Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Page 29

Fálkinn - 18.01.1961, Page 29
ið um sárið á enninu á honum. Hann reif þær af sér í flýti. Nú gat „Örninn“ loks haldið áfram til Visby, en „Landsort" náði skipbrots- mönnunum um borð. Þeir fóru beina leið í heitt bað, fengu mikinn mat og kaffi og fóru svo í rúmið. En nú kom endurkastið. Thuresson, sem hafði sýnt sig sem hetju allan tímann sem hætt- an var mest, fór að gráta eins og barn. Tundurslæðararnir svömluðu þarna um góða stund, ef ske kynni að ein- hver væri lífs á slysstaðnum. En leitin varð árangurslaus — engir fleiri fund- ust. Fólkið í Visby, sem margt hafði átt vini og vandamenn meðal farþeganna á „Hansa“, vonaði í lengstu lög að þeir hefðu bjargazt, en varð að gefa upp alla von, þegar leitarskipin komu í höfn. Mohlin og Thuresson fóru beint í sjúkrahúsið, en þeir þurftu ekki ann- að en góða hvíld til þess að komast hjá öllum afleiðingum eftir hrakning- ana. Flest sænsku blöðin töldu fyrst í stað að „Hansa“ hefði orðið fyrir rekdufli, — en síðar komu nánari upplýsingar. Eftir að þeir tveir, sem lifðu af, höfðu verið yfirheyrðir, hölluðust flestir að því, að tundurskeyti hefði grandað skipinu. Svo var rannsóknarnefnd skipuð í málinu. Meðan hún starfaði, hófst áköf blaðadeila um, að 3000 kíló af skotfær- um hefðu verið í „Hansa“. Þetta var miklu meira en farþegaskipum er leyft að flytja. En hins vegar þótti sannað, að engin sprenging hefði orðið í þess- um skotfærafarmi. „ÓKUNNUR“ KAFBÁTUR SEKUR. Mohlin og Thuresson urðu að gefa ítarlega skýrslu. Og smám saman náð- ust um 1300 stykki af ýmiskonar braki af skipinu og úr, og voru rannsóknir gerðar á því. í mörgum brakleifunum voru málmagnir, og þótti sannað, að þær voru úr tundurskeyti. En ekki var hægt að sanna hverrar þjóðar það væri. í skýrslunni var því slegið föstu, að „Hansa“ hefði fengið skeytið að fram- anverðu á bakborða. Nokkrum vikum síðar fengu þeir Mohlin og Thuresson tækifæri til bera saman ýmiskonar ljósgjafa. Þótti sann- að, að ljósið sem þeir sáu, væri frá skipi. Ennfremur var gerð rannsókn á hve langur tími hefði liðið frá því að þessir tveir menn vöknuðu og þangað til þeir stukku fyrir borð. Þótti sann- að, að það væri ekki full mínúta. Rannsókarnefndin sagði í áliti sínu, að tundurskeytið hefði komið frá skipi „af ókunnu þjóðerni". En flestir töldu víst, að skipið hefði verið rússneskur kafbátur, og byggðu það á reynslunni af athafnasvæði Rússa og Þjóðverja í Eystrasalti, eftir að ófriður hófst milli þessara þjóða, í júní 1941. Síðan hefur J. E. Olow kapteinn full- yrt, að kafbáturinn hafi verið rússnesk- ur og byggir það á upplýsingum, sem hann hefur fengið úr útlendum leyni- skjalasöfnum. Flotamálastjórnin hefur fallizt á skoðanir Olows. En frekari sannanir fást ekki nema því aðeins að „Hansa“ yrði náð upp af hafsbotni, af 100 metra dýpi. ENDÍR. I dagsins önn - Framh. af bls. 13. sem skrifstofan mín er, gekk ég enn fram á Jónínu. Hún gekk ósköp hægt og klunnalega. Til hvers átti hún líka að vera að flýta sér? Ég var viss um, að hún hafði ekki hugmynd um, hvað vaxtasparnaður var. Svoleiðis fólk þarf ekki að flýta sér. Og ég fór fram úr henni í annað sinn. Ég stökk léttilega upp stigann og snaraðist inn á skrifstofuna móður og másandi. Ég spurði vélritunarpíuna, hvort nokkur hefði hringt. Hún sagði að einhver hefði hringt, en það hefði ver- ið vitlaust númer. Mér líkaði það stór- illa. Það var alltaf verið að hringja í ómissandi og mikilvæga menn, og þeir voru aldrei við. Það voru sko stórkall- arnir, sem voru komnir með sigg á eyr- að af því þeir töluðu svo mikið í sím- ann. Það voru menn, sem komust áfram. Jæja, ég settist við borðið og fór að blaða í pappírum og plöggum. Birtist þá ekki Jónína í dyrunum í allri sinni dýrð á sínum flatbotnuðu skóm. Ég varð alveg dolfallinn og starði á hana eins og naut á nývirki. Hvern andsk... vildi manneskjan? Hún virt- ist líka vera undrandi á að sjá mig, en svipbrigða gætti þó ekki mjög mikið á hennar sljóa andliti. Svo opnaði hún munninn: „Eruð þér Dagur Anns?“ Ég jánkaði. „Ég heiti Tómasína og vinn á Tryggingarskrifstofunni hjá honum Jóni, kunningja yðar. Hann sendi mig með þessa kröfu, sem þér eigið að borga!“ Dagur Anns. KARL TOLFTI - Framh. af bls. 24. mikla, og þess vegna vildi Karl vingast við Tyrki, sem einnig stafaði hætta af Rússum, og ýmsar sjálfstæðar þjóðir, sem síðar runnu inn í veldi zarsins, svo sem Kósakka. En lítið gagn varð Karli að þeirri liðveizlu. Og pólsku bandamennirnir brugðust honum illa, þegar til höfuð- orustunnar kom við her Péturs zars. Sú orusta stóð við Poltava, og var Karl illa undir hana búinn. Her hans hafði liðið miklar þrautir, ekki sízt í harða vetrinum tveim árum áður, og snerpan farin úr honum. Og þótt Karl væri herstjórnarsnillingur sjálfur, skorti hann æfða foringja. Rétt fyrir orustuna hafði hann særzt á fæti og læknir varð að skera hann. Þá var svæfing ekki til, og Karl horfði á meðan læknirinn var að ná beinflísunum úr fætinum á hon- um, brosti og sagði: — Skerðu bara . . . .! Hann fékk sárasótt og komst í lífshættu. Gat hann því ekki stjórnað her sínum sjálfur við Poltava, enda lauk orustunni með ferlegum ósigri Svía, og her þeirra komst á ringulreið. Karl náði í reiðskjóta sinn og flýði. Hann komst til Tyrklands og ætlaði að koma skipulagi á herinn og landaskipun Ev- rópu þaðan. En Lewenhaupt hershöfð- ingi, sem hafði krafizt að taka við yfir- stjórn hersins nyrðra á meðan, reyndist huglaus og framseldi Rússum leifar hers- ins sem honum hafði verið trúað fyrir. ÓFRIÐURINN BERST TIL NORÐURLANDA. Karl var í Tyrklandi í mörg ár, síð- ast sem fangi, því að Tyrkir vinguð- ust nú aftur við Rússa. Ágúst sterki náði aftur völdum í Póllandi og Frið' rik IV. gerðist samherji á ný. Karl reyndi að fá nýjan her frá Svf þjóð, en gekk illa að koma honum suð- ur yfir Eystrasalt. Danski flotinn her- tók mannflutningaskipin á leiðinni, en honum stýrði þá norska sjóhetjan Tor- denskjold. Tókst honum að gera út af við sænska flotann. Tyrkjasoldán sleppti Karli úr haldi og komst hann norður til Stralsund og þaðan til Svíþjóðar. Nú var honum það efst í hug, að komast vestur yfir Noreg og þaðan til Skotlands, endurreisa veldi Stuartsættarinnar þar og hrekja ensku konungsættirnar frá Hannover á burt. En nú var Karl fyrri heillum horfinn Tvívegis reyndi hann að vinna Noreg undan Dönum, en mistókst. Stenbock, hershöfðingi hans, hafði sigrað Dani við Helsingborg, er þeir ætluðu að endur- heimta Skán. En nú beið hann ósigur fyrir Dönum, er hann réðst inn í Noreg. Aftur réðst Karl inn í Noreg, en norskur her varði landamærin. Karl settist um Halden og landamæravirkið FredriJc- sten. Þetta var í nóvember, snjór fallinn á FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.