Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 10
10 FALKINN >f Skrítlur >f Er það kannska einhver annar? * — Ég skal láta yður vita, að ég er húsbóndi á mínu heimili! — Skelfing er leiðinlegt að heyra þetta. Ég vissi ekki að konan var farin frá yður. * Lalli er á torginu að selja fisk. En verzlunin gengur illa og Lalli er í slæmu skapi. Loks kemur ein gild frú til hans og fer að skoða í trogin. — Hve gamall er þessi fiskur? segir hún. Lalli ranghvolfir augunum og hugsar sig um áður en hann segir: —- Svei mér ef ég veit það. Hann hafði ekki skírnarvottorðið sitt með sér. Hún Gunsa er í búðinni ag verzl- ar. Og Breiðfjörð kaupmaður af- greiðir. Hann er alltaf svo merki- legur með sig. — Og svo ætla ég að fá eitt pund af kaffi, segir Gunsa. — Það heitir kíló núna, segir kaupmaðurinn. — Jæja, segir Gunsa. — Þá ætla ég að fá eitt pund af kíló. Afsakið, að ég mætti ekki í skól- anum í gær. Ég gat hvergi lagt bílnum mínum. * Jónas af Óðinsgötunni er á leið niður í bæ í fljúgandi hálku, og efst í Bankastrætinu dettur hann og brunar áfram og rekst á konu, sem dettur ofan á hann og siglir á hon- um alla leið niður að Lækjargötu. Þar gat Jónas stöðvað sig, og nú segir hann við konuna: •— Þú verð- ur sjálfsagt að fá þér annan strætis- vagn þarna á torginu, því að ég ætla bara hérna suður í Lækjar- götuna. -x Það fór orð af því, að héraðs- læknirninn blandaði nokkuð miklu vatni í meðulin, sem hann seldi. Einu sinni er hann var í læknisferð lá leið hans yfir vatn undir ís og fór ofan í vök. Þegar hann sagði Þormóði gamla á Skinnastöðum frá þessu skömmu síðar, fór hann að skellihlæja. — Finnst þér þetta nokkuð hlægi- legt, Þormóður? — Já, mér finnst hlægilegt, ef læknirinn hefði drukknað í sínu eigin meðalaglasi! -x Úr Kambsvíkurpóstinum: „Ástæð- an til vatnsflóðsins í skólanum var sú, að þvottakonan hafði farið úr eldhúsinu með kranann opinn. ALLRA-SÍÐASTI MOHIKAN - INN. — Þegar niaður gengur í heldri barnaskóla ræður maður ekki hvernig maður greiðir sér. — Þetta fékk Kevin Mahony að reyna þegar hann kom í skólann, klipptur á Indíána vísu. Skólastjórinn skammaði foreldrana og úrslitin urðu þau, að Kevin varð að fara úr skólanum. VITIÐ að ef þér fljúgið með þotu frá Tokio til San Fransisco komið þér þangað áður en þér Ieggið af stað? Við skulum segja, að þér leggið upp á fimmtudegi kl. 12 á hádegi, — þá komið þér til San Fransisco kl. 8.50 að morgni. Ástæðan er sú, að þér hafið farið yfir „dato-lín- una“ í Kyrrahafinu, þar sem allt í einu skiftir um vikudag. (Ef far- ið er í öfuga átt, seinkar ferðinni um sólarhring). — En í raun og veru hafið þér verið 12 tíma og 50 mínútur á leiðinni, og þó stansað um stund á Hawaii. að fjárfesting amerísks einkaf jármagns erlendis hef- ur meir en tvöfaldast síðan 1950? Þess konar peningayfirfærslur eru m. a. gerðar til þess að tryggja sölu hálfunnins liðnaðar. Til dæmis um það má benda á hinar mörgu bílasmiðjur, sem Bandaríkin hafa komið sér upp í Evrópu. — Á síð- asta ári var talið, að amerísk einka- fyrirtæki hefðu fest 25 milljarð doll- ara í fyrirtækjum erlendis. En árið 1950 var upphæðin ekki nema 12 milljarð dollarar. að fá lönd hafa komið á sams konar launakjörum fyrir konur og karla? Þó tekið sé fram í stjórnarskrám margra landa, að karl og kona skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu, hefur þetta víðast hvar reynzt dauð- ur bókstafur. Þó er Mexico undan- tekning hvað þetta snertir, því að þar er jafnréttisreglan í gildi. Jap- anar eru líka komnir vel á veg. í lögreglunni í Tókíó er t. d. enginn munur á launum lögreglustarfsliðs- ins, hvort heldur er karl eða kona. að kappsiglingar á mótor- bátum fara vaxandi í Banda- ríkjunum? Ein ástæðan til þessa er sú, að bílafjöldinn er orðinn svo mikill á þjóðvegunum, að það er ekkert gam- an að aka þar sér til skemmtunar. Þess vegna hafa menn snúið sér að vélbátunum til þess að njóta lífsins í friði — og hraðans líka. Því að enn er nóg rúm, bæði á fljótum og hinum stóru vötnum. En búast má við, að með tímanum þrengist þar líka, því að mörg hundruð þúsund vélbátar bætast við á hverju ári.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.