Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Síða 28

Fálkinn - 18.01.1961, Síða 28
FLEKINN FINNST - Frh. af bls. 13 lin og Thuresson, fóru nú smátt og smátt að jafna sig. Eftir sundið í ís- köldum sjónum og allt baslið við mar- andi bj örgunarbátinn, höfðu þeir verið alveg þrotnir á sál og líkama, er þeir komust á flekann. Ekkert vissu þeir hve lengi þeir höfðu legið meðvitund- arlausir á flekanum. En meðan þeir lágu þar, voru hinir þrír mennirnir horfnir í sjóinn, og það var líkast og þessir tveir gerðu sér ekki grein fyrir því. Þrautir eftir ofkælinguna kvöldu Mohlin og Thuresson mikið fyrst í stað, en smám saman fundu þeir, að blóðið fór að renna í æðum útlimanna á ný, og nú fengu þeir tilfinninguna aftur. Ullarvoðirnar, sem þeir fundu í flekan- um, voru að vísu votar, en þær 'hlýjuðu þeim samt vel. Þeir bjuggu um flet handa sér undir bláhvíta segldúknum, sem var strengd- ur yfir flekann og breiddu ofan á sig olíuborin hlífðarföt og poka. í vistakass- anum fundu þeir hrökkbrauð, súkku- laði og niðursoðna ketteninga, og þeir voru síétandi, til þess að halda á sér hita. Flekann rak með ölduganginum og stundum skvettist yfir hann. Stundum voru þeir að tala saman um það, sem gerzt hafði. Báðum fannst þetta allt kynlegt, bæði að ,,Hansa“ skyldi sökkva og þeir skyldu hafa kom- izt á flekann. En þeir fréttu ekki fyrr en löngu seinna, hve kynlegt þetta var, þegar fleiri upplýsingar náðust um at- burðinn. Thuresson starfaði eiginlega á öðru skipi félagsins, en hafði verið lánaður um borð í „Hansa“ um stundarsakir. Þegar hann kom þar um borð, hafði hann fyrst fengið klefa mjög framar- lega í skipinu, á stjórnborða. En nú vildi svo til, að farþegi hafði fengið þennan klefa, og Þess vegna hreiðraði Thuresson um sig í loftskeytaklefanum, sem var aftan við stjórnpallinn. Var þetta hentugt, því að hann átti líka að sjá um skeytaafgreiðsluna. Og þess vegna vildi hann ekki flytja sig í hinn klefann þegar hann losnaði. Ef Thures- son hefði legið í fyrri klefanum þegar slysið varð, var óhugsandi, að hann hefði komizt lífs af, því að þessi klefi var einmitt þar, sem tundurskeytið hitti „Hansa“. Það var líka einkennileg ástæða til þess, að Mohlin skyldi vera í skipinu í þessari ferð. Hann og félagar hans, Lindquist ofursti og Halldén endurskoð- andi, voru sendir til Gotlands til að kynna sér ýmislegt viðvíkjandi birgð- um herliðsins þar, og þeir höfðu spurt hershöfðingjann á Gotlandi hvort það hentaði að þeir kæmu 24. nóvember. Hann hafði svarað, að betra væri að þeir kæmu ekki fyrr en viku seinna, 28 FÁLKINN en það gátu hvorki Lindquist en Hall- dén, svo að þeir fóru frá Nynashamn 23. nóv. — Mohlin fannst þetta vera eins konar aðvörun, er hann minntist símskeytis höfuðsmannsins síðar. Og svo var það ljósið, þetta dular- fulla kastljós í myrkrinu, sem hafði sýnt þeim hvar flekinn var. Síðar fréttu þeir, að tveir svona flekar hefðu verið á „Hansa“, en matur var aðeins í öðr- um þeirra. „ÖRNINN“ í ÞOKU. Það var blindþoka á Bromma, þegar flugmaðurinn á „Erninum“ fór á loft. Farþegarnir gægðust út um gluggana og héldu að vélin kæmist bráðlega úr regnskýjunum upp í sólskinið. En Da- kota-douglasinn flaug í sífelldri þoku. Torsten Boltenstern flugstjóri hafði verið beðinn um aðstoð skömmu áður en hann lagði upp. Hann náði sér í kort yfir svæðið og leitaði upplýsinga um hvar „Hansa“ hefði verið síðast þegar fréttist frá skipinu, svo og um straumana. Veðurútlitið var slæmt. Ef lágt var „undir þak“ á Bromrna, var það enn lægra þegar kom út yfir Eystrasalt. Þetta var erfitt viðfangsefni, sem „Örn- inn“ hafði fengið. En Boltensternt flugstjóri var eng- inn silakeppur. —- Hann hafði flogið 30 sinnum yfir Norðursjó á stríðsárun- um, milli Svíþjóðar og Englands. „Örninn“ brunaði áfram í 30—50 metra hæð og