Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Side 33

Fálkinn - 22.03.1961, Side 33
 carabella klæðlr yður * ■ Þ iíii I : i;:: i:i: ii;: : ii:: | :::i u .... iill!!l!!!iiiiiili!illiiiiiii3lii3i liiiiiliiOSis STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið. Ef þér vinnið ötullega í þessari viku, munuð þér örugglega ná góðum árangri. Þér skuluð ekki verða óttasleginn, þótt á vegi yðar verði vandamál, sem þér hafið aldrei þurft að glíma við. Þér munuð komast yfir örðugleikana og þá opnast nýjar og happasælar leiðir. Fimmtudagurinn verður sérstaklega góður dagur. Nautsmerkið. Þér fáið verkefni í hendur, sem þér hafið sérstaklega mik- inn áhuga á, og þetta gerir það að verkum, að þér hafið meiri ánægju af starfi yðar en þér hafið áður haft. En gætið þess, að verða ekki svo uoptekinn af starfinu, að allt annað gleymist. Ástamálin verða ekki farsæl, nema lögð sé rækt við þau. Tvíburamerkið. Strax í byrjun vikunnar ber margt við í lífi yðar og flest verður það á sviði einkalífsins. Þér yngist. upp um helming við það að hitta vin eða vinkonu, sem fyrir mörgum árum átti hug yðar og hjarta. Þér hafið ekki séð hann eða hana svo árum skiptir og endurfundirnir munu vissulega ylja yður um hjartaræturnar. Krabbamerkið. Ósk, sem þér hafið lengi alið í brjósti, rætist í þessari viku. Þér voruð orðinn úrkula vonar um, að hún mundi nokkru sinni verða að veruleika og þess vegna verður þetta helmingi gleðilegra allt. saman. Þér fáið aukið sjálftstraust og takið yður nýtt, en afar erfitt verkefni fyrir hendur. Ljónsmerkið. Þér eruð stórhuga og hafið hingað til neitað að viðurkenna þá staðreynd, að smámunirnir geta orðið þungir á metaskál- unum. Vinur yðar sannfærir yður um þetta og sem betur fer látið þér segjast og takið að leggja rækt við hið smáa, sem er alls ekki svo lítið, þegar allt kemur til alls. J ómfrúarmerkið. Vikan einkennist af atburðum einkalífsins. Það verður mik- ið um skemmtilegar veizlur og heimsóknir á heimilinu. Njótið þessa skemmtilega tímabils, meðan það varir. Áhyggjur yðar hafa verið stórar að undanförnu og lífsstríðið strangt., svo að þér eigið sannarlega skilið að skemmta yður dálítið. V ogarskálarmerkið. Um miðja vikuna fáið þér skyndilega hagstæðan byr, sem feykir yður góðan spöl áleiöis að takmarki yðar. Enn er þó langt í land og þér skuluð ekki einblína um of á það, að all- ar óskir yðar og draumar rætist. Látið yður nægja um sinn fyrsta áfangann, sem þér hafið nú loks náð. Sporðdrekamerkið. Vikan verður heldur viðburðarsnauð og hversdagsleg og ekkert. spennandi eða stórfenglegt á ferðinni. Glatið samt ekki hinni léttu lund yðar. Meðan þér hafið hana er tilveran vissulega mikils virði, þótt hvorki gerist stórtíðindi, góð né slæm. Bogmannsmerkið. Verið varkár í þessari viku. Óráðvandir menn, sem þér því miður metið mikils, munu freista þess að ginna yður og lokka á margan máta. íhugið gaumgæfilega öll þessi girnilegu gylli- boð þeirra. Þá mun sannast rækilega málshátturinn gamli, að oft er flagð undir fögru skinni. Steingeitarmerkið. í þessari viku gerist mikilvægt atvik, sem setur yður í mik- inn vanda. Þér munuð standa frammi fyrir því erfiða máli, að eiga um tvennt að velja, sem hvorugt er gott.. En úr því sem komið er, er ekki um annað að gera en athuga vel, hvort sé skárra. Leitið aðstoðar vina og kunningja, áður en þér veljið. Vatnsberamerkið. Þér munuð kynnast nýju fólki í þessari viku, fólki, sem hefur svipuð áhugamál og þér, og þess vegna verður kunn- ingsskapurinn skemmtilegur og langvarandi. Og ekki er ósennilegt að einhverjir þessa nýju vina muni smátt og smátt verða annað og meira en venjulegir vinir yðar. Fiskamerkið. Þér fáið góð tilboð í þessari viku og ekki er loku fyrir það skotið að miklir atburðir gerist svo sem skemmtireisa til út- landa. Þetta kemur talsvert flat.t upp á yður, en látið nú ekki tækifærið ganga yður úr greipum. Það er ekki víst að þér eigið kost á slíku boði aftur 1 bráðina. