Fálkinn - 22.03.1961, Side 18
V "
Að undanförnu h''jfur mikið verið rætt
um handbolta og ágæta frammistöðu
íslenzka landsliðsins í heimsmeistara-
mótinu í Þýzkalandi. Minna hefur þó
verið rætt um þróun þessarar íþrótta-
greinar hérlendis,. og lítið um þann
mann, sem fyrir réttum 40 árum kom
hingað heim frá námi við íþróttaháskól-
ann í Kaupmannahöfn og kenndi íslend-
ingum handbolta.
Þessi maður er Valdimar Svein-
björnsson, íþróttakennari við Mennta-
skólann í Reykjavík. Valdimar fæddist
á Hámundarstöðum í Vopnafirði 1896.
Hann kom til Reykjavíkur og settist í
Kennaraskólann 1915 og kenndi síðan í
Reykjavík þar til hann fór til Kaup-
mannahafnar og nam við íþróttaháskól-
ann þar 1920—1921.
í Kaupmannahöfn kynntist Valdimar
fyrst handboltanum, sem þá var á byrj-
unarstigi þar. Minnist hann þess að þeg-
ar handbolti var fyrst sýndur í skólan-
um, hafði enginn nemenda séð þennan
leik. Áður en Valdimar fór til Islands
aftur hafði hann þó séð nokkra frum-
stæða handboltaleiki, þ. á m. keppni
milli Kaupmannahafnar og Helsinga-
eyrar.
Valdimar sá þegar fram á að þessi
leikur mundi henta vel íslendingum,
enda þótt boltaleikir innanhúss væru
hér næstum óþekkt fyrirbrigði á þeim
tímum. Er hann kom heim 1921 og gerð-
ist kennari við Miðbæjarskólann, þekkt-
ist ekki að komið væri með bolta í í-
þróttasal. Valdimar hóf sjálfa hand-
boltakennsluna ekki þegar í stað, held-
ur æfði menn í ýmsum öðrum bolta-
18 FÁLKINN
Við brugðum okkur niður í leikfimihús Menntaskólans í Reykjavík og tók-
um mynd af Valdimar Sveinbjörnssyni, þar sem hann var í óða önn að
kenna piltum leikfimi. Margur menntaskólaneminn hefur lært handknatt-
leik hjá Valdimar og þá hefur tíminn verið allt of fljótur að líða. Flestir
nemendur hans kannast_við þetta orðtak hans: „Eitt mark — og svo í bað!“