Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Side 34

Fálkinn - 18.01.1961, Side 34
FJÓRIR Framsóknarmenn sátu og spil- uðu framsóknarvist á þeim gömlu og góðu árum, þegar Jónas frá Hriflu var og hét. Jónas var mjög utan við sig þetta kvöld, því að hann var að búa sig undir ræðu, sem hann átti að flytja í útvarpið kvöldið eftir við útvarps- umræður frá alþingi. Hermann Jónas- son var einn spilafélaganna, og nú lang- aði hann til að vita, hvað hann gæti iátið Jónas gefa oft í röð, án þess að hann tæki eftir því. — Þú átt að gefa, Jónas, sagði Her- mann, þegar Jónas var búinn að gefa ellefu sinnum. En þá spratt Jónas á fætur bálvond- ur og sagði: — Öhö, nei, Hermann minn! Þú lætur mig nú ekki gefa — öhö — tvisvar í röð! FYRIR framan litla búð í Aberdeen hangir skilti með svohljóðandi áletrun: „Komið inn fyrir! Kaupið yður buxur hér! Hér fást ódýrustu buxur í heimi! Hvor skálm kostar aðeins einn shilling, en ísetan er ókeypis!“ Og fyrst við höfum minnzt á bless- aða Skotana, má ekki minna vera en að við birtum eina ærlega Skotasögu: Skoti nokkur var á skemmtigöngu með ungri stúlku. Þau voru búin að ganga í fjóra klukkutíma og stúlkan var orðin sárþreytt og glorsoltin. Loks sá Skotinn sig tilneyddan að kaupa handa henni hressingu fyrir 1 shilling. Þegar stúlkan kom heim til sín var hún orðin svo æf út af smásálarskap Skotans, að hún fékk sér leigubíl, ók heim tií hans og fleygði í hann shill- ingnum. — O, það hefði nú ekki legið á þessu fyrr en í fyrramálið, sagði Skotinn. Að endingu, ef einhver skyldi vera búinn að fá sig fullsaddan af Skota- sögum um ævina: 1. Skoti: Hvað finnst þér um allar þessar Skotasögur, sem alltaf eru að birtast í blöðunum? 2. Skoti: O, það mætti spara þær! COCKTAIL þýðir hanastél, eins og kunnugt er, en um uppruna þessa und- arlega nafns er til eftirfarandi saga: í stríðinu 1860 í Bandaríkjunum bjó kona nokkur að nafni Molly í Luisianna. Hún opnaði veitingahús eða öldurhús og þar sem fjöldi hermanna fór um borgina og margir gerðust þorstlátir í hitanum, gekk salan ágætlega. Vínleif- unum, sem eftir urðu á hverju kvöldi, lét Molly hella í gríðarstóra könnu, sem var eins og hani í laginu og var stélið túðan. Einu sinni varð hún uppiskroppa með vín og greip þá til þess óyndisúrræðis að bera gestum sínum vínleifarnar úr könnunni. Þar var að sjálfsögðu mörg- um tegundum blandað saman og Molly var dauðskelkuð um, að gestirnir mundu spýta blöndunni út úr sér og hund- skamma hana fyrir vörusvikin. En svo undarlega brá við, að gestunum líkaði þetta stórvel og eftir þetta varð „hana- stélið“ langvinsælasti drykkurinn. HINN rússneski bassasöngvari Sjaljapin var að fara frá Ameríku og tollverðir rannsökuðu farangur hans mjög gaum- gæfilega. Þar var frú ein viðstödd, sem þekkti söngvarann og var henni nóg um aðfarir tollþjónanna. Hún hnippti í einn þeirra og sagði: -—Sjáið þér ekki að þetta er hinn heimsfrægi Sjaljapin — maðurinn með milljónirnar í barkanum. — í barkanum? spurði tollvörðurinn grallaralaus. Að svo mæltu sneri hann sér snöggt að söngvaranum og sagði: — Viljið þér gera svo vel og koma hingað inn fyrir. Það verður að taka röntgenmynd af yður. -x MAÐUR nokkur hafði að kvöldlagi sezt inn á knæpu og drukkið með félögum sínum. Skyndilega kemur konan hans inn, gengur rólega að borðinu, setur á það fat með loki yfir og segir: — Ég hélt að þú ættir svo annríkt, að þú mættir ekki vera að því að borða, svo að mér datt í hug að færa þér mat- inn. Að svo mæltu fór hún. Maðurinn varð dálítið vandræðalegur og undrandi, en brást síðan glaður við og bauð félögum sínum að borða með sér. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar þeir höfðu sleikt út um af tilhugs- uninni um veizlumatinn, tóku þeir lok- ið af og þá blasti við þeim galtómt fat- ið. Á botninum var miði og á honum stóð: — Verði þér að góðu! Þetta er það sama og við höfum heima. NEGRI nokkur var lagður inn á sjúkra- hús í Vestur-Indíum. Þar batnaði hon- um krankleikinn fljótlega, en hann var farinn að kunna vel við sig og vildi ekkj fara aftur. Þess vegna gerði hann sér upp hverja veikina á fætur annarri. Svo kom nýr læknir á sjúkrahúsið. Þegar hann frétti um svertingjann fór hann inn til hans og tók að mæla hann hátt og lágt með tommustokk. Negrinn varð undrandi og spurði til hvers þetta væri gert. — Mér þykir leitt að þurfa að segja yður það, en það er eins gott að þér fáið að vita það strax. Mér er sagt, að þér séuð vonlaus. Yður batnar aldrei. Og ég er brjóstgóður maður og get ekki horft upp á sjúklinga mína kveljast von ur viti. Ég er bara að taka mál af kistunni. Negrinn var farinn tveim klukku- stundum síðar. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.