Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 3
FALKINN 3 Kappreiðar Kappreiðar haja œtíð þótt vinsæl íþrótt hér á landi, og fer áhugi manna sízt minnkandi. Kappreiðar Fáks á annan hvítasunnudag hafa nú um rúma þrjá áratugi sett svip sinn á bœjar- lífið. — Á myndinni hér til vinstri sést einn fótfráasti hesturinn, Kirkjubœjar-Blesi, vinna þrjú hundruð metra stökk. Eigandi hans e<r Jón M. Guðmundsson að Reykjum. Öræfin heilla Nú er sumarið komið og sumarleyfi manna eru byrjuð, eða fara í hönd. Þeim er að sjálf- sögðu varið til hinna margvíslegustu hluta, en þó munu flestir reyna að ferðast eitthvað, eða komast á annan hátt úr því umhverfi, sem þeir eru í allan ársins hring, nema þessar þrjár til fjórar vikur. Marga dreymir eflaust um að komast til útlanda, en slík ferðalög eru dýr og ekki á allra færi og alls ekki nema með nokkurra ára millibili. En þá er það landið sjálft. Upp á hvað hefur það að bjóða? Þeir sem því hafa kynnzt, eru ekki í vafa um svar- ið. Það hefur upp á að bjóða blómlegar sveitir og sérkennilega staði, en ekkert er þó jafn heill- andi og öræfi landsins, auðnirnar, þar sem skipt- ist á myrkur sandur, tignarleg fjöll og hrika- legir jöklar. í þessu umhverfi eru svo eins og óasar í eyðimörkinni einhverir fegurstu blettir þessa lands. Það kemur öllum saman um, að hvergi sé dásamlegra að dvelja um stundarsakir en ein- mitt inn á öræfum, það er að segja í góðu veðri. Engar ferðir eru jafnháðar veðrinu og öræfaferðir, því það er lítil ánægju að aka þar um í bílum og sjá ekki úr augum. En þótt veðurfarið sé ótryggt hér á landi, mun mjög sjaldgæft, að þeir, sem fara í lengri öræfaferð- irnar fái ekki einhverja góðviðrisdaga, og þá verður öllu öðru gleymt. Mönnum kemur það kannski spánskt fyrir, að íslendingar, sem búa í köldu landi, skuli í sum- arleyfi sínu leita upp á jökla, en engu að síð- ur er því þannig farið. Jöklarannsóknafélagið hóf í fyrra ferðir fyrir skemmtiferðafólk upp á Vatnajökul og heldur þeim áfram á þessu ári. Jafnframt er þetta vísindaleiðangur, þar sem jökullinn og þá fyrst og fremst Grímsvötn, eru mæld. Að vísu er það ekki á færi nema þaulæfðra og kunnugra að skipuleggja slíkar ferðir, en meðal skemmtiferðafólksins hefur bæði verið kvenfólk og rosknir menn. Mynd, sem hér fylgir, er frá leiðangri Jökla- rannsóknafélagsins í ár, þegar farið var á að- eins tveimur sólarhringum frá Reykjavík á Grímsfjall. Bílarnir eru hér að leggja upp frá jökulröndinni. Á þeim var komizt um fimm hundruð metra úpp á jökulinn, en þá var kom- ið í nærri hreinan snjó, hið ákjósanlegasta færi fyrir snjóbílana, sem tóku þar við mönnum og farangri. Tjörnin í Reykjavík Það er vafamál, að nokkur staður í Reykja- vík sé vinsœlli en Tjörnin. Þeir eru ekki orðnir háir í lofti hnokkarnir, þegar þeir byrja að suða í pabba og mömmu um að fara niður að Tjörn til þess að gefa bra-bra brauð. Og þeir eru ekki margir feðurnir og mæðurnar, sem standast þá sókn. En Tjötnin er ekki aðeins bústaður bra-bra, því að innan um allar end- urnar synda nú tignarlegir svanir. — Hér á myndinni getur að líta svanahjón, sem borgar- stjórnin í Hamborg fœrði Reykjavík að gjöf, með fyrstu afkvœmin, sem þau eignast hér á landi, sex litla og ósjálfbjarga hnoðra. Svan- irnir gæta unganna sinna vel, og þeir geta verið grimmir, ef þeim finnst ejnhver gerast of nœrgöngull við þá, og þá er vissulega betra að forða sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.