Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Side 34

Fálkinn - 01.03.1961, Side 34
ann undir höndum, var í öðrum vagni. Við gátum engan veginn haft samband við eimreiðina og beðið þá að stöðva. Eina ráðið var að komast upp um lúgu á þakinu. Ég bað félaga mína að lyfta mér upp og komst þannig upp á vagn- þakið. Enda þótt lestin væri á ferð, tókst mér að stökkva af þaki vagnsins yfir á næsta vagn og svo koll af kolli. Eins og gefur að skilja var þarna teflt á tæp- asta vaðið. Loks komu þeir í eimreiðinni auga á mig og stönzuðu. Við gátum lítið gert nema setja plástra á sárin og mað- urinn fór strax að hósta blóði. Eftir tveggja tíma ferð komum við honum á sjúkrahús og þar dó hann nokkrum klukkutímum seinna. Bezti vinur hans var skilinn eftir hjá honum á spítalan- um. Hann kom til okkar nokkrum dög- um síðar. Grátandi þakkaði hann mér fyrir að hafa hætt lífi mínu á járnbraut- inni til að reyna að bjarga vini hans. FRJALS A NÝ. Eftir notalega ferð yfir Atlantshafið lentum við í Newport News. Þar var stór lúðrasveit á bryggjunni, sem lék marsa og dægurlög. Ég verð að viður- kenna, að mér er rórra innanbrjósts nú, heldur en ágústskvöldið, sem við stig- um um borð í herflutningaskipið í New York. Eftir nokkra dvöl þarna hélt ég áleiðis til Los Angeles og var skráður úr hernum á Þorláksmessu 1945. Vant- aði þá aðeins nokkra daga upp á þrjú ár frá því ég var tekinn í hann. Að lokinni herþjónustu áttum við þess kost að ganga á skóla og greiddi ríkið allan kostnað. Ég fór á „college“ og lagði stund á rannsóknarlögreglustörf. Tók próf í þeim fræðum hjá lögreglunni í Los Angeles 1947. Ég ákvað að skreppa til íslands og kom hingað heim rétt fyr- ir jólin. Ég sótti um og fékk stöðu við sakamálaembættið og hef verið þar síðan. «ti r,j ☆ Fálkinn í næstu viku: ★ Frá Reykjavík til Rússlands, 1942. Frásögn af mestu sjóorrustu heimsstyrjaldari'nnar síðari. ★ Hvað borða Reykvíkingar mikinn fisk? Innlend grein og myndir. ★ Svarti dauði, íslenzt frásögn eftir Þorstein Jónsson frá Hamri. ★ Sappho, grein um grísku skáldkonuna, sem nú er verið að gera kvikmynd um. ★ Hvar hefurðu komið? Ný verðlaunagetraun. ★ Undir fölsku flaggi, smásaga byggð á sönnum atburðum. ★ Kvennaþáttur um hrogn og lifur eftir Kristjönu Steingríms- dóttur. ★ Á Nemendamóti í Verzlunarskólanum. Innlend grein og myndir. ★ Dagur Anns spjallar við vanfærnar konur í afslöppunaræf- ingum. ★ Og ótal margt fleira. HriAtjáh (juilaucfAAcH hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. 0M0 Sveirnbjöm Dagfinnsson, hrl. Einar Viðar, hdl. Málflutningsskriístofa Hafnarstræti 11 . Sími 19406 Shilar yður hrítasta þvatti i heiwni Hilmar Foiss Löggiltur skjalþýðandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.