Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 4
4 FALKINN Þegar goð verða ab mönnum Japnnsheisuri — Mihatlninn — Sawtnr sálarinnar rar yuð þantjað tit w áfjúst 1945. Swiian Iwefwwr Iwwwnww vttrið wiwttður — twtj lantlinu t*r tintju rerr stjárwwað tnt tíðurl að þessu leyti. Ein róttækasta af- leiðingin af ósigri Japana sumarið 1945 var sú, að geislabaugnum var svipt af hinni mörg þúsund ára gömlu keisaraætt. Keisaraguðinn var allt í einu orðinn venjulegur maður í sjakket, með pípuhatt og í röndóttum buxum, og nú fór keis- arafjölskyldan að láta sjá sig á mannamótum. Þess varð ekki langt að bíða að Akihito krónprins, Masa- hito prins og Takako prinsessa fóru að sjást ríðandi í görðunum í Tókíó. Og stundum sáust Hirohito keisari og Nagako drottning leiðast á göt- unum. En Japanar líta enn á keisarann sem son himinsins, og margir ætl- uðu að springa af gremju, er þeir fréttu að Akihito krónprins hefði í hyggju að giftast stúlku af borgara- ætt. Því að sú regla hafði fengið á sig 2600 ára hefð, að drottningar- efni þjóðarinnar skyldi vera af einni af ellefu tilteknum ættum í landinu. Og þegar krónprinsinn varð full- veðja fyrir átta árum, var skipuð nefnd til þess að semja skrá um hæfileg drottningarefni af þessum ættum. Enn fremur fékk ráðið 25.000 pund, sem það skyldi verja til þess að sjá stúlkuna, sem talin væri hæfust fyrir alls konar mennt- un undir drottningarstarfið. En þetta ráð fékk aldrei tækifæri til að gera neinar tillögur .. . KRÓNPRIN SINN VELUR SJÁLFUR. Þann 13. janúar í fyrra var opin- beruð trúlofun japanska krónprins- ins Akihito og hinnar fögru malara- dóttur Michiko, við hátíðlega at- höfn í Tókíó. En að baki þessarar opinberunar er rómantisk og spenn- andi ástarsaga tveggja ungmenna úr afar ólíkum stéttum. Þau kynntust á tennisvelli. Krón- prinsinn hafði lengi haft gaman af tennis, og lék oft á braut í Karu- siwa, sem er hressingarstaður 150 kílómetrar fyrir norðan Tókíó. — Michiko átti heima skammt undan, á fallegu sveitasetri, sem faðir hennar átti, og hún hafði líka gam- an af tennis. Og nú vildi svo til, að þau léku hvort á móti öðru — og Michiko hafði betur. Krónprinsinn varð hrifin af hve leikin hún var. Og enn hrifnari varð hann af því, hve góða ensku hún talaði. Hann var sjálfur upp með sér af að geta talað ensku svo að segja án út- lenzkuhreims, því að Japönum er erfitt um enskan framburð. — En Michiko gaf honum lítið eftir. Faðir Michiko er að vísu ekki nema malari, en hann er ríkur og Þessi mynd var tekin að ajstaðinni giftingu Akihito krónprins og Michido. Frá vinstri: keisarinn} krónprinsinn, Michido og Nagako drottning. duglegur malari. Hann á fjórar stór- ar kornmyllur og er meðeigandi í mörgum öðrum mölunarfyrirtækj- um. Börnin hans fjögur erfa tals- vert margar milljónir hvert. En malaranum var farið að líða hálf- illa út af því að dóttir hans giftist ekki. Hún var orðin tuttugu og fjögra ára. Og í Japan er talið, að stúlkur á þeim aldri séu farnar að pipra. En Michiko var ósveigjanleg, þegar verið var að biðja hennar og sagðist ekki giftast fyrr en hún hitti mann, sem henni litist á. Og svo var það prinsinn, sem kom — alveg eins og í æfintýrun- um. Þau urðu ástfangin bæði, og Michido í japönsku skarti. Hirohito Japansk&isari leyfði að hann vœri sýndur í sjónvarpi á afmœlisdaginn sinn, þegar hann var 54 ára. Hann kom fram á hallarsvalirnar einu sinni á hverjum klukkutima frá 9 til 16, svo að sem flestir fengi að sjá hann. AÐ er ekki langt síðan japanska þjóðin tignaði keisarafjölskyld- una eigi miður en guði sína. Þjóðin laut keisaranum og guðunum í lotn- ingu, þrátt fyrir að hún hafði fyrir alllöngu tileinkað sér vestræna menningu. Á götunum var hávaði frá rafmagnssporvögnum og bílum. Á öðru hverju götuhorni stóð lög- regluþjónn með hvíta hanzka, og kvikmyndahús voru á hverju strái ekki síður en í amerískum borgum. í framhaldsskólum, menntaskólum og háskólum fengu nemendurnir til- sögn hjá kennurum, sem höfðu lært vestræn vísindi og tækni í háskól- um vesturlanda. En eigi að síður lifði japanska þjóðin langt aftur í forneskju, að því er snerti viðhorfið til keisara- ættarinnar, sem hafði ráðið ríkjum nær 4000 ár. Enginn glæpur var geigvænlegri en sá, að nálgast hans guðdómlegu hátign míkadóinn öðru- vísi en skríðandi og gónandi beint niður á jörðina, eða helzt með hendurnar fyrir augunum. Aðeins einu sinni á ári, við sérstaklega há- tíðlegt tækifæri, lét keisarinn svo lítið að „stíga niður úr skýjunum" til þess að lofa þjóðinni að horfa á sig í nokkrar mínútur. Ekki þannig, að keisarinn kæmi út á svalir og ávarpaði lýðinn, eða sýndi sig á torginu, heldur var þetta í sam- bandi við mjög margþætta trúar- hátíð. Og það voru ekki aðrir en fulltrúar háaðalsins, er gátu rakið ætt sína svo eða svo marga ættliði aftur í tímann, sem voru boðnir í keisarahöllina. En tímarnir hafa breyzt í Japan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.