Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 -K-K**-K-K-X*rK X -K -K Z/ízl? avi >f>f>f>f>f>f>fif FALLEGAR BLÚSSUR. Þœr eru margar sem kunna betur vlð sig í blússu og pilsi en kjól, og aldrei þykjumst við eiga of margar blussur. Þessi tvö sýnishorn eru bœði frönsk. Annað úr smáköflóttu silki, með sniðfellingu á ská að framan. Hitt er afar einfalt, en það er beltið sem setur snið á flíkina. Helming- urinn er úr sama efni og blússan, en hinn helmingurinn úr sama efni og er í pilsinu. „MILLIBILS-KJÓLL“. Um það leyti árs sem hlýindi og kaldi skiptast á er gott að hafa svona kjól, úr góðu jersey-efni. Og kjólinn á að vera sem allra. stíl- lausastur, með kraga og föstu mitti eins og sýnt er á myndinni. Fyrir- myndin er frá PEMPELONE. -K-K'K~K-X'K~K'K-K-K'K'K'X'K-K-K-K~K'K'K'K-K-K~K-K'K~K''K — Það var ekki nema sjálfsagt. Við höfum hlakkað svo mikið til að þér kæmuð, og við vonum að þér amist ekki við að við teljum yð- ur eina í fjölskyldunni. — Þetta er of mikil vinsemd, frú Dennison, sagði Helga, og Kata fann að það var einmitt það sem hún meinti. Frú Dennison, sem mun hafa verið rúmlega þrítug, sneri sér að Adrian. — Nú verður þú að kynna mig hinu fólkinu, Adrian. Ég hlakka til að kynnast því. Frú Dennison var alúðleg að upplagi og hafði ánæg/ju af fólki. Kata átti eftir að kynnast því síðar, að hún var aldrei ánægðari en þegar fullt var af gestum á heimili hennar, og þess vegna kunnu líka gestir vel við sig hjá henni. — Þetta er ungfrú O’Connor. — Kata O’Connor — systir Franks, sagði Adrian rólega. Nú liðu nokkrar sekúndur og enginn sagði neitt. Dennisonhjónin virtust hrædd, öll alúðin og gáskinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og þau gátu ekki dulið hve forviða þau urðu. En voru þau aðeins forviða? Kata leit á þau á víxl. Hún var ekki viss um það. Freda Dennison rétti fram höndina til Kötu. — Kæra ungfrú O’Connor — Kata má ég kannske segja? Það er ósegjanlega gaman að fá að kynnast þér. Okkur þótti svo vænt um Frank og það hrygð okkur svo ósegjanlega hvernig fór. En við höfðum ekki hugmynd um að þú ætlaðir að koma hingað. Hún leit á Adrian og sagði álasandi: — Hvers vegna hefur þú ekki minnzt einu orði á þetta, Adrian? Hann yppti öxlum. — Af þeirri einföldu á- stæðu að ég hafði ekki hugmynd um það sjálfur, Freda. Ekki fyrr en ég sá farþegalistann í Dar- win. — Vissir þú ekki að systir Franks var vænt- anleg? Ég hélt að þið væruð svo miklir mátar. — Það erum við líka, en það er ekki alltaf sem góðir vinir skrifast reglulega á. — Þú hefur líklega orðið hissa? — Já, ég varð það. Mjög hissa. — Og glaðu.r um leið, vitanlega, sagði hún í spurningartón. Hann svaraði því engu, en sagði í staðinn: — Þetta er dr. Bernard Williams frá Cam- bridge, Freda. Ég er viss um að þú hefur heyrt hans getið. — Doktor Bernard Williams! Já, hvort ég hef heyrt hann nefndan. Við höfum öll heyrt talað um yður. Hún sneri sér að Bern og brosti eins blítt og hún gat. — Það er nokkuð síðan við fréttum að þér væruð væntanlegur hingað. Bærinn er ekki stærri en svo að það þykir alltaf tíðindum sæta þegar nýr maður er væntanlegur ... Hún hló: — Starfsbræður yðar kringsitja yður vitanlega, en þér megið ekki láta þá gleypa yður með húð og hári! Þeir eru ekki sérlega miklir samkvæm- ismenn, en ég