Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 7
FALKINN 7 Inngöngudyr Huntingtons-bókasajnsins í San Marino, Los Angeles. safnið er auðugt að heimildum um. Ýmsar sjaldgæfar bækur og hand- rit eru ljósmynduð á filmur og dreift til bókasafna um allan heim. Listasafnið er í annarri bygg- ingu, sem áður var íbúðarhús Huntingtons, en álma var byggð við húsið til viðbótar. í málverka- safninu eru aðallega enskar og franskar myndir frá 18. öld; sér- staklega er mikið úrval af enskri myndlist frá 1770—1800 saman komið þarna. Þar eru ágætar mynd- ir eftir Gainsboraugh, Josuah Reyn- olds, Romney og Raeburn, og enn fremur eftir Turner og Constable. í sérstökum sal er ítölsk og flæmsk list frá 16. og 17. öld. Var það einkum frú Huntington, sem safn- aði þeirri list. Af höggmyndalist má sérstaklega nefna myndir eftir Houdon. Og list- iðnaði safnaði Huntington líka: húsgögnum eftir Chippendale og Riesener, postulíni og leir frá Sev- res og Chelsea og sömuleiðis alls konar listvefhaði, einkum frá Frakklandi. Úti í garðinum blasir gamall ít- alskur gosbrunnur við, fyrir end- anum á trjágöngum, og steinmynd- ir frá 17. öld í kring; eru þær komn- ar úr garði einum í Padua. Og víðs- vegar um garðinn eru alls konar höggmyndir til prýði, en þó munu þær tæplega vekja jafn mikla at- hygli og garðurinn sjálfur. Þar eru runnar, tré og blóm, sem margir kannast við, en líka ókunnir gestir, sem komnir eru langar leið- ir að, svo sem 500 ára gamlir sagó- pálmar frá Japan, dvergeplatré frá Síberíu, smjörviður frá Afríku og sjaldgæfur gróður frá Kína, Braz- ilíu, Nýja-Sjálandi og Mexíco. Á tveimur hektörum lands eru ræktuð yfir þúsund afbrigði af kamelíum og í rósagarðinum eru 900 rósaplöntur og af 45 tegundum. Á öðrum tveim hektörum eru alls konar blóm og tré frá Asíulöndum. Þá er sérstök deild fyrir öræfa- gróður alls konar, einkanlega kakt- usa. Nær þessi gróður yfir 4 hekt- ara svæði. Þetta byrjaði í smáum stíl, en hefur nú aukizt svo, að þarna eru 25.000 plöntur og er þetta yfirgripsmesta safn öræfagróðurs, sem til er í heiminum. Þetta svæði sker sig úr í garðinum — það er grátt og grænt yfir að líta, og vant- ar litskrúðið, sem svo mikið ber á annars staðar. f garðinum er ofurlítið, hvítt graf- hýsi og þar liggja Huntingtonhjón- in. Huntington vildi engan minnis- varða yfir sig. Og aldrei fékkst hann til að leyfa neinum að skrifa æfi- sögu sína, meðan hann lifði. „Þetta safn,“ sagði hann, „segir söguna af mér. Það sýnir launin fyrir starfið, sem ég hef unnið, og hve gæfan var mér holl í því starfi.“ Anno 1634. Vetur góður norðan- lands í sumum stöðum. Grassumar Heyleysi, dó peningur. Féll fátækt fólk í hungri, var og líka úti. Tvö systkin áttu barn sín á milli suður á Álftanesi, maðurinn flúði, konan líflátin. Myrtur maður á Langanesi norður austan fram: sá seki flúði. Drap og myrti sá vondi skálk- ur, er Gísli hét, sinn föður Tómas Þorkelsson, vestur í Dölum, eptir það þeir höfðu stolið í Húnavatns- þingi, og Gísli var þá hýddur og’ markaður: sá skálkur náðist og var réttaður. Stuldir miklir fyrir norð- an land. Hengdur Jón Ormsson und- ir Svarthamri í Langadal, fyrir stuld, dæmdur í Bólstaðarhlíð. Þessi Jón tók það bragð, þá menn komu til hans að leita þess, sem stolið var, og vildu taka hann, því þeir höfðu þá fundið