Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Page 30

Fálkinn - 22.03.1961, Page 30
Dollaraprinsessan- Framh. af bls. 26. höfðu engar áhyggjur af því. Þeir biðu bara áfram ... Enn liðu tíu mínútur. Þá fór annan þeirra að gruna margt. Hann hljóp út til að sjá hvort það væri gluggi á snyrti- herberginu. Og svo var líka ... En þá var báturinn lagður af stað. Frú Sigrist fékk fréttirnar og byrjaði að senda símskeyti út og suður. Fall- byssubátur var sendur til að elta uppi elskendurna. Betty Shannon og Bugsy Siegel voru kölluð til yfirheyrslu. En enginn gat sagt að þau hefðu gert neitt ólöglegt. Þau höfðu aðeins hjálpað elsk- endum að ná saman. En það var ekki eins auðvelt að höndla hamingjuna og Bobo hafði hald- ið. Á Haiti fékk Gregg að vita að þau gætu ekki gifzt, þar sem Bobo var að- eins 17 ára. Hefði hún verið 19 hefði verið allt öðru máli að gegna. Samkvæmt símskeyti frá Betty hröð- uðu þau sér til Ciudad Trujillo, höfuð- borgarinnar í Dóminíkanska lýðveldinu. Þar beið Flor de Oro Trujillo Rubirosa eftir þeim full samúðar. Hún kom í kring brúðkaupi í flýti. Vígsluathöfnin tók nákvæmlega þrjár mínútur. En var hún lögleg? Eða gat frú Sigrist látið ó- gilda hana? í öryggisskyni fóru hjónin til San Juan í Puerto Rico til þess að láta gefa sig saman aftur. Juarez var í peningahraki og varð fyrir þungu áfalli, þegar hann fékk að vita að móðir Sigrist hafði enn nokk- ur tromp á hendinni. Það kom nefni- lega í ljós að Bobo átti aðeins að fá arf- inn greiddan ef hún giftist með sam- þykki móður sinnar. Þetta fengu þau að vita eftir brúðkaupið. En vinur Juar- ez lét þau fá stað að búa á og auk þess útvegaði hann Juarez vinnu í spilavíti. Heima í Nassau harmaði frú Sigrist Hœrri stóll fyrir ísinn! 30 FALKINN bæði manns- og dótturmissinn. Leyni- lögreglumennirnir höfðu komið nokkr- um mínútum of seint til að hindra gift- inguna í Ciudad Trujillo, flýttu sér síð- an til San Juan og komu of seint þar líka. Ekkert var unnt að gera. Eina sem hún gat var að taka fyrir tekjur dóttur- innar. Og það gerði hún samstundis. Tveim dögum seinna fékk Bobo að vita að hún var ekki lengur auðugur erfingi, heldur aðeins fátæk eiginkona starfsmanns í spilavíti. — Þegar jatan er tóm kljást hestarnir, segir gamall málsháttur. Þannig varð það einmitt með Bobo og Gregg. Yfirvöldin í Ba- hama voru á hælunum á honum, af því að hann hafði strokið með Bobo, svo þangað gat hann ekki farið. Til Banda- ríkjanna þorði hann ekki að fara því þá gátu Bahamayfirvöldin krafizt þess að hann yrði framseldur. Til að vera alveg öruggur um sig lét hann enn einu sinni vígja þau Bobo. Ef Gregg hafði vonað að Bobo fengi peningana sína, þá skjátlaðist honum. Þau áttu varla eyri til. Hefðu vinir þeirra ekki lánað þeim hefðu þau soltið. Auk þess uppgötvaði Bobo að hún var vanfær og henni var neitað um allan þann munað, sem hún var vön frá barn- æsku. Hún gekk um göturnar og horfði á fallegu hlutina í gluggunum. En hún gat ekkert keypt. Þegar hún reyndi að láta skrifa hjá sér, var henni vísað burt. Hún nauðaði á Gregg að hann yrði að útvega peninga á einn eða annan hátt. Hann reyndi að spila fjárhættuspil með launin sín, en tapaði öllu. Svo urðu þau að lifa á miskunn annarra mánuðum saman. Það er sælla að gefa en þiggja. Og Paul nokkur Weesner hjálpaði þeim lengi vel. En að lokum varð hann þreyttur á að halda þeim uppi og sagði að þau yrðu að bjarga sér á annan hátt. Strax fjórum mánuðum áður en Bobo átti barnið var hjónabandið tekið að fara í mola. Peningaleysið eyðilagði það. Dekurbarnið Bobo kunni ekki við þá óvissu tilveru, sem Juarez bjó henni. Og svo var hún ekki lengur ástfangin af honum. Hin blinda ást til manns, sem var miklu eldri en hún var kulnuð. Og skyndilega uppgötvaði hún að allt, sem Juarez sagði og gerði var leiðinlegt og heimskulegt. Hún kastaði allri skuldinni á hann. Bianca litla fæddist og þau sættust um sinn. En grár raunveruleikinn vaj allt annað en spennandi brotthlaup í tunglsskini. Gregg hafði tekizt að koma þeim til New York. Þar bjuggu þau í ömurlegri íbúð og höfðu fyrir brýnustu nauðsynj- um. En dag nokkurn var Bobo búin að fá nóg. Hún hljópst á brott með Biöncu. En Juarez náði henni á flugvellinum og hún varð að gjöra svo vel að koma heim aftur. Svo gekk allt vel um stund unz Bobo fór aftur burt með barnið. Og nú gekk henni betur. Áður en Juarez hafði upp á þeim voru þær komnar á enska grund. Þar gátu bandarísku yfirvöldin ekki náð til hennar. En barnið var bandarískur ríkisborg- ari. Juarez dó ekki ráðalaus. Hann réði lögfræðing í skyndi og aflaði sér skip- unar um að barnið yrði afhent honum tafarlaust. Dómari einn dæmdi Bobo í '30 daga fangelsi ef hún sendi ekki barn- ið aftur innan viss tíma. Bobo var nú komin til London. Hér byrjaði ævin- týralegur flótti með barnið frá einum staðnum til annars. í apríl 1958 ákvað Bobo að snúa sér til móður sinnar. Hún fór til Nassau og lagði barnið í kjöltu móður sinnar — og bað um fyrirgefningu. Ekkert gerir móður eins bljúga eins og að sjá fyrsta barnabarnið. Bobo var fyrirgefið og fékk alla peningana, sem móðirin hafði haldið. Þá gat hún ráðið sér lögfræðinga, sem lögðu höfuð í bleyti hvernig hún ætti að losna við Juarez. Bobo vildi hafa fullan rétt til barns- ins. En bandarísku yfirvöldin ákváðu að faðirinn skyldi einnig hafa rétt til þess. Bianca ætti að vera tíu mánuði ársins hjá móður sinni og tvo mánuði hjá föð- urnum. Bobo neitaði að samþykkja þetta. Hún óttaðist að ef Juarez fengi barnið mundi hann gera allt til að halda því. Þess vegna lagði hún áherzlu á að heimili Juarezar væri ekki við hæfi lít- ils barns. En Juarez svaraði í sömu mynt. Lítið barn hafði áreiðanlega ekki gott af að ferðast frá einni stórborg til ann- arrar með móður, sem hugsaði um það eitt að skemmta sér, sagði hann. Bobo var nefnilega komin aftur til London með Biöncu. Frá Sigrist var þar einnig. Og þar börðust þær fyrir að fá að halda barninu. Svo lengi sem þær væru á brezkri grund gátu bandarísku yfirvöldin ekki náð til þeirra. Bobo stundaði næturklúbba og reyndi að fá eitthvað út úr lífinu. Hún neitaði að hafa blaðaviðtöl og vildi ekki svara spurningum um hvort hún ætlaði að skilja við Juarez. Það var altalað að Bobo væri hrifin af enska kvikmyndaframleiðandanum Kevin McClory. Þau sáust oft saman á skemmtistöðum. McClory hafði einnig heimsótt frú Sigrist og beðið um leyfi til að kvænast Bobo. Og það fékk hann. Á meðan setti Juarez allt af stað til að fá barnið. Það gat verið að lögfræð- ingar hans gætu knúið fram skipun um að barnið skyldi afhent honum. Auk þess frétti Bobo, að hann hefði í hyggju að koma til London og raena barninu. Hún fór í laumi til Nissa með dóttur og barnfóstru. Þar var hún örugg fyrir bandarískum og enskum yfirvöldum. En skilnaðurinn frá Juarez er ekki enn kominn í lag. Bobo og Kevin Mc- Clory eru hætt að vera ástfangin. Það er erfitt að ná tali af Bobo Sigr- ist,, en höfundi þessarar greinar tókst það. Hún vildi helzt ekki tala um einka- líf sitt. Það eina sem hún minntist á var

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.