Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 • i r öllniit áttni allt endaði í lukkunar velstandi, eins og í æfintýrunum. En þau urðu að berjast harðri baráttu til að ná saman, það er að segja hann. Fyrst í stað fékkst keis- arinn ekki til að tala um þetta mál við son sinn, það var svo fráleitt. Foreldrarnir, hirðin og öll þjóðin mátti ekki heyra nefnt, að keisara- efnið giftist malaradótturinni. Það fór í hart milli feðganna og keis- arinn leitaði ásjár hjá ríkisstjórn- inni og bað hana um að hjálpa sér. Akihito krónprins hafði nefnilega hótað að afsala sér ríkiserfðum ef hann fengi ekki að eiga stúlkuna, sem hann elskaði. Eitt blaðið efndi til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna, og úrslitin urðu þau, að 80% af lesendunum voru á móti þessum ráðahag. Það blés ekki byrlega fyrir hjónaleysunum. En svo gerðist at- vik, sem gerbreytti skoðun míka- dósins. PRINSESSA FREMUR SJÁLFSMORÐ. Eisei prinsessa var dóttir kín- versks prins og japanskrar prins- essu. Pu-Yi frændi hennar var síð- asti keisarinn í Kína, og hún var ein af þeim, sem líklegastar þóttu til þess að verða drottningarefni í Japan. Var búizt við því, að trúlof- un hennar og Akihito krónprins yrði opinberuð þá og þegar, en um þær mundir kynntist hann Mic- hido. Eisei var send í háskóla til þess að gleyma vonbrigðum sínum. Þar kynntist hún ungum stúdent, sem var sonur járnbrautamanns, og þau trúlofuðust á laun. Þegar fjöl- skylda Eisei komst að þessu komst allt í uppnám, og henni var harð- bannað að hitta þennan stúdent oftar. Og foreldrar stúdentsins voru stórhneyksluð yfir því, að sonur þeirra skyldi hafa gerzt svo djarfur að líta prinsessuna ástaraugum, og bönnuðu honum að sjá hana framar. En aðstandendurnir höfðu ekki gert sér ljóst, hve heitt þau elsk- uðust þessi ungu hjónaleysi. Einn góðan veðurdag voru þau horfin, og það tókst ekki að finna þau, þrátt fyrir aðstoð lögreglunnar. Það var auglýst eftir þeim í útvarpi, og foreldrar prinsessunnar létu það berast, að þau mundu leyfa þeim að giftast. En þá voru þau dáin. Þau fund- ust á eyjunni Iza, ekki langt frá Tókíó. Höfuð stúlkunnar hvíldi á brjósti piltsins. Þau höfðu klippt af sér hárlokk og stúf af nögl, og vafið inn í silkipappír og lagt við höfuðið á sér, en um þetta eru fyr- irmæli í fornum lögum um harakírí. Eisei hafði skrifað á blaðið: ,,Nú gilda ný lög, en við deyjum sam- kvæmt þeim gömlu.“ Þessi atburður hafði djúp áhrif á Japana — líka keisarafjölskyld- una — og það var vafalaust þess- ari ástarsögu að þakka, að keisar- inn sá að sér og leyfði syni sínum að giftast malaradótturinni. Nú er keisarinn orðinn hrifinn af tengdadóttur sinni og á brúðkaups- degi hennar var hún dubbuð upp í prinsessu. Drottningin gaf henni dýra demanta-festi, og öll hirðin hafði allt í einu steingleymt, að hún hefði nokkui’n tíma amazt við þess- um ráðahag. Það er talið vafalaust, að þessi gifting verði til þess að þoka hin- um keisaralegu „guðum“ nær þjóð- inni. Og Michiko er þegar farin að breyta ýmsum hinna æfagömlu siða við hirðina. Samkvæmt gamalli venju eru allir japanskir prinsar aldir upp utan heimilisins, af sér- stökum kennurum og fóstrum og teknir frá móður sinni, þegar þeir eru þriggja ára. En Michiko hefur sagt, að það komi ekki til mála að þannig verði farið með hennar börn. Byggð hefur verið höll fyrir krónprinshjónin og eru 43 herbergi í henni og hún kostaði tæpa milljón dollara. Þar hefur verið gerð sér- stök „barnadeild“ alveg eins og hjá Grace Monaco-prinsessu. Áhrifin af þessu hjónabandi verða stórkostleg. Að ríkiserfingi giftist borgaralegri stúlku er ekki aðeins brot á ævagamalli venju. Það boð- ar líka nýja öld í Japan og mun valda því, að Japanar munu fara að líta augum samtíðarinnar á margt fleira. Og háttur krónprins- ins hefur skapað fordæmi. Suga prinsessa hefur nefnilega farið að dæmi bróður síns og gifzt algengum borgaralegum manni, sem heitir Hitsanaga Shimazu. Og sama prinsessa hefur líka fengið kenni- nafnið „Jazz-stúlka Japans nr. 1“, því að hún hefur gaman af jazz og á afarstórt grammófónplötusafn. ★ CLARK GABLE hefur verið spurður um hvernig honum lítist á sjálfan sig í kvikmyndum. — Ég hef andstyggð á þeirri manngerð, sem ég leik, segir hann, — og það er ekkert sameiginlegt með sjálf- um mér og henni. Oft langar mig til að hlaupa út úr kvikmyndahús- inu, til þess að losna við að horfa á þennan fábjána! — En •— ég mundi sármóðgast, ef eihhver ann- ar í salnum væri sömu skoðunar og ég! HAGUR BÍLÞJÓFUR. í fangelsinu í Vánersborg í Sví- þjóð situr margfaldur bílaþjófur, sem hefur gert það sér til dundurs í svartholinu, að smíða bílalás, sem kvað vera alveg öruggur og kostar þó ekki nema 30—35 krónur, þegar farið verður 'að smíða hann í stór- um stíl. Hefur hann nú sótt um einkaleyfi á þessum nýja lás. — Ég hef langa reynslu sem bílaþjófur og veit þess vegna hvað ég tala um, segir hugvitsmaðurinn. Hann hafði verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ýmsar misgerðir, en aðallega þó bílastuldi. ★ LAURENCE OLIVIER er nú að byrja að leika í kvikmynd, sem heit- ir „Stóra vöruhúsið“, og á móti hon- um leikur Doris Day. Myndin segir frá lærðum prófessor, sem alveg óvænt erfir heljarmikla kjörbúð, og veit ekkert hvað hann á að gera við hana. En það veit Doris Day, og hún veit líka hvernig á að hand- fjatla þennan lærða mann. ★ VERA LUCIA FILIPE, argentínsk og ellefu ára, hefur komið lækna- stéttinni í Argentínu í slæman bobba. í febrúar í fyrra fór hún allt í einu að svitna rauðum svita, og síðan hefur sviti hennar verið með öllum regnbogans litum — grænn og rauður, gulur og blár. Hún héf- ur verið send úr einu sjúkrahúsinu í annað, en engir læknar hafa að svo stöddu getað fundið ráðninguna á þessari dularfullu gátu. ★ í Bandaríkjunum er verið að ráð- gera byggingu geimflaugar, sem knúin verður kjarnorku. Kjarn- orkuofninn verður í sérstöku fylgihólfi og verður orkan, sem breytist í rafmagn, leidd til flaug- arinnar með sérstökum raf- magnsþræði, sem er um hálfur annar kílómeter á lengd. Þetta hefur þann kost með sér, að kjarnorkustöðin þarf ekki að vera nær því eins rækilega ein- angruð vegna hættulegrar geisl- unar. Hér sést hvernig amerísk- ur teiknari hugsar sér farartækið. VAR ÞAÐ FYNDNI? — Myndin er tekin í veizlu í Buenos Aires, sem haldin var til heiðurs Eisenhower forseta, er hann var þar á ferðinni í vetur. Líklega hefur Frondizi Argentínufor- seti verið að segja góða fyndni, sem túlkinum (í miðju) hefur tekizt að þýða a svo smellna - ensku, að Eisenhower skellihlœr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.