Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 31

Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 31
dóttirin Bianca og hvað hún væri indæl. — Eruð þér hamingjusamar? — Það er undir því komið hvað þér eigið við með orðinu hamingjusöm, svaraði hún. — Ég er hamingjusöm að eiga Biöncu. Þess vegna sé ég ekki eft- ir að hafa gifzt Juarez. En ég er ekki ánægð að vera enn gift honum eða að geta ekki farið til Ameríku. Ég á nóg af peningum og get gert það sem ég vil. Ef ég aðeins fæ að hafa Biöncu hjá mér er allt gott. Bobo gerir allt til að gleyma. Hún kastar sér út í skemmtanalífið og tekur upp á furðulegustu hlutum. Hún birtist í samkvæmi í Mayfarir í London í græn. um sari og kyssti ameríska söngvarann Burl Ives. Hún reyndi að koma fram í sjónvarpi, en sá fljótt að svo erfitt starf hæfði henni ekki. Heill herskari af ungum mönnum hafa snúizt í kringum hana. En enginn þeirra fer með henni út oft- ar en einu sinni tvisvar. Þá er það búið. Náinn vinur Bobo var spurður hvort hún mundi nokkru sinni verfða ástfang- in aftur. — Það hugsa ég áreiðanlega. — En sem stendur er hún í of miklu uppnámi eftir allt, sem hún hefur orðið að þola. Dag og nótt hefur hún áhyggjur að Ju- arez kunni að ræna barninu frá henni. Hún hefur tvo leynilögreglumenn, sem fylgja henni og barninu hvert, sem þær fara. í tvö ár hafa þeir haldið vörð um barnið. Og enginn veit hvenær þeim verður óhætt að hætta því. Þetta er hörð lexía fyrir unga móður. Og enginn getur sagt annað en að Bobo hafi orð- ið að gjalda fyrir skyssuna, sem hún gerði þegar hún hljópst á brott með Juarez. Bobo varð 21 árs í janúar síðastliðn- um. Á síðustu árum hefur hún upplifað meira en venjulegt fólk gerir allt lífið. — En ég er ekki bitur, segir Bobo. — Ég hef lært mikið. 17 ára stúlka heldur að hún viti allt bezt sjálf. Að- eins kaldur raunveruleikinn getur sann- fært hana um annað. Einhvern tíma kemst líf mitt í samt lag. Þá finn ég kannski þann eina rétta, giftist og verð hamingjusöm. Það er alltaf von er ekki svo? Og hún hefur á réttu að standa ... Handknattleikur - Frh. af bls. 19 helzta framámanns íþróttamála á þeim tíma, þar sem hann sagði handbolta ekki vera íþrótt. Þessi afstaða breyttist þó er fram liðu stundir, og nú er svo komið að handboltinn skipar sess með vinsælustu íþróttagreinum landsmanna. Valdimar Sveinbjörnsson minnist þess, að á fyrstu dögum handboltans var oft erfitt að dæma leikina. Reglur voru óljósar, húsin lítil, oð hraði oft geysilegur í leiknum. Urðu oft háværar deilur leikmanna á gólfinu og sýndist hverjum sitt. Er tíðindamaður Fálkans átti tal við Valdimar fyrir nokkru, stóð Heims- meistaramótið í handknattleik yfir í Þýzkalands. Valdimar tók það fram, að hann væri mjög ánægður með frammistöðu íslenzka landsliðsins þar. Hins vegar væri ástæða til þess að minnast á að öll íþróttahús hérlendis væru of lítil fyrir handbolta, og á 40 ára kennslutímabili hefði hann sífellt þurft að breyta reglum vegna smæðar húsanna. „Enn þá er aðstaðan mjög erfið,“ sagði Valdimar, „og ég skil raunar ekk- ert í því að íþróttaforystan hér skuli ekki fyrir löngu hafa gengist fyrir happ- drætti til styrktar húsbyggingu, en án happdrættis virðist mér ekkert hægt að byggja á þessu landi. Húsbygging er aðkallandi vandamál og algjörlega er ófært að íslenzkir handknattleiksmenn geti ekki keppt eða æft á löglegum velli, nema þá e. t. v. helzt á Keflavíkurflug- velh, og raunar skilzt mér að eitthvað skorti á stærð þess vallar.“ Valdimar Sveinbjörnsson er kvæntur Herdísi Maju Brynjólfsdóttur og eiga þau fimm börn. Hið yngsta Grímur, er 17 ára, og mikill áhugamaður um hand- og körfubolta, er í köruboltaliði Ár- manns og var m. a. í unglingaliði því, sem vann meistaraflokkinn í körfu- knattleik á dögunum. — Accipiter. flAtrí Akritfar FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Ég er fædd 15. ágúst 1930, klukkan eitt eftir miðnætti á Austurlandi. Ég er gift manni, sem er fæddur 21. marz 1928. Viltu gjöra svo vel og finna út fyrir mig, sem fljótast, hvað stjörnurnar segja um framtíð mína. B. H. Svar til B. H. Kort ykkar hjónanna eru rpjög gæfuleg, miðað við fæð- ingarstundina. Hins vegar er það svo, að í lífi sérhvers manns eiga sér stað erfiðleika- tímabil um lengri eða skemmri tíma. Finnst þá mörgum svo að sér sorfið að þeir eru að því komnir að gefast upp. En oft- ast er það nú svo, að fyrr eða síðar birtir til og sólin skín á ný í heiði. Þetta virðist mér einmitt eiga við nú sakir nokkurra á- rekstra, sem virðast vera í vændum næstu árin milli ykk- ar hjónanna. Þetta tímabil nær hámarki sínu eftir fjögur til fimm ár, en dvínar síðan jafnt og þétt, þannig að mis- klíðin fjarar út. Maðurinn þinn er fæddur undir Hrúts- merkinu, rétt í byrjun þess, og er því undir sérstaklega sterkum áhrifum þess merk- is. Hann er einnig með Uranus og Júpíter í því merki og býr því yfir mikilli lífsorku og framagirni. Mars er í Vatns- beramerkinu þannig að það væri ekki rétt að segja að hann væri vinsæll maður. Af- stöðurnar í Fiskamerkinu benda til nokkurrar þröngsýni í skoðunum og einnig í ásta- málunum, þar sem Venus er einnig stödd þar. Sjálf ertu fædd undir Ljóns- merkinu, en það gerir þig einnig hneigða til ráðs- mennsku eins og maður þinn er. en samt sem áður eru að- stæður til að alla jafnan geti ríkt samræmi milli ykkar þrátt fyrir það. Júpíter er í Krabbamerki fæðingarkorts þíns, en það mundi gefa til kynna góðar aðstæður til alls- nægta á heimilinu ef aðrar að- stæður væru hagstæðar, en svo er því miður ekki. Ég þekki persónulega manneskju, sem er með mjög líkar afstöður og þú, því hún er fædd örfáum dögum áður. Þær afstöður sem ríktu þá leiddu af sér nokkuð gagnrýnið og metnaðargjarnt fólk, gagnrýnin er nokkuð á- berandi sérstaklega þar eð sól þessara fæðingarkorta er nú gengin inn í Meyjarmerkið, en það er merki gagnrýnandans. Mér er ekki grunlaust um, að þú sért nokkuð kröfuhörð við eiginmanninn með tilliti til útvegunar til heimilisins. Þú ættir að vera sérlega heilsu- góð allt þitt líf og ættir að ná sérstaklega háum aldri. Ég geri ráð fyrir, að þú ber- ir nokkurn kvíðboga yfir nú- verandi sambandi ykkar hjón- anna, en orsakirnar til þessa eru gagnafstöður milli Sólar- innar í þínu korti annars veg- ar og Mánans í korti eigin- manns þíns hins vegar. Þessar afstöður leiða iðulega til skiln- aðar, en þar eð samræmið milli fæðingarkorta ykkar er svo náið væri það hreinasta sorg- arsaga ef þið létuð stundar- erfiðleika leiða til skilnaðar. Einnig eru áberandi áhrif Mars í ár, sem vafalaust hafa mikil áhrif á þig. Þessi áhrif gera fólk næmt fyrir geð- sveiflum og fljótræðið, þann- ig að það sér eftir gerðum sin- um eftir á. En þessi áhrif verða gengin um garð innan árs. Ég vildi því eindregið ráðleggja þér að bíða og sjá hvort erfiðleikarnir jafna sig ekki og öldur ósamkomulags- ins lægja. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.