Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 12
12 FALKINN llllllllllllll JENNIFER AMES: iBiillilllilllligillllllieilllllllllllBBllllllliailSIIIIIilllllllllllIIIIIlII BHÚÐUHLEITIIV lll!lllll!llllllllllisillllllllilllll!llllillilll!iillllilillil!lliilli!lillil FRAMHALDSSAGA llllllliilllli! — Þú mátt ekki taka þetta sem afskiptasemi, Kata, sagði hann, alveg eins og hann hefði les- ið hugsanir hennr. En ég vil alltaf vita að hverju ég geng. Þú verður að reyna að fyrirgefa mér það! Nú brosti hann svo notalega að henni rann reiðin samstundis. Helga kom inn rétt á eftir og settist óboðin við borðið hjá þeim. Hún virtist vera viss um að hún væri velkomin. Kata hafði ekki séð hana síðan þær fóru úr vélinni, og hún furðaði sig á að Bern skyldi ekki hafa minnzt neitt á að hún væri horfin. Það hafði auðsjánlega tekið lengri tíma hjá Helgu en hinum að láta athuga skilríkin sín. Hún virtist óró, og hreyfingar hennar lýstu óþoli og hræðslu. — Þetta voru meiri spurningarnar! Og nær- göngular! sagði hún gröm og gretti sig. — Það virðist vtía jafn erfitt að komast inn í þetta land og í Bandaníkin. Mér fannst þeir halda, að ég væri mjósnari — eingöngu vegna þess að ég er ekki fædd í Englandi og hef átt heima er- lendis nokkur ár! Hún hló: — Finnst ykkur ekki hún hlægileg, öll þessi hræðsla við erlend ríki? Bern kinkaði hægt kolli. Kötu fannst hann beina orðum sínum til Helgu einnar. — Jú, mér hefur stundum fundizt þetta hlægi- legt, en svo rekst maður allt í einu á sannanir fyrir því, að erindrekar, sem vinna að byltingum eru athafnasamir, meir að segja á hærri stöð- um. Óg svo eru allir þeir, sem vinna í leyni- þjónustu ríkisstjórnanna. Það er ekki oft, sem spurnir fara af slíkum mönnum. Og þó fer ekki hjá þvá að þeir hverfi stundum — ýmist sjálf- viljugir eða af annarra völdum. Kata sat hljóð. Hún hafði sagt Bern frá því, að bróðir hennar hafði horfið á dularfullan hátt, en hún hafði ekki minnzt á að hann hafði starf- að í leyniþjónustunni. „Það er ekki oft, sem spurnir fara af slíkum mönnum . . . Og þó fer ekki hjá því að þeir hverfi stundum — ýmist sjálfviljugir eða af annarra völdum.“ — Hafði Bern getið rétt til? — En ég skil ekki hvernig nokkuirgetur lát- ið ginnast til þess, sagði Helga. — Það er svo dá- samlegt að lifa í frjálsu landi! Svo bætti hún við: — Ég iðrast eftir því sem ég var að segja um vegabréfaeftirlitið. Það gerir auðvitað ein- göngu skyldu sína. En þegar maður er þreyttur hættir manni við að verða ergilegur útaf öllum þessum spurningum. — Það er ekki nema eðlilegt, sagði Bern, — ég skil það vel. Ég hefði átt að íúða, — kannske hefði ég getað hjálpað þér. Hún leit á hann og brosti: — Já, ég var að velta fyrir mér hvað hefði orðið af þér. Þú hefðir eflaust getað hjálpað mér. Kata tók eftir að þau voru farin að þúast. Þau voru auðsjáanlega orðin mestu mátar. En hún gat ekki hugsað um annað en Adrian núna, og nennti ekki að hugsa meira um þetta. Mundi hún umgangst Adrian í Balgoola, eða hafði hann hugsað sér að forðast hana, eins og hann hafði gert síðustu mánuðina í Englandi? Hvað sem öðru leið varð hún að geta náð til hans þar. Hún þóttist viita að hann vissi meira um örlög bróður hennar en hann vildi vera láta. Hún gat ekki fyllilega trúað sögunni, sem sir Al- exander hafði sagt henni. Sir Alexander vissi ekki hvað Frank hafði sagt við hana áður en hann fór síðast frá Englandi. Helga vissi auð- sjáanlega eitthvað um Frank, en það mundi ekki reynst hægðarleikur að veiða nokkuð upp úr henni. Helga var kvenleg og aðlaðandi, og stóru bláu augun gerðu hana sakleysislega. En hún var á- reiðanlega allt annað en heimsk. Kata fór á ný að hugsa um hve undarlegt það væri að ferð- ast alla þessa löngu leið til þess að gerast vinnu- stúlka í annarri heimsálfu. Helga hafði vafalaust menntun til að fá aðra og betri stöðu. Þau voru að enda við að borða þegar Adrian kom inn í dyrnar. Kata tók eftir að hárið á hon- um var enn ljósara en það hafði verið í London. Það virtist nærri því hvítt núna, og hann var mjög útitekinn. Hann var orðinn ellilegri, fannst henni. Eins og hann hefði haft miklar áhyggj- ur síðustu mánuðina. — Afsakið þið að ég trufla, sagði hann, — en ég held að það sé réttast að við förum að kom- ast af stað. Við eigum langa leið fyrir höndum. — Við erum tilbúin, sagði Bern. — Við skul- um ekki tefja fyrir yður. Hafið þér kynnst ung- frú Prava. Þér heitið Sullivan, er ekki svo? Adrian kinkaði kolli. — Komið þér sælar, ung- frú Prava. Hún horfði á hann. — Sælir, herra Sullivan. Þau töluðu ekki meira saman. Hvers vegna datt Kötu í hug að þau mundu hafa sést áður? En hún hristi strax höfuðið og vísaði þeirri fjar- stæðu á bug. Ég ímynda mér líklega of margt hugsaði hún með sér. Ferðin varð löng og óþægileg. Hún reyndi að hvílast, en heilinn neitaði að róast, hún var enn í uppnámi eftir samfundinn við Adrian. Hún horfði á hálsinn á honum undir ljósa hárinu, þar sem hann sat við stýrið, og hún var ekki jafn örugg um sjálfa sig og hún hafði ver- ið hingað til á leiðinni. Hún hafði haldið að hún hefði vald á tilfinningum siínum og að hún væri frjáls, en nú var hún ekki viss um það lengur. Hún varð allt í einu hrædd við það vald, sem Adrian hafði enn yfir henni. Það gat stofnað Gœtuð þér - leikið eitthvað sem mýkir buffið? áformi hennar í hættu — og jafnvel fengið hana ofan af því sem hún taldi skyldu sína. Hún leit til Berns eins og hún vildi reyna að fá nýjan þrótt frá honum. Hún tók eftir að Helga var vakandi líka. Hún sat hreyfingarlaus, en tók eftir öllu sem fram fór, eins og hún var vön. Nú fór að birta. Og von bráðar breyttist morgunskíman í litríkan morgunroða. Þau fóru nokkra hringi yfir bæinn áður en þau lentu. Þar voru stórar byggingar á víð og dreif á allstóru svæði. Þau sáu götur og íbúðar- hús og skemmtigarð. Þeim fannst þetta undra- ve.rk eftir alla auðnina, sem þau höfðu séð áður. Kata hresstist stórum. Bærinn var allt öðruvísi en hún hafði búizt við. Þetta var líkara aldin- garði en þorpi í ástralska hálmgresinu. Flugvöllurinn var miklu stærri og skipulegri en hún hafði búizt við. Síðar varð hún þess vísari að öll stærri flugfélögin höfðu umboðsmenn í Balgoola. Flugvélin tók niðri, renndi fram brautina og staðnæmdist fyrir framan flugstöðina. Adrian leit við. — Við ei;um komin, sagði hann stutt. — Ég vona að það hafi ekki verið svo þröngt um ykk- ur, að ykkur hafi liðið illa. Þau teygðu úr dofnum fótunum. Kata þráði ekkert meira en komast í bað og hafa fataskipti. Bern ætlaði að búa í einum klúbbnum, en ætl- aði að sjá henni fyrir herbergi í gistihúsi. — Ef ég væri í þínum sporum mundi ég nota daginn til að sofa út, sagði hann föðui'lega. Hún brosti: — Það ætla ég líka að gera. Mér finnst ég gæti sofið heila ævi núna. — Við verðum varla farin að vinna að gagni fyrr en eftir nokkra daga. Það væri gaman að líta svolítið kringum sig hérna áður en maður byrjar. Ég verð að hitta samverkamenn mína og fá að vita á hverju ég á að byrja. Þau komu út úr vélinni og Kata sá dálítinn hóp við flugstöðina, sem kom á móti þeim. — Þarna er Dennisonsfjölskyldan. Þau hjón- in voru góðir vinir Franks. — Ég hef heyrt minnst á þau. Það voru þau sem höfðu ráðið Helgu í vist, og þess vegna veitti Kata þeim enn meiri athygli. Þau gengu spölkorn á undan hinu fólkinu. Þetta voru myndarleg hjón. Hann hár og herði- breiður, aðsópsmikill og fyrirmannlegur, ein- hversstaðar á fertugsaldi. Hann bar með sér að hann hefði gefið sig meir að íþróttum en and- legri sýslan um ævina. Frúin var nærri því eins há og hann. Hún var grönn og fölleit. Mikið roð- uð um varirnar, augun vo.ru stór og mógræn á litinn. Hvarmarnir voru ataðir í svertu, þó að þetta væri snemma morguns. Hún var í rjóma- gulri dragt og með græna slæðu um hárið, sem var Ijósjarpt. Hún var vafalaust ein af þessum veraldarvönu konum, sem Frank hafði dáð svo mikið. Kata hafði alltaf ert hann með þvi. — Halló, Adrian! kallaði frú Dennison á löngu færi. — Ég sé að þú hefur skilað hópnum þínum ósködduðum. — Allt eins og fyrir var mælt, Freda, svaraði hann brosandi. — Vertu ekki að tala um fyrirmæli! Þú veizt vel að gamli yfirboðarinn þinn mundikikna í hnjáliðunum ef hann gæfi þér fyrirmæli, sem þér væru ekki að skapi. — Vertu ekki að gera lítið úr yfirboðaranum, Freda! Til hvers heldurðu að ég hafi gifzt þér nema til þess að hafa þig til að styrkja mig í embættinu . . . Rödd Rodney Dennisons var djúp og gjallandi og svo rak hann upp tröllahlátur til að undirstrika það sem hann hafði sagt. Kata átti eftir að vantreysta þeim hlátri síðar. En einmitt vegna hlátursins líkaði fólki vel við hann — Kötu líka fyrst á stað — og fannst þetta vera mesta gæðablóð, sem alltaf væri reiðu- búinn til að hlæja — líka að sjálfum sér. Frú Dennison hafði gengið fram og rétt Helgu báðar hendurnar. — Þér eruð áreiðanlega Helga Prava. Ég þekki yður af myndinni, sem þér send- uð mér. Ég vona að yður falli vel að verða hjá okkur . . . Brosið var hlýlegt Þér eruð vafalaust þreytt, auminginn, þetta er skelfing löng ferð. Það var líkast og Helgu væri ekki um allt þetta atlæti. En hún brosti og sagði: — Það var fallega gert af yður að koma og taka á móti mér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.