fólann, að hann greip hníf og skar skinnið á háls- inum, inn á barkann, og kastaði sér svo niður upp í loft, og lét korra svo niður í hálsinum, en blóð rann um hann allan úr áverkan- um: hann var og eigi lítill: þá of- bauð öllum og gengu frá, nema einn; hann sá þetta bragð, og herti hina upp, og var þá Jón tekinn og deydd- ur, sem fyr segir. Þessi Jón var og í Vestmannaeyjum, þá Tyrkjar ræntu þar. Hann fann það upp á, að hann lagði sig niður hjá dauð- um mönnum, og þvoði sig og velti í þeirra blóði, og lézt dauður: stungu ræningjar við honum með spjótum, en merktu ekki annað en dauður væri. Og þegar Jón hafði svo lengi legið, reis hann við og meinti óvin- ina allfjarlæga, en þegar uppstóð, sáu þeir Jón: tók hann þá á rás, en þeir eptir: svo komst hann of- an í björg og slapp. En illa enti um síðir, sem áður er skrifað, en þó dó hann skaplega vel, það á var að sjá, meðtók sacramentum, og gekk liðugur til aftökustaðarins og í snöruna, bífalandi sig guði. — Brann bærinn Ljáskógar í Höfða- hverfi, og mikið fé í dauðum hlut- um þar inni. Brann og önnur hjá- leigujörð fram í Hnjóskadal, og þar brann inni forráðakonan, einninn það, sem til var af kviku fé og dauðu. Brunnu hey í Glaumbæ í Skagafirði: litlu varð hjálpað: þar köfnuðu og brunnu 13 kýr, svo lít- ið varð af þeim mönnum ætt. Brunnu hey á Skarðsá í Sæmundar- hlíð: nokkru varð bjargað: þar köfn- uðu 5 kýr og ein kvíga: þessir eld- ar komu upp úr sjálfum heyjunum. Sló þruma lopthúsin í Bræðratungu, er herra Gísli lögmaður lét smíða: er mælt, sá skaði hafi verið til 50 hundraða. Kom út með hirðstjóra Pros Mundt til Birchisvold: hans veit- ingarbréf á alþingi upplesið: hann skyldi halda íslendingum við ís- lenzk lög. Annað kongsbréf um Baugsstaðamál, Árna lögmanni til- talað, hann við einn contract verið hefði, og niðurslegið kongsins sak- eyri, hvar um höfuðsmaðurinn til- nefndi 24 menn. Þriðja kongsbréf um Botnsmál: þar Árna lögmanni til dreift, að hann hefði ekki gert Jóni Hannessyni lög um þá jörð. En að skrifa um upptök þessara mála vill verða heldur langort. Einn- inn kom kongsbréf um hvíta fálka, að kongurinn vildi þá eignast: sömu- leiðis það bréf, er birti þá supplica- tiu, er hlýddi um kúgildafjölda með jörðunum hér á landi, og þar fyrir forminnkaðist kongsins réttugheit, og það væri helzt í Árnessýslu á dómkirkjunnar jörðum. Óvild milli Árna lögmanns og Vigfúsar Gísla- sonar, því Árna þótti Vigfús sig rægt hafa fyrir kongi á þessum fyrirfarandi vetri. — Kom bréf Benedikts Pálssonar hingað, sem hann hafði til Hamborgar sent, að hann bað um að leysa sig' með 1000 dölum, og 400 dalir sendist honum til tæripenings að auki. Framsendir peningar til útlausnar Benedikt Pálssyni eptirkomandi ár. Vatnsflóðið furðanlega mikla í landi Holsten, hvað burttók bæði bæi, kirkjur, menn og peninga- ógrynni, hvað hér eigi insest. Itom skeði hér það, að Höfðaskip sigldi út úr höfninni hér, og kom á veð- ur, og dreif vestur á Strandir í Tré- kyllisvík að Árnesi, brutu þar skip- ið: náðist góss mestallt, sumt skemmdist. Þar lá fyrir hvalfanga- skip af Danmörk, flutti fram kaup- manninn, Christian Jonasson, og aðra skipsmenn. Undirkaupmaður- inn Wolfgang lá eftir og maður ann- ar með houm hjá góssinu: allt lá við skemmdum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.