Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Page 4

Fálkinn - 18.01.1961, Page 4
ÞÉR ÞURFIÐ EKKI AÐ LEITA JAFNT TIL SJÁVAR OG SVEITA EINHOLTI 6 Símon Dalaskáld var um skeið kvæntur konu nokkurri, sem Margrét hét. Hún var sögð með afbrigðum skapstór, og af stökum, * sem enn lifa á vörum manna, má glöggt sjá, hve samlífið hefur stundum verið brösótt: * Lysis- fullum -lampa skaut, lítt með huga frýnum, — nærri sundur nefið skaut nú á bónda sínum. Og ekki hefur ástandið verið betra, þegar Símon orti þessa vísu: Margrét lengi mundsterk er, mjög að þrengir trega, er mig hengja ofan á sér ætlaði drengilega. Segir sagan, að í þetta Skipti hafi mót- býlisfólk þeirra orðið að rétta Símoni ves- lingnum hjálparhönd, enda þótt hann yrði ofan á við fallið. Níðvísan hefur löngum tíðkazt hér á landi; fá vopn eru öllu bitrari og endingarbetri en hún. Bóndi nokkur gaf vinnumanni sínum þennan vitnisburð við vistarslitin: Til allrar vinnu óhæfur, ódæll, svikull, níðingur, kjöftugur, lyginn, kvöldsvæfur, kvennabósi og svíðingur. * Hjón nokkur höfðu skírt son sinn Hannibal Cæsar Scipio Napóleon. Eitt sinn er dreng- urinn lá með hitaveiki og andarteppu, var þessi vísa kveðin: Ekki er von að unginn dafni undir slíku nafnasafni, býst ég við að barnið kafni bara undir einu nafni. Skáldið hafði fengið hrós um ævina, en undir lokin brá svo til, að álit og vinsældir almennings tóku eitthvað að réna. Þá brá hann sér til og samdi ævisögu sína og þar um var kveðið: SÍMI 18401 Fyrr en öll hans frægð var snjáð og farin úr réttum skorðum, sína hefur sögu skráð og samið fögrum orðum. *

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.