Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 29.01.1960, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 geimferðina. Flestir þeirra eru þaul- reyndir bæði á sál og líkama. Þeir eru á aldrinum 32—37 ára, og vert er að geta þess, að þeir eru allir kvæntir. Æfing í ár. Enginn veit — ekki einu sinni þessir sjö — hver hlýtur þann heið- ur að verða fyrsti ameríski geimfarinn, en eitt er víst: það verður einhver þessara sjö. En von bráðar verður maðurinn valinn, því að ráðgert er að aðalæfing verði höfð á þessu ári. Þá verður geimfaranum skotið í hylki upp í 270 kílómetra hæð, með Jupíter- eldflaug, en á að koma beinustu ieið til baka, án þess að fara kringum hnöttinn, og lenda á þann hátt, sem lýst hefur verið hér að framan. En hvað líður Rússum? Þeir hafa aldrei gumað af áform- um sínum fyrir fram, en látið verk- in tala. En þó hafa þeir látið það uppi, að þeir séu að æfa menn und- ir geimför. Það er samkeppni milli þeirra og USA á þessu sviði, og Rússar hafa haft betur hingað til, svo að ætla mætti að þeir yrðu fyrstir manna til þess að senda mann út í himingeiminn — og leggja undir sig allt sólkerfið, sem við teljumst til. ^< * ^krítlur — Heyrið þér læknir, mig langar til að vita hvað gengur að mér. — Það er þrennt sem gengur að yður, frú. Þér eruð of feitar, notið of mikla málningu og svo eruð þér nærsýn. Það stendur nefnilega dýralæknir en ekki læknir á dyra- spjaldinu mínu. -K Fölur og tekinn til augnanna kom heildsalinn á skrifstofuna. Hann hafði legið andvaka margar nætur í röð. — Reynið þér að telja sauði, sagði meðeigandinn. — Það er ágætt við svefnleysi. Haldið þér, að ég hafi ekki reynt það? Ég taldi fimmtíu þúsund sauði í nótt, svo rúði ég þá og bjó til 50.000 frakka úr ullinni. En þegar það var gert kom nýtt viðfangsefni til að halda vöku fyrir mér, það sem eftir var næturinnar. Hvernig átti ég að útvega fóður handa öllum þessum sauðum og menn í alla þessa frakka? Gamla konan rak tærnar í gang- stéttarbrúnina og datt. Hjálpsamt fólk kom að, og reisti hana á fætur. — Ojá, stundi hún, — þegar mað- ur er orðinn gamall hættir manni við að hrasa. — Og þó (bætti hún við er hún leit á ungan og föngulegan mann hjá sér) er manni enn hætt- ara við hrösuninni þegar maður er ungur. * Maður, sem hafði verið fátækur alla sína ævi, var vakinn með þeirri frétt einn morguninn, að hann hefði unnið milljón sterlingspunda í írska happdrættinu. í gleði sinni keypti hann sér stóra jörð, reisti höll þar og lét gera þrjár sundlaugar, eina með heitu vatn, aðra með köldu, en sú þriðja var tóm. Einu sinni þeg- ar einn vinur hans heimsótti hann, varð hann hrifinn af óðalssetrinu, en — sagði hann: „Hvað ætlarðu að gera við þessa tómu laug?“ Ríki maður: „Þú yrðir hissa ef þú vissir hve margir af gestunum mín- um kuna ekki að synda.“ * — Er hann pabbi þinn heima? — Nei, hann hefur ekki verið heima síðan hún mamma kom að jólasveininum þegar hann var að kyssa matreiðslustúlkuna. INDÍANA-PRÉDIKARI. — Þessi skrautbúni öldungur, sem er 88 ára Indíánahöfðingi og heitir Walk- ing Buffalo og telst til Stone-Indí- ánakvíslarinnar, hefur nú gerzt á- hangandi „siðvæðingar-hreyfingar" dr. Buchmans. — Hefur hann ný- lega lagt upp í alheimsferðalag til þess að vinna að því, að bæta sið- ferðishugsjónir mannkynsins og gera heiminn betri en hann er nú. — Það væri engin vanþörf á því. TILVONANDIHLJÓMSVEITAR- STJÓRI. — MaSurinn, sem situr og blæs í stóra lúðurinn, er ung- ur herhljómsveitarleikari úr gurkha-hersveit í Singapore. — Hann er að læra hljóðfæraleik í tónlistarskóla hersins í Twicken- ham, og þegar hann hefur lok- ið námi á næstunni á hann að verða hljómsveitarstjóri eystra. deginu finnst þessum litla apa í „Whipsnade Zoo“ — sem er fræg- asti dýragarður Englands, að frá- töldum „London Zoo“ — kalt, og þess vegna vefur hann pokanum mn sig. Hann er ekki vanur svona Ioftslagi — það var hlýrra í heim- kynnum hans í Afríku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.