Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Qupperneq 24

Fálkinn - 18.01.1961, Qupperneq 24
Hvemig lézt Karl tdlfti 1 Mánaðardaginn, sem löngu síðar varð þjóðardagur íslendinga, 17. júní 1682 fæddist Karli konungi XI. sonur í Stock- holmshöll. Hann var vatni ausinn og nefndur Carl, eftir föður sínum og afa. Móðir hans var Ulrikka Eleonora, dótt- ir Friðriks III. Danakonungs og og prins- inn ungi var þannig danskur í aðra ætt- eins og margir prinsar og prinsessur fyrr og síðar á Norðurlöndum. Þess hafði verið vænzt, að mægðir konungsfjöl- skyldnanna yrðu til þess að koma á friði á Norðurlöndum, en Danir og Svíar höfðu lengi eldað grátt silfur og aðeins 24 árum áður en sænsk-danski prinsinn fæddist, höfðu Svíar tekið af Dönum Skán, Iialland, Blekinge og fleiri hér- uð, sem landfræðilega áttu betur heima undir sænskri stjórn en danskri. En því höfðu Danir ekki gleymt. Skothríðin frá virkjunum og skipun- um í Stokkhólmi, sem fagnaði fæðingu þessa hvítvoðungs, er síðar nefndist Karl XII., varð táknræn fyrir ævi hans, sem fyrst og fremst einkenndist af púð- urreyk. Það var Hedvig Elenora, amma unga prinsins, sem réð mestu um uppeldi hans, eins og margt annað innan hallar- múranna í Stokkhólmi. Hún var ættuð frá Holstein og hafði verið gift Karli X. Gústaf, erkióvini Dana. Hún hafði sjálf látið ræna húsgögnum og listaverkum úr dönsku höllunum Frederiksborg og Kronborg og hataði allt, sem danskt var. Má fara nærri um hvernig hugur hennar var í garð hinnar dönsku tengda- dóttur sinnar, enda varð ævi Ulrikku Eleonoru sannkölluð harmsaga. Karl XI. var að mörgu leyti dugnaðar- maður, en mesti harðstjóri. En móðir hans var enn meiri harðstjóri, og bitn- aði það einkum á hinni dönsku tengda- dóttur hennar, sem átti að verða „frið- ardrottningin“ á sínum tíma. Bernsku- ár Karls hins unga voru ömurleg. Hon- um var séð fyrir góðri menntun, en helzta skemmtun hans voru fífldjarfar sleðaferðir og bjarndýraveiðar, en ekki mátti nota skotvopn á birnina. Þegar faðir hans dó og hann varð konungur, tók amma hans völdin ásamt sérstöku ríkisráði, þangað til Karl XII. yrði full- veðja. En það var hann viðurkenndur ári síðar, þó ekki hefði hann lögaldur til. Hann var ekki orðinn 17 ára, er hann varð einvaldur konungur Svía, Finnlands og ýmissa baltiskra landa, er Svíar höfðu lagt undir sig austan Eystra- salts. Nú hugðu óvinir Svía sér gott til glóð- arinnar, að þjarma að Svíum og þess- um strákgepli, sem orðinn var konung- ur þeirra, og gerðu samtök með sér. Friðrik IV. Danakonungur var pottur- inn og pannan í þessu ráðabruggi. Hann vildi endurheimta löndin, sem Svíar höfðu tekið, og gerði bandalag við Ágúst (sterka) II. Pólverja- og Saxakonung, og Rússa-zarinn, sem báðir óttuðust sænska stálið. LANDGANGA í RUNGSTED. Karl XII. var á bjarndýraveiðum, er honum barst sú fregn, að óvinirnir þrír hefðu sagt Svíum stríð á hendur. Hann fór þegar til Stokkhólms, og segir sag- an, að unglingurinn hafi gerbreytzt í einni svipan. Hann fór þegar að týgja herinn. Frétti hann að Friðrik Dana- konungur hafði sent her til Holstein, sem var vinveitt Svíum, og svaraði þá með því að flytja sænskan her suð- ur á Skán og kom honum yfir Eyrar- sund til Rungsted í Danmörku, en það- an var haldið til Kaupmannahafnar, og var Karl í fararbroddi. Gerðist þetta svo skjótt, að það kom flatt upp á Dana- konung. En nú ógnaði sænskur her sjálfri Kaupmannahöfn og Danir urðu að semja frið og segja sig úr samband- inu við zarinn og Ágúst sterka. Og nú hélt Karl til Rússlands. Við Narva sigraði hann rússneskan her Pét- ur mikla, sem þó var miklu stærri en hans, og rak Rússa úr sænsku löndun- um austan Eystrasalts. Pétur zar varð að flýja. Næst hélt Karl til Póllands, vann þar allar orustur og Ágúst sterki varð að afsala sér konungdómi í Pól- landi, en Karl réð Pólverjum nýjan konung sem hlynntur var Svíum, og skyldu Pólverjar veita Karli liðsstyrk gegn Rússum. Viðureignin við Ágúst sterka hafði tekið 6 ár. Allir undruðust hinn ung'a Svíakonung, sem virtist ætla að ger- breyta ríkjaskipan Evrópu, og sigurveg- arinn frá Blenheim, síðar hertogi af Marlborough (forfaðir Churchills) gerði sér ferð til hans til að grennslast um hvort hann hefði í huga að ráðast á vestustu Evrópulöndin líka. En hugur Karls beindist í austurátt. Hann taldi Svíum stafa hagttu af Rússlandi, sem þá var í uppgangi, undir stjórn Péturs Framh. á bls. 29. Miklar þjóðsögur hafa myndast um Karl XII og mikiö um það deilt, hvort hans eigin menn hafi líflátið hann Eftir si'gra við Narva og yfir Dönum sneri Karl XII. sér að Ágúst sterka Pólverjakonungi og hrakti hann frá völdum. — Myndin er af orrustu við Ágúst sterka. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.