Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 22

Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 22
Páskaterta. 125 g smjörlíki 250 g sykur 4 egg 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Rifið hýði af sítrónu 1 dl mjólk. Sítrónubráð: 75 g smjör 150 g sykur Safi úr 2 sítrónum 2 egg. Sykurbráð: 150 g flórsykur nál. 2 msk. vatn ávaxtalitur, ef vill. Venjulegt hrært deig. Eggin aðskilin. Stífþeyttum eggjahvítunum blandað í seinast. Bakað í kringlóttu tertumóti nál. 1 klst. við 175°C. Kljúfið kökuna, þegar hún er köld, leggið hana saman með sítrónubráð og hjúpið með sykurbráð, sem lita má föl- græna með ávaxtalit. Skreytt með marg- litum frönskum linsum. Sítrónubráðin er búin þannig til: Blandið öllu saman, hitið það yfir gufu, þar til það fer að þykkna, 10—15 mín- útur. Hrærið stöðugt í á meðan. Kanelterta. 100 g smjör 100 g sykur 125 g hveiti IVz tsk. kanell. Fylling: 14 1 rjómi Rifið súkkulaði. Smjör og sykur hrært vel. Hveiti og kanel blandað saman við. Deiginu skipt í 6 hluta, smurt í smurð tertumót með lausum botni. Bakað nál. 6 mínútur við góðan hita. Botnarnir látnir kólna dálítið, áður en þeir eru losaðir af botnunum. Botnarnir lagðir saman með þeyttum rjóma, sem í er blandað rifnu súkku- laði, rétt áður en kakan er borin fram. Fallegt er að bera bráðið súkkulaði á efstu kökuna, bezt að gera það með pensli, nokkru áður en kakan er lögð saman. Möndluterta. 3 eggjahvítur 125 g flórsykur 100 g möndlur. Greifynjukökur. Svona er platan útbúin fyrir möndlu- tertuna. Lagt saman með: 2 eggjarauður 1 msk. sykur Vz tsk. vanilla 2i/2 dl rjómi 2 blöð matarlím 1 eggjahvíta, ef vill. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Flórsykri og afhýddum, möluðum möndlum bland- að varlega saman við. Deiginu skipt í tvennt, látið á smurða og hveitistráða plötu. Teiknið tvo hringi á plötuna. Bakað nál. 20 mínútur við vægan hita, 150 °C. Gott er að losa kökurnar með pönnu- kökuhníf, þegar þær eru hálfbakaðar. Festast þá síður við plötuna. Botnarnir. lagðir saman með þeyttum rjóma eða búðingsbráð, sem búin er til á þennan hátt: Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum. Matarlímið lagt í bleyti, brætt við gufu, hrært saman við eggja- rauðurnar. —• Stífþeyttum rjóma, sem kryddaður er með vanillu, blandað sam- an við. Vilji maður hafa bráðina mjög létta, er stífþeyttri eggjahvítu blandað í um leið og rjómanum. ' Ávaxtakaka. 250 g hveiti 200 g smjörlíki 80 g flórsykur 1 eggjarauða. Vanillubráð: 2 eggjarauður 4 msk. sykur 1 tsk. vaniUa 3 fullar tsk. hveiti 1/4 1 rjómi Niðursoðnir ávextir. Venjulegt hnoðað deig. Flatt út, tertu- mót þakið með deiginu. Bakað við góð- an hita, 250°C, í 7 mínútur. Kökuskelin fyllt með vanillubráð: Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum, vanillu, hveiti og rjóma hrært saman við. (Notast má við rjómabland). Allt látið í pott, hrært stöðugt í þar til það sýður. Kælt. Skreytt með niðursoðnum ávöxtum og vínberj- um, ef til eru. Súkkulaðikaka. 125 g smjörlíki 65 g sykur 65 g flórsykur 3 egg 25 g kakaó 125 g hveiti 1 tsk lyftiduft. Súkkulaðibráð: 125 g smjör 125 g flórsykur 3 msk. kakaó 2 egg. Venjulegt hrært deig. Deiginu skipt í tvennt, bakað í velsmurðum, aflöngum mótum við 225° í nál. 15 mínútur. Lagt saman með súkkulaðibráð: Smjör og sykur hrært vel, kakaó og eggjun- um hrært'saman við, þeytt vel. Hluti af bráðinni smurt utan á kökuna. Mynst- ur teiknað á kökuna með gaffli, skreytt með möndlum. Ávaxtakaka og súkkulaðikaka. 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.