Fálkinn - 22.03.1961, Side 20
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick
STJORNUHRAP
Þetta eina orð var eins og klettur úr hafinu í öllu hinu,
og henni fannst líkast og sér hefði verið gefinn löðrungur.
■—■ Afbrýði? Hvenær hef ég sýnt að ég væri afbrýðisöm
gagnvart Coral?
Nú komu 1 fyrsta sinn vöflur á hann, eins og hann iðraðist
eftir að hafa sagt of mikið. — Gleymdu þessu, sagði hann
stutt.
■— Nei, Hugh! Þú getur ekki vikið þér svona undan þessu.
Hvenær komst þú að þeirri niðurstöðu, að ég væri hrædd um
þig útaf Coral? Áttir þú hugmyndina að því sjálfur — eða
var það hún?
— Það hefur verið deginu ljósara frá upphafi, sagði hann.
— Síðan fyrsta kvöldið, þegar þú varst svo afundin við
hana, þó hún hefði séð um að koma íbúðinni okkar í lag.
— íbúðinni þinni, leiðrétti hún hann í nepjutón.
Hann lét sem hann heyrði það ekki. — Ég vonaði að hún
tæki ekki eftir því eða að hún — ef hún hefði tekið eftir
því — mundi afsaka þetta við þig, vegna þess að þú værir
svo ung og klaufaleg, — en þegar þetta hélt áfram dag
eftir dag og varð æ greinilegra, þrátt fyrir alla góðsemd
hennar og alúð við þig, þá .... Hann yppti öxlum. -— Er
nokkur furða þó að hún sé hissa — og sár við þig?
Þá var þetta frá Coral komið,. og vafalaust hafði hún
kunnað að haga orðum sínum sem lævíslegast.
— Hvað sagði hún eiginlega? spurði Irena og reyndi að
láta sem hún væri ekki forvitin. Hann hnyklaði brýnnar.
— Skiptir það nokkra máli hvað hún sagði? Mergurinn
málsins er sá, að hún var leið yfir því að þú ert andúðar-
full og vanþakklát. Ég reyndi að sannfæra hana um að henni
skjátlaðist —■ en nú heyri ég, hvernig þú hefur talað um
hana í kvöld, og það sýnir, að hún hafði fyllilega rétt fyrir
sér. Þetta verður að taka einhvern endi, Irena, skilurðu það?
Ég vil ekki heyra eitt orð meira um þetta bjálíalega bull
— að hún sé að spilla hjónabandinu okkar. Coral er meðal
elztu og beztu vina minna. Mér þykir mjög vænt um hana
og ég á henni margt gott upp að unna. Ég horfi ekki upp
á það þegjandi, að hún sé móðguð og mannskemmd á mínu
heimili. Ef þú getur ekki hagað þér betur við hana ....
20 FALKINN
Hann þagnaði. Hún stóð andspænis honum, föl og nötrandi
og neyddi hann til að ljúka setningunni.
— Já, Hugh, ef ég get ekki hagað mér betur við hana
—■ hvað þá?
— Þá verður það ekki Coral, sem eyðileggur hjónaband
okkar, sagði hann þegjandalega.
Irena fann æðina hamast á öðru gagnauganu. Ef það hefði
ekki verið þetta, sem Diana trúði henni fyrir í dag, mundi
hana hafa langað til að segja, að hjónaband, þar sem ást,'
traust og virðing aðeins væri til hjá öðrum aðiljanum, væri
ekki þess vert að reyna að bjarga því frá hruni, en hún
vissi, að ef hún gæfist upp á þessu stigi málsins, mundi það
þýða það sama og ofurselja Hugh kvendinu, sem var svo
eiginhagsmunagjöm, að hún hikaði ekki við að spilla gæfu
hans til þess að ryðja sjálfri sér braut. Og ef Irena héldi
þessari þrætu áfram, mundi það ekki verða til annars en
tefla Hugh beint í greiparnar á Coral.
Henni tókst að nokkru leyti að lægja niður alla beiskj-
una og andúðina, sem sauð í henni. Hún sagði, eins rólega
og hún gat: —• Mér þykir leitt að ég brást þér í kvöld, Hugh.
Ég ætlaði ekki að gera það. Hafi ég verið ósanngjörn hvað
Coral snertir, bið ég afsökunar á því líka. Meira en þetta gat
hún ekki kvalið sig til að segja, jafnvel ekki þó að Hugh
ætti hlut að máli.
En þetta var auðsjáanlega nóg.
— Þá tölum við ekki meira um það, sagði hann. Hann
brosti, allt í einu og óvænt. — Þú munt komast að raun
um að hún er ágætis manneskja og góður vinur, ef þú gefur
henni færi á að vera það, sagði hann nærri því í bænar-
róm, og bætt-i svo við: — Ég þekki hana betur en þig.
MÁL TIL KOMIÐ AÐ LEYSA FRÁ SKJÓÐUNNI.
Hún var að hugsa um þetta samtal, er hún lá andvaka
langt fram á nótt. Þau höfðu ekki minnzt á Brian aftur.
Vildi Hugh að hún hætti að sjá hann? Uppreisnaralda fór
um hug hennar við þessa tilhugsun, en hún vísaði henni á
bug. Hvað svo sem fyrir kynni að koma, mátti hún ekki
rífast við Hugh aftur. Ef þörf gerðist, ætlaði hún að segja
Brian hálfan sannleikann — að fólk væri farið að tala um,