Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1960, Page 27

Fálkinn - 28.12.1960, Page 27
40 miiijónir manna hafa frá síðustu heimsstyrjöld misst heimili sín ★ 900 000 Arabar hafa yfirgefið ísrael. Þeir flýðu til arabísku rikjanna. ★ 3 milljónir íbúa í Norður-Kóreu hafa misst heimkynni sín. Þeir flýðu til Suður-Kóreu. ifc- 1 milljón Kínverja hafa misst heim- kynni sín. Þeir flýðu til Hongkong. 1 milljón íbúa Norður-Vietnam hafa misst heimkynni sín. Þeir flýðu til Suður-Vietnam. ■^r 200 000 Ungverjar hafa misst heim- kynni sín. Þeir flýðu allir til Vest- urlanda. 250 000 Alsírbúar hafa misst heim- kynni sín. Þeir flýðu til Túnis og Marokkó. Helmingur þeirra eru börn. ■jr 10 000 Tíbetbúar hafa misst heim- kynni sín. Þeir flýðu til Indlands. Meira en 2.3 milljónir Austur-Þjóð- verja hafa misst heimkynni sín. Þeir flýðu til Vestur-Þýzkalands. Enn í dag lifa 330 000 af þeim í lélegum flóttamannabúðum. 55 000 eru börn undir 15 ára aldri. Þetta eru naktar og óhugnanlegar töl- ur, en sannar engu að síður. Og þær eru ekki tæmandi: Enn eru ótaldar þúsund- ir af Tyrkjum, Búlgörum, íbúum Suður- Ameríku og Suður-Afríku, sem hafa flú- ið heimkynni sín. Flóttamenn búa við þau erfiðustu skil- yrði, sem hægt er að hugsa sér. Mynd- irnar á þessum síðum gefa okkur örlítið til kynna, hvernig ástatt er fyrir þús- undum flóttabarna. Skilyrðin eru vissu- lega harðneskjuleg: Þau eiga varla lepp- ana utan á sig og þjást tíðum af ýmiss konar sjúkdómum, þar sem matur er af skornum skammti. Ætli það mundi saka, þótt við hugsuð- um til þessara barna, næst þegar við setjumst við matborðið og snæðum ríku- lega máltíð? Myndirnar hér á síðunni tala sínu máli og þarfnast ekki mikilla skýringa. Að ofan sést ung flóttakona með barn sitt, en að neðan sjást fjögur ung- versk börn. Þau eru heimilislaus, nýkomin til framandi lands til dvalar í flóttamannabúðum. Hvaða framtíð bíður þeirra?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.