Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 9
FALKINN a er hjá ykkur hérna? spurði hann titrandi af vonzku. — Þið sendið mynd af töfrandi, ungri stúlku, og þegar maður nær sambandi við heimilisfangið, sem þið gefið manni, hittir maður konu, sem er þrjátíu árum eldri. Þetta eru svik ogprettir! Skrifstofustjórinn lyfti hendinni og setti á sig alvörusvip. — Þér verðið að gera svo vel að skýra mér frá hvað hefur gerzt. Ég á bágt með að skilja, að við eig- um nokkra sök á að yður hafi kann- ske skjátlazt. Buster sagði alla sína sögu, hvern- ig hann hefði séð sjónvarpsbrúði nr. 217 eitt kvöldið, og orðið hrif- inn af henni, og svo frá þeim hræði- legu vonbrigðum, sem hann hefði orðið fyrir í Chicago. —- Ég skal láta blöðin taka þetta að sér, sagði hann ógnandi. En skrásetningardeildin stað- hæfði, að Buster ætti sökina, því að sjónvarpsbrúður nr. 217 væri engin önnur en frú Alladine Smith, 54 ára gömul — og frá Chicago. —- Þér hljótið að hafa heyrt núm- erið skakkt. Þér viðurkennið sjálf- ur, að það hafi verið miklar trufl- anir í sjónvarpinu einmitt þetta kvöld. — Má ég sjá allar myndirnar af kvenfólkinu, sem sýnt var þetta kvöld, sagði Buster. — Ég er hræddur um að það sé ómögulegt. Það er ekki einu sinni víst, að myndin, sem þér sáuð, hafi verið send frá okkar stöð. Þér hafið kannske komizt á aðra bylgjulengd, þegar truflanirnar urðu, og ef til vill hafið þér séð mynd, sem alls ekki tilheyrði hjúskaparmiðluninni. Nú kiknaði Buster í herðunum, þarna sem hann sat. — Hvað á ég að gera? Deildar- stjórinn yppti öxlum — hann vissi ekki heldur hvað Buster ætti að gera. — Það er ekkert hægt að gera við þessu, sagði hann loks. En við höfum ný tilboð á hverju kvöldi — kannske finnið þér þá útvöldu í þeim .. . Buster fór heim. Honum fannst herbergið í skýjakljúfnum marg- falt tómlegra en það hefði nokkurn tíma verið. Hann gat ekki gleymt töfrandi ungmeyjarandlitinu, sem hann hafði séð í sjónvarpinu. , Heila viku sat hann fyrir fram- an sjónvarpsglerið á hverju kvöldi og sá hundruð ungra stúlkna ganga framhjá, en engin þeirra var sú, sem hann var að leita að. — Hvað á ég að gera, William? spurði hann vin sinn í örvæntingu. — Þú verður að hjálpa mér, því að það ert þú, sem hefur gefið mér þessa fáránlegu hugmynd — að reyna að finna mér konu í sjón- varpinu. Þú mátt ekki bregðast mér núna... Það var á svip Williams að sjá, að hann hugsaði mikið . . . •— Nú veit ég það! sagði hann loksins. — Þú skalt senda út „til- kynningu til allra“ í sambandi við hjúskapardeildina, og biðja ungu stúlkuna, sem þú gefur lýsingu af, að ná sambandi við mig . . . Buster sneri öllum hnöppum og tökkum á tækinu sínu, og tilkynn- ing hans ,,til allra“ flaug út í himin- geiminn, Eftir fáeinar mínútur hafði hann fengið 97 svör á stuttbylgj- unni. Allar stúlkurnar sögðust hver um sig vona, að „ég sé sú rétta“. Eitt svarið kom frá Ástralíu, annað úr Grindavík o. s. frv. En ekkert dugði, Þegar Buster hafði eytt offjár í símtöl og sím- skeyti út af öllum 97 myndunum, sem honum höfðu verið sendar, var árangurinn ekki annar en sá, að hann gat vottað, að engin myndin væri sú rétta. Hann hafði misst sambandið við dökkhærðu ungu stúlkuna með dreymandi munninn fyrir fullt og allt. Hann fór að leggja af og gerð- ist þunglyndur. — Við verðum að gera eitthvað til þess að lífga hann við, sagði William við Ellinor sína eitt kvöld- ið, er þau voru á leiðinni til Busters ásamt öðrum ungum hjónum. — Það er ljómandi góð dans- músík á bylgjulengd 999. Við skul- um létta okkur svolítið upp. Buster andmælti því ekki. Willi- am stillti tækið og músíkin glumdi í stofunni. Þau fóru að dansa. Þetta var endurvarp frá hinu fræga gisti- húsi Copacabana, sem átti að standa yfir alla leið þangað til klukkan tvö um nóttina. Daginn eftir fékk Buster bréf. „Ég verð að biðja yður um að stilla útvarpið yðar ofurlítið lægra. Þér höfðuð dansmúsík til klukkan tvö. Ég vona, að þér sýnið mér meiri nærgætni, því að ég vinn á Man- hattan og verð að fara á fætur klukkan sjö á hverjum einasta morgni. — Virgina Burton —- ná- granni yðar.“ Buster skammaðist sín. Daginn eftir keypti hann rósir og drap á dyr -hjá nágrannanum, til þess að biðjast afsökunar. Hann hafði aldrei séð frú eða ungfrú Burton. En þeg- ar dyrnar opnuðust missti Buster rósirnar á gólfið. Því að þarna stóð hún . .. sjónvarpsbrúðurin hans, undramyndin, sem hann hafði verið að leita að í meira en eina viku. Virginia Burton — sjónvarpsbrúð- urin hans, Nágranni hans! Þau beygðu sig samtímis til þess að taka upp rósirnar. Augu þeirra mættust — og þau roðnuðu bæði. — Hvaða skrásetningarnúmer hafið þér, ungfrú Virginia? stamaði Buster. Hún horfði á hann og botn- aði ekki í neinu. — Skrásetningarnúmer? Nú fór Buster að skýra fyrir henni hvernig hann hefði verið að leita hennar um alla heima og geima, sem sjónvarpsbrúður nr. 217. Þau sátu inni í stofunni hennar og augu hennar urðu því skærari því meira sem Buster sagði. — Ég hef lengi vitað hver þér voruð, sagði Virginia. — Ég hef oft séð yður á svölunum yðar, en þér hafið aldrei tekið eftir mér. — Nei, ég hef alltaf glápt á sjón- varpið, sagði Buster dimmróma. Svo rétti hann úr sér. — Hafið þér verið að auglýsa eft- ir manni í sjónvarpinu? Hún hló. —• Nei, aldrei hefur mér nú dott- ið það í hug. En þetta kvöld, sem þér eruð að tala um, sendi ég heilla- óskaskeyti ásamt mynd af mér til ömmu minnar í Alaska. Þér hljót- ið að hafa lent á skakkri bylgju- lengd. — Það held ég áreiðanlega ekki, sagði Buster einbeittur. — Bylgju- lengdin var vitanlega sú rétta. Allt í einu þreif hann til hennar og kyssti hana. Hún kveinkaði sín ekki neitt við það. Hún fann, að hún gat elskað þennan mann, sem hafði ver- ið að leita að henni um víða veröld. — Viltu verða konan mín, Virg- inia? Við lifum á öld hraðans og þurfum væntanlega ekki að bíða vikur og mánuði með að segja, hvað okkur býr í brjósti, eins og for- eldrar okkar gerðu. — Þú hefur nú varið vikum til að leita að mér, sagði hún brqsandi Hin fræga þokka- og kvikmynda- dís Brigiíte Bardot hefur mikinn áhuga á nýjum og- fínum bílum, eins og títt er um ungt fólk. Hér er stjarnan að sýna nýja, hvíta sportbílinn sinn, og er heldur en ekki stolt af. |[|||||ISEEII!llllimilllll!l!IIIIBIIIIIIIIIII og sneri munninum að honum. í sömu svifum heyrðist í þulnum: — Þetta er hjúskaparmiðlun sjón- varpsins, á bylgjulengd 669 metr . .. Hvern fjárann varðar mig um það? sagði Buster og skrúfaði fyrir útvarpið. — Ég er svo gamaldags, að mér finnst þessi hjúskaparmiðl- un vera hreinn og beinn óþverri. Og svo faðmaði hann hana að sér og kyssti hana sundur og saman, eins og Adam kyssti Evu — ef ekki betur. ★ A hverju ári getum við glatt okkur við dásemdir náttúrunnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.