stóru húsi og er trúlofaður stúlku, sem ekki vill giftast honum?“ svaraði hann og horfði bænaraugum á hana. „Þú hefur ekki hugmynd um hvað ég verð að líða. í hvert skipti sem ég kem heim, finnst mér ég vera að koma heim til hans pabba, og svo er hann þar ekki.“ Meyrt hjarta Sonju gat ekki staðist þetta. Hún mundi sína eigin örvæntingu, er faðir hennar dó fyrir nokkrum mánuðum. Veslings Max, karl- maður, sem ekki hafði sama mátt til að bera sorg- ina, sem kona hafði. „Ég skil það, góði minn,“ sagði hún og strauk úfið hárið á honum frá enninu með fingrunum. „Og ef ég hefði nokkur tök á að giftast þér núna, mundi ég ekki bíða — reiddu þig á það. Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl 10—12 og 1%— 6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. öízli an I GÓÐA VEIZLU Þó að síðu kjól- arnir séu komnir í tízku aftur, eru þeir stuttu samt algengari. Flest- um finnst þeir öllu hentugri og ódýrari. Þessi kjóll frá HEIM er úr stórrósóttu alsilki og þarf enginn að skamm- ast sín fyrir hann, þó að hann sé stuttur. FLEGINN OG MEÐ SLAUFUM Kvöldkjólarnir eru í vetur flegnir í hálsinn og með smá- skrauti. Þetta hœfir vel þeim, sem hvorki eru of feitar eða of magrar. — Svarti flauels- kjóllinn frá DIOR er með kanti úr minkaskinni og tveim satin- slaufum að framan, en kjóllinn frá LAVIN úr silki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.