rigningin buldi á rúðun- um í stjórnklefanum. Sigurd Rosen loft- skeytamaður tók staðarákvarðanir í sí- fellu. Stefnan varð að vera hárrétt. Þrem mínútum áður en kom að þeim stað, sem síðast var vitað um „Hansa“ á, fór Boltenstern að fljúga þvert yfir stefnuna, fram og til baka. Vélin stór- hallaðist í beygjunum og Boltenstern hafði áhyggjur af að farþegarnir kynni þessu illa. Hann hafði af ásettu ráði ekki minnzt á hvers vegna hann gerði þetta. Kannske átti einhver farþeginn ættingja eða vini í „Hansa“. Skyggnið fór síversnandi og ekki sást nema smáspilda af sjónum úr vélinni. En allt í einu sjá þeir stóra „köku“ úr reköldunum undir sér. Og þarna er fleki. Og á honum sér hann mann, — nei, tvo menn. Annar stendur upp og veifar flaggi, hinn liggur á bakinu. „Örninn“ fer eins lágt og hann kemst. Farþegarnir klemma nefið út að rúð- unum til að sjá betur, þeir eru að sál- ast úr forvitni. En áhöfn flugvélarinnar hefur sig alla við, því að mikilsvert er að gera sem fyrst staðarákvörðun flekans. Rosen loftskeytamaður símar og miðar. Hve- nær sem hann miðar, verður flugstjór- inn að fljúga þráðbeint í tvær sekúnd- ur, og snúa svo við til að missa ekki sjónar á flekanum. Sumum farþegun- um líkar þessi snúningadans illa, og þeir fá uppköst. Boltenstern hefur sveimað yfir flek- anum tíu mínútur og kemur nú auga á annað vogrek. Kannske eru einhverj- ir eftirlifandi þar. Hann getur ekki séð að svo sé. Svo flýgur hann yfir flekann aftur, en hvað er orðið af honum? Skýhnoðri er kominn á milli vélarinnar og sjávar. Og nú hefst nýr þáttur. Þeir verða að byrja að mæla á nýjan leik, til þess að finna punktinn, sem þeir miðuðu við fyrst. Frá Nyköping og Hágernás koma samtímis tilkynningar um, að leitarflugvélar hafi verið sendar þaðan, en orðið að snúa við vegna þoku. Farþegarnir vita ekki enn hvaða skip það er, sem hefur farizt, og loks sendir einn þeirra skriflega fyrirspurn til flug- stjórans. Vélstjórinn kemur fram og segir að það sé „Hansa“. Sá, sem spurði, var sonur forstjóra eimskipafélagsins, Ekmans konsúls. Miðinn, sem hann hafði skrifað fyrirspurnina á, var far- miði á I. farrými í síðustu ferð „Hansa“. En Ekman hafði orðið strandaglópur og varð að fá sér flugfar .... Loksins sjá þeir sjóinn aftur og flek- ann, -— en hann var mannlaus! Hefur mönnunum skolað út, eða er þetta ann- ar fleki? BIÐ í EFTIRVÆNTINGU. Félagarnir tveir á flekanum vissu ekki hvað tímanum leið, en fannst vera að halla degi. Allt í einu heyra þeir veikt hljóð. Arne Mohlin stendur upp og horfir. Var þetta flugvél eða bara vindurinn? Mohlin sá ekkert. En nú heyrir hann hljóðið aftur, sterkara en í fyrra sinnið. Og svo sér hann stóra flugvél koma fram úr þok- unni og hringsóla yfir þeim. Mohlin stendur upp og báðir veifa með merkja- flöggunum. Og þeir sjá hönd, sem veif- ar í glugga flugstjóraklefans. Þeir eru fundnir! Klukkan var 12.10 á hádegi. Þeir 'höfðu verið um sex tíma á flekanum. Flugvélin hvarf eftir nokkra stund og Mohlin og Thuresson skriðu undir segldúkinn til að krókna ekki. „Örninn“ hringsólaði þarna í meira en klukkutíma, þegar hann kom aftur, áður en hann gat fundið flekann. Hon- um brá við er hann sá, að hann var tómur. En þegar hann hugsaði sig bet- ur um, þóttist hann vita, að mennirnir hefðu skriðið undir segldúkinn. Nú sást til tveggja skipa í austur- átt. Það voru „Arholma“ og „Landsort“. Boltenstern gaf þeim upp rétta stefnu og skaut rauðum merkjaljósum og tók hvað eftir annað dýfur yfir flekanum til að sýna hvar hann væri. Og tundur- slæðararnir stefndu beint á markið. Nú færðist fjör í flekamennina. Thu- resson kveikti á neyðarblysum, sem hann fann í flekanum, en hitnaði allt í einu á höfðinu. Blysið hafði kveikt í umbúðunum, sem Mohlin hafði bund-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.