býst við að þeim finnist að við flug- fólkið sé í minna lagi gáfað. Ég ætla nú samt að vona að við fáum að sjá yður sem oftast dr. Williams. — Þakka yður fyrir — mér væri það ánægja, svaraði hann hæversklega. Svo sneri Freda sér að Kötu. — Þú kemur vonandi líka, Kata? Nei, hvað er ég að segja? Þú átt vitanlega að búa hjá okkur. Það kæmi ekki til mála að láta systur Franks vera annars staðar en á okkar heimili, eða hvað finnst þér, Rod? — Nei, alls ekki, Freda, sagði Rodney og glumdi í röddinni og hló á eftir. — Ungfrú O’Connor er komin hingað sem ritari minn, og ég hef lagt drög fyrir herbergi handa henni á Midtown Hotel, sagði Bern dálítið þyrk- ingslega. Fredu Dennison tókst ekki fremur en áður að leyna því að hún varð forviða. — Er Kata ritari yðar? hrópaði hún. — Það var merkilegt. Ég hélt að hún væri komin hing- að útaf Frank! Hún horfði á þau á víxl, eins og hún ætti von á skýringu. Kata varð fegin þegar Bern svaraði afdráttar- laust og í fullri hreinskilni: — Það er löng saga að segja frá því, frú Dennison — þetta er ein af þessum undarlegu tilviljunum, sem verða svo oft, en sem fólk vill ekki játa að sé annað en tilviljun. Við skulum segja yður frá því öllu síð- ar — er það ekki, Kata? Hann brosti til hennar eins og þau ættu merki- legt leyndarmál saman, og eins og hann vildí láta alla sjá, að þau Kata og hann væru óaðskiljan- leg. — Ég skil.. . Freda brosti. — Þetta er afar spennandi! En ég hef mjög mikinn áhuga á þess konar tilviljunum, sem gerast svo oft, en fólk vill svo sjaldan viðurkenna. Ég hef upplifað svo margar þeirra sjálf, að ég trúi hverju sem vera skal. En — góða, bezta Kata, þú verður að vera hjá okkur? Að minnsta kosti nokkra daga, þang- að til þú hefur náð þér í skemmtilega íbúð ein- hvers staðar. — Midtown Hotel er alls ekki slæmur staður, og það er góður matur þar. Ég efast ekki um að það fer vel um Kötu þar, sagði Adrian, sem þóttist kunnugur hnútunum. — Þetta gastu látið ósagt, Adrian, sagði Freda og hló, en Kötu grunaði að henni hefði gramist þetta. — Þegar ég segi, að Kata eigi að vera hjá okkur, að minnsta kosti í nokkra daga, þá á hún að gera það. Mér sýnist hún líka vera skelfing þreytt, vesalingurinn. Ég skal fara vel með hana og sjá um að hún fái að sofa út og fái ofurlítinn lit í kinnarnar. Hvað segið þér um það, dr. Williams? Viljið þér fallast á að Kata verði hjá okkur fyrst um sinn? Hún hallaði undir flatt og leit bænaraugum til hans. — Ég er viss um að henni getur hvergi liðið betur en hjá yður, frú Dennison, sagði Bern. 1— En vitanlega er það Kata sjálf, sem ræður þess. — Þá erum við sammála um þetta, Kata? — Þökk fyrir, þetta er einstaklega fallega boð- ið. Ég hlakka til að vera hjá yður nokkra daga. Hún vissi eiginlega ekki hvað hafði komið henni til að segja þetta. Kannske höfðu orð Adri- ans haft einhver áhrif á hana —hann hafði eng- an rétt til þess að segja henni hvað hún ætti að gera. En þarna var líka annað mikilsverðara með í leiknum — Dennisonshjónin höfðu verið góðir vinir Franks. Hver veit nema hún gæti komist að einhverju viðvíkjandi honum, ef hún yrði hjá þeim. Og svo mundi hún líka vera nærri Helgu þar. Hún mundi kynnast henni betur. Helgu, sem átti mynd af Frank í töskunni sinni! Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.