Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Side 25

Fálkinn - 22.03.1961, Side 25
Það hlutu að vera fáar konur, sem not- uðu svo úrelt fegurðarlyf. Það gat auðvitað hugsazt að ung stúlka hefði fundið gamla varalitinn hennar mömmu sinnar í skúffu eða veski og klínt honum á varirnar til í- myndaðs fegurðarauka. En gat það ver- ið að sú stúlka mundi skjóta elskhuga sinn. Stúlkur notuðu venjulega þann varalit, sem þær sjálfar notuðu að jafn- aði. Nei, það gat ekki átt sér stað að ung stúlka hefði framið morðið. Mohle hugsaði svo að það brakaði í. Morðinginn gat verið roskin kona, sem hefði ætlað að hefna dóttur sinnar, sem hinn látni hefði tælt. Roskin kona gat auðveldlega átt varalit með „Morgun- stjörnu“-merkinu, en gat hún með köldu blóði reykt tvo vindlinga með fórnar- lambi sínu rétt fyrir morðið? Það var varla hugsanlegt. Konunni hafði verið boðið óblandað viskí, og þó að hún hafi ekki drukkið það, gat það bent til þess, að hún hafi viljað útiloka fingraför. En hún hlaut að hafa verið vel kunnug hinum látna, úr því að hann spókaði sig fyrir framan hana í náttfötunum og á slopp. Ástin getur oft verið undarleg, hugsaði Mohle og hristi höfuðið. Fimm dögum seinna fór Mohle aftur í íbúð hins látna til enn frekari rann- sókna. Hann fór eftir sinni fyrirfram gerðu áætlun og athugaði hverja einustu skúffu í skrifborðinu. Þegar hann blað- aði í nokkrum örkum af ritvélapappír, datt úrklippa úr dagblaði á gólfið. Það var auglýsing, svohljóðandi: Fimm þús- und marka lán óskast til skamms tíma. Góð viðskipti. Tilboð merkist 1891. Mohle flýtti sér út úr íbúðinni, og gekk flautandi niður tröppurnar. Hann fór rakleitt á skrifstofuna og leitaði uppi bankabók hins látna. Fyrir þrem mán- uðum höfðu fimm þúsund mörk verið tekin út úr henni. Engir peningar höfðu síðan verið lagðir inn. Beinasta leiðin fyrir Mohle var að hringja í dagblaðið og fá upplýsingar um þann, sem hafði sett þessa auglýs- ingu í blaðið. En Mohle var kænni en það, hann fór sínar leiðir. Hann sendi tilboð til blaðsins, merkt 1891. Undir tilboðið setti hann heimilisfangið heima hjá sér. Næsta kvöld var hringt dyrabjöllunni heima hjá Mohle. Þegar hann lauk upp hurðinni stóð hann augliti til auglitis við þrekvaxinn mann hátt á fertugs- aldri, og hafði sá skjalatösku undir ann- arri hendinni. — Eruð þér hr. Mohle? spurði mað- urinn. — Já, komið innfyrir! Hvað viljið þér? spurði Mohle hvasst, eins og hans var vandi. — Þér hafið sent mér tilboð sam- kvæmt þriggja mánaða gamalli auglýs- ingu. Þér bjóðið mér lán, og ég er kom- inn til að ræða um það við yður og sýna yður, að ég get komið með trygg- ingu. — Þér talið of mikið, ýlfraði Mohle. — En heyrið þér, hélt ókunni maður- inn áfram. Ég er verksmiðjueigandi og ætla að endurnýja framleiðslu mína á varalit. Mohle varð hálf forviða, en sagði hægt: — Setjist niður. Við verðum að fá okkur eitthvað að drekka, ef við eig- um að ræða viðskipti. Má bjóða yður vín, — ef til vill viskí? — Já, þökk fyrir, viskí, en helzt ó- blandað, svaraði sá ókunni. Það vottaði fyrir brosi á andlitinu á Mohle, þegar hann sótti viskí og tvö glös. — Jæja, segið mér nú eitthvað um þennan varalit yðar, sagði Mohle. — Já, eins og ég sagði, ætla ég að framleiða varalit. Ég hef gert það áð- ur. Fyrir mörgum árum kom ég fram með tegund, sem varð geysi vinsæl. — Hvaða tegund var það? spurði Mohle. — „Morgunstjarnan“. Það var ágætur varalitur, blátt áfram stórkostlegur. Sal- an var stórfengleg fyrst í stað, en svo fór hún að minnka. Það var sökum þess hvað þessi tegund var drjúg og ending- argóð. Ég varð að hætta framleiðslunni fyrir 19 árum. — Það ber ekki vott um mikið verzl- unarvit, sagði Mohle þurrlega. — Eiginlega ekki, sagði ókunni mað- urinn og hló eins og Mohle hefði sagt eitthvað fyndið. — „Morgunstjörnu“- varaliturinn gat nefnilega framkallað hinn sanna rauða lit, og hann hélzt í 10 daga. Mohle ræskti sig og sagði: — Og nú ætlið þér að koma með þessa töfravöru á markaðinn aftur. Hvaða tryggingu hafið þér? — Hún er hérna, sagði ókunni maður- inn og klappaði á slitna skjalatöskuna. Mohle leit út undan sér á töskuna og sá þegar útlínur innihaldsins greinilega í gegnum þunnt leðrið. f töskunni var skammbyssa. Mohle bauð gesti sínum vindling og sagði hægt: — Hve lengi sögðuð þér a8 „Morgunstjarnan“ gæti enzt á vörunum? — í tíu daga! Og meira en það. Hann heldur gæðum sínum í mörg ár. Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.