Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 11
FALKINN 11 ☆ ☆☆ litla sagan ☆☆☆ Krókur á móti bragði ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ AÐ hlakkaði í Hatter yfir heppn- inni. Þarna rákust þeir á hey- hlöðu, svo að þeir þurftu ekki að liggja úti í nótt. Þeir gátu bælt sig í heyinu og hlegið að lögreglunni. Og í fyrramálið gátu þeir keypt sér ódýran bíl og borgað hann út í hönd. Og svo, þegar kvöldaði. . . Sólin var komin upp, þegar þeir vöknuðu og veðrið ágætt, þó haust- kulsins væri farið að gæta í loftinu. Þeir löbbuðu vígamannlega inn í bæinn, fengu sér góðan morgunverð, keyptu notaðan bíl ærlega og reiðu- lega. Svo óku þeir burt — vitanlega í Lincolnstræti, því sökudólgurinn leitar ávallt vettvangs síns. Þeir skildu bílinn eftir skammt frá nr. 14 og löbbuðu fram götuna. Þá tók Wilson allt í einu í handlegginn á Hatter: — Sérðu þetta? Það leggur bláan reyk úr reykháfnum! Hatter horfði á reykinn. — Ertu viss um, að þetta sé í nr. 14? taut- aði hann. En þarna rauk úr hverj- um einasta strompi. — Mikill fjári. '. . muldraði Hatt- er. — Og hugsaðu þér, ef þeir hafa mokað kolabingnum einmitt þar sem . .. — Bölvað klúður, hreytti Hatter úr sér. Svo gengu þeir framhjá hús- inu, sem verðmæta taskan var geymd í. Allt í einu nam Hatter staðar. — Mér kemur ráð í hug. Það er djarft ráð, en það eina, sem dug- ar úr því að svona er komið. Hlust- aðu nú vel á mig, Wilson, ég má ekki tala hátt. Wilson sperrti eyrun og féllst á ráðið. Þessi Hatter, sá var nú karl í krapinu! Hvílíkt úrræði. Vitanlega mundi þessi Briar þarna í nr. 14 gleypa það hrátt! En réttast að flýta sér — áður en meira yrði mokað undir miðstöðvarketilinn. Svo fóru þeir í næsta símaturn. Hatter blaðaði í skránni. — Sjáum nú til. . . Briar, J. Samuel, Lincoln Street 14 — 77615. Hann valdi núm- erið. Jú, herra Briar var heima, Svar- aði sjálfur í símann. Hatter hélt á- fram: — Herra Briar, þetta er lög- reglan. Miller úr sakamálalögregl- unni. — Sakamálalögreglan? Briar virtist hissa og hálfkvíðandi, fannst Hatter. Kannske var samvizkan ekki alveg hrein? — Já, en þetta er ekkert alvar- legt, sagði hinn svokallaði Miller. — En við þyrftum að tala við yður um svolítið mál, ég og hann Harp félagi minn. Það er ekki hægt að tala um það í síma. Við erum ekki einkennisbúnir, svo heimsóknin vek- ur ekki neina athygli. — Gerið svo vel. Komið eftir hálftíma, svaraði Briar. — Þú manst, að þú ert lögreglu- fulltrúi, Wilson, sagði Hatter. — Settu hattinn aftur á hnakka, stingdu vindli í kjaftvikið og vertu dólgsleguf. — Bara að taskan sé ekki farin? Loks var hálftíminn liðinn. Þeir skildu við bilinn skammt frá hús- inu og gengu að dyrunum, sem þeir höfðu opnað með þjófalykli kvöld- ið áður. Húsráðandinn í’eyndist vera roskinn maður, hæruskotinn. Hatter — Miller hóf máls: — Lögreglan hefur verið að elt- ast við tvo bófa, sem grunaðir eru um gimsteinaþjófnað. Loks náði hún í þá fyrir klukkutíma og þeir hafa meðgengið. Þeir hafa brotizt inn hjá yður í nótt og geymt þýfið hérna. Og hvar — haldið þér? í kolakj allaranum! Svo fóru þeir allir þrír niður í kjallarann og Miller fór að gramsa í bingnum og fann töskuna. Briar varð skrítinn á svipinn, en sagði aðeins: Þetta kalla ég hundaheppni! — Og nú verðum við að koma á lögreglustöðina, sagði Hatter. Briar lauk upp næstu dyrum. — Alveg rétt! Nú verðið þið að koma á lögreglustöðina. Út úr dyrunum komu fjórir þrek- legir lögregluþjónar. — Herrar mínir! sagði Briar og glotti neyðarlega. — Þið hefðuð ekki átt að koma svona dýrmætri tösku í geymslu — í kjallara lög- reglustjórans! hissa ___! MÁLÆÐI. Talsíminn í San Francisco hefur orðið að höfða mál gegn frú einni þar í borginni til þess að fá greidd- an símareikning upp á rúma 1700 dollara. Upphæðin er fyrir 462 samtöl, sem tólf ára gömul dóttir frúarinnar' hefur átt við pilt, sem henni lízt vel á. Hún hafði hringt til hans 17—18 sinnum á dag í tvo mánuði, sú litla. ★ TVEIR EIGINMENN — EIN KONA. Tveir dátar á ameríska elti- skipinu ,,Benner“ sátu eitt kvöldið um borð og voru að tala um kven- fólk, eins og dátar gera oft í rúm- sjó. Kom það upp úr dúrnum, að eiginkonur þeirra beggja hétu sama nafni, nfl. Peggy Lucille. Þeim fannst þetta skrítin tilviljun, og tóku nú upp veskin sín til að sýna hvor öðrum mynd af sinni Peggy. Þeim brá heldur en ekki í brún, er þeir sáu, að báðar myndirnar voru af sömu kvensunni. Annar dátinn, Marvin Fritchell, sem er þrítugur, og hafði gifzt síðar, fékk ógildingu á hjónabandinum þegar í stað, en sá yngri Carlyle Stanley, 23 ára, hefur nú fengið skilnað. Þannig missti aumingja Peggy báða menn- ina, og í þokkabót eiga dómstólarnir eitthvað vantalað við hana fyrir tví- gifti. ★ Dalaliljan er vor- og heillablóm Parísarborgar, og er selt á götum þar 1. maí. Hér sjáum við mynd af einni Parísardömunni með vendi af þessum ilmsœtu blómum í fanginu. icaöíJGíiíiíSöíSíiöíiíiíiíiíiíiGaíKKiísciíííiíiíiíiíiSiíitittaíSíKiííöSiíííiCSöíiíiCiGíiiiciíiCitiíiCiíiöíiísísíiCSíiöíiöíSöGíSööíSöCiöíSööSiöt Nautaat Það er hœttuleg íþrótt að vera nautabani. Hann er í lífshœtiu undir eins og hann er kominn á sviðið. Stundum hefði verið hœgt að bjarga lífi hans, ef lækn- ir hefði verið við höndina. Mano- lete var tœplega þrítugur, þegar hann dó af blóðmissi á leiðinni í sjúkrahúsið. Það var 1947, og síðan er lœknir með öll tœki allt- af viðstaddur nauta-öt. Kunnar spánskur skurðlæknir, Luiz Guinea hefur gert slys nautabana að sérgrein. Nauta- banarnir tilbiðja hann og kalla hann „pabba“. Dr. Guinea kann frá mörgu að smgja um slysin, sem verða í nautavígunum. Flest slysin verða í maí. Þá byrja nautavígin og griðungarnir eru aldrei eins ólmir og þá. Þeir dasast þegar frá líður. Á Spáni eru kringum 4000 nautaöt á ári. Það eru ekki lík- amsburðir nautabanans, sem ráða mestu um úrslitin, segir dr. Guinea, heldur sálarástand hans. Hann verður að vera afar athug- ull, viðbragðsfljótur og aldrei komast úr jafnvœgi. Áhyggjur, mótlœti, ástarraunir og óvild á- horfendanna getur valdið því, að honum mistakist þegar mest ligg- ur á. Einnar sekúndu athugaleysi getur kostað hann lífið. Dáðustu nautabanar geta allt í einu komizt í ónáð hjá áhorf- endunum, án þess þeir viti hvers vegna. Ef til vill er það af því, að þegar þeir hafa eintóma sigra að baki sér, hœttir fólkið að vera spennt og telur sjálfsagt, að mað- urinn drepi bolann fyrirhafnar- lítið. Til þess að ná vinsœldum sínum aftur, gripur nautabaninn til þess úrræðis, að leggja sig í hœttu að óþörfu, gefa nautinu höggstað á sér til þess að œsa múginn. Á þann hátt hafa margir frœgustu nautabanar Spánar beð- ið bana. Skáldið Blasco Ibanez, sem skrifað hefur hina frœgu sögu „Blóð og sandur“, segir, að á nautaötum sé aðeins eitt villi- dýr: áhorfandinn. Áhorfandinn á sök á ekki fœrri banaslysum en nautin. Þó að nautabaninn komist hjá að verða fyrir hornum nautsins ingi sínum til skrauts molnar inn í sárið. í gamla daga dóu nautabanarnir oftast af því, að þeim blœddi út. Nú er uppskurð- arbifreið með öllum tækjum 'jafnan við Imksviðið og þar er líka blóð til að dœla í sœrðan mann. En oft má ekki miklu muna, að það takist nógu fljótt. Dr. Guinea hefur sjúkrastofu í Madríd, og hún er eingöngu fyrir nautabana. „Sanatorie de Toreros“ heitir hún. Þangað get- ur hver nautabani komizt gegn því að borga lágt mánaðargjald og kaup það, sem hann fœr fyr- ir eitt nautaat. Byrjendur fá kringum 25.000 peseta fyrir hvern leik, en frœgir nautaban- ar, svo sem Dominguin og Ordo- nez, fá hálfa milljón peseta. Al- gengustu slysin eru þau, að naut hefur stungið horninu gegnum lœrið á andstœðingi sínum, eða rifið hann á hol. Nautabaninn fastar alltaf daginn áður en hann er leikur við dauðann í viðureigninni, er hann jafnan blár og marinn, þegar leiknum lýkur. Því að nautin eru harð- skeytt. Ef þau slá halanum í nautabanann kemur blá rönd eft- ir. Ef hornin ganga inn í holdið og gera svöðusár, kemur oftast drep í sárið, og stafar það með- fram af því að málmhreistur það, sem nautabaninn hefur á bún- UR VIÐRI VERDLD á að eiga við naut, svo að hœgt sé að gera á honum holskurð tafarlaust, er með þarf. Lœknirinn fer aldrei burt fyrr en atinu er að fullu lokið. Það hefur komið fyrir, að nautið geti orðið hœttulegt jafnvel þótt það sé steindautt. í Cordova bar það við, að varið var að bera nauta- bana á gullstól burt af sviðinu. En hann komst úr jafnvœgi og datt ofan á dauða nautið, sem lá á sviðinu. Og hornið á naut- inu rakst gegnum magann á banamanni þess. iÖÖÖCSÖÖÖCSÖCSOÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖCSÖÖÖÖÖÖ ALVEG

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.