Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Síða 13

Fálkinn - 22.03.1961, Síða 13
Langflestar voru lausnirnar réttar, og var dregið úr þeim um hin glæsi- legu verðlaun: HANSASKRIFBORÐ frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar. Við fengum unga og fallega stúlku til þess að draga, og hún dró lausn Arnfríðar Mathiesen, Grœnukinn 17, Hafnarfirði. ☆ Verðlaunin voru afhent strax daginn eftir í Húsgagnaverzlun Austurbæjar og við notuðum tækifærið og spjölluðum lítilsháttar við Arnfríði. Hún kvaðst hafa sent lausn sína meira í gamni en alvöru og alls ekki látið sér koma til hugar, að hún dytti í lukku- pottinn og hlyti verðlaunin. —- Fannst yður gátan þung? — Nei, alls ekki. Að vísu varð mað- ur að fletta upp í símaskrá og viðskipta- skrá og svo hjálpaði maðurinn minn mér heilmikið. En mér finnst miklu skemmtilegra að ráða gátur, sem maður þarf að hugsa eitthváð um og hafa eitt- hvað fyrir. Auk skemmtunarinnar verð- ur maður margs vísari um ýmis fyrir- tæki og stofnanir og sú þekking getur oft komið sér vel. — Ætlið þér að ráða næstu gátu? — Já, ég er nú hrædd um það. Ég er þegar langt komin. Fulltrúi Fálkans (lengst til vinstri) og Ragnar Björnsson, forstjóri Hús- gagnaverzlunar Austurbæjar (lengst til hægri) skála fyrir hinum heppna vinnandi í fyrstu auglýsingagetraun Fálkans, Arnfríði Mathiesen. Strax og sýnt var, að auglýsingaget- raunir af þessu tagi nutu vinsælda með- al almennings, ákváðum við að halda þeim áfram og á öðrum stað í þessu blaði birtist sú.fjórða í röðinni. Um verðlaunin er ekki hægt að segja, því að það eru einmitt þau, sem lesandinn á að finna út úr getrauninni. En eitt er þó óhætt að fullyrða: Þau eru glæsi- leg, svo að það er sannarlega til mikils að vinna. • , l.'- ■ - v , * j Húsgagnaverzlun Austurbæjar sýndi þá rausn að gefa verðlaunagrip, glæsi- legt Hansa-skrifborð, í fyrstu auglýsingagetraun Fálkans. Verzlunin er ein stærsta og þekktasta húsgagnaverzlun hér í bæ og hefur á boðstólum geysi- mikið úrval af vönduðum og smekklegum húsgögnum. Á myndinni hér að ofan sjáum við nýtízkulegt sófasett ásamt sófaborði. Litla myndin hér til vinstri er af hægindastól ásamt fótaskemli. 1 ráði er að flytja stóla af þessari gerð til Ameríku á næstunni. (Ljósm. Oddur Ólafsson). FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.