Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 6
6 FALKINN Tvœr skólasystur eru að skoða þessa sjaldgœfu bók: Gutenberg-biblíu, ■ í Huntington-safninu. Hjónin t. h. eru að skoða hina he^msfrœgu mynd „Blái drengurinn“, sem Gainsborough málaði kringum 1770. Huntington-safnið í Los Angeles Bókasafn, listasafn og jurta- garður, sem hvergi í heimin- um á sinn líka, er skammt fyrir utan Los Angeles. Ekk- ert safn er í jafn fögru um- hverfi, og hvað sumar greinir bókmennta snertir er það fuil- komnasta safn í heimi. SKÖMMU eftir aldamótin var rigningarskúr til þess að mað- ur nokkur, sem var á gangi á götu í New York, flýði í húsaskjól. Og það vildi svo til, að þetta húsaskjól, sem hann lenti í, var listverzlun. Áður en hann fór út aftur hafði hann keypt málverk eftir Raeburn. Þetta varð upphafið að því, að Henry Edwards Huntington fór að safna, segir sagan. Enginn veit, hvort sagan er sönn, en það skiptir heldur engu máli. Hitt ér aðalatriðið, að á fyrstu tíu árum aldarinnar var hann farinn að safna bókum og listaverkum, og þegar hann varð sextugur, árið 1910, afréð hann að helga sig ein- göngu söfnuninni upp frá því. Hann hafði verið kaupsýslumaður og grætt mikið fé, og auk þess erfði hann stórfé eftir frænda sinn. Og nú einbeitti hann sér að því að eyða þessu fé sínu, af sömu atorku og hann hafði aflað þess. Hann sótti bókauppboð af miklu kappi, og einmitt um þessar mundir voru sjaldgæf og merkileg bókasöfn boð- in til sölu. En hann vildi aldrei bjóða í einstakar bækur úr neinu safni, heldur keypti hann allt safn- ið í heild, til þess að „uppskera uppskeru fyrirrennara síns“, eins og hann orðaði það. Eftir sex ár hafði hann eignazt ágætt bókasafn, hundruð eru þar með annaii fótinn í lengri tíma og nota söfnin til vís- indarannsókna. Og þangað sækja líka grasafræðingar, því að um- hverfis safnið er jurtagarður, sem á ekki sinn líka á allri vesturströnd Bandaríkjanna. Þar geta grasafræð- ingar rannsakað gróðurlíf frá ýms- um löndum og þangað koma gestir frá Japan, Indlandi, Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Sviss, Portúgal, Brazilíu og Argentínu. Safnhúsin eru háreistar og stíl- hreinar byggingar og umhverfið hrífandi fagurt og útsýni til mjall- hvítra fjallatinda. í bókasafninu eru 200.000 sjaldgæfar bækur, 150.000 fræðibækur og hálfönnur milljón handrita, en þau snerta öll sögu og bókmenntir enskumælandi þjóða. Fyrst óg fremst lagði Huntington áherzlu á að safna amerískum bók- um, en þar næst að eignast gamlar bækur. Það er talið, að 26.000 bæk- ur hafi verið gefnar út á ensku fyr- ir árið 1641, og af þeim eru % til í Huntington-safninu. Af bókum, prentuðum fyrir árið 1500 á Hunt- ington-safnið fleiri en nokkurt ann- að safn í Bandaríkjunum. Þar er niðurkomið eitt af þeim tólf eintök- um, sem vitað er um að til séu af Gutenberg-biblíunni, prentað á skrifpappír, og fyrsta bókin, sem prentuð var á ensku — 1475 — þýðing Caxtons: „Recuyell of the Historyes if Troye“. Meðal hand- ritanna er sjálfsæfisaga Benjamíns Franklins, dagbækur ýmsar, bréf og gjörningar, einkum viðvíkjandi elztu sögu Kaliforníu. Huntington var annt um að safn- ið kæmi að sem mestum notum bæði fyrir bókfræðinga og önnur vísindi, og lagði því fram fé til þess að reka vísindastofnun í sam- bandi við safnið. Þar starfa að staðaldri fimmtíu ungir vísinda- menn og stúdentar og tólf fá náms- styrk. Og árlega eru gefin út fræði- rit um ýmsar þær greinar, sem og nú fór hann að fylla í eyðurn- ar á öllum söfnunum, sem hann hafði keypt, og vann að því til æfi- loka. Listaverkasöfnun hans gekk ekki með sama hraða og bókasöfn- unin. Árið 1919 — átta árum áður en hann dó — opnaði hann söfn sín almenningi og stofnaði sjóð til þess að annast rekstur þeirra og auka þau. Bókasafnið og listasafnið eru í San Marino, 11 km. fyrir norðan Los Angeles, og sþildan, sem húsin standa á, er kringum 80 hektarar. Nú er þessi staður orðinn fjölsóttur af skemmtiferðafólki: nær 200.000 manns koma þangað á ári, en mörg „Diana“, bronsmynd frá 18, öld eftir franska myndhöggvarann Houdon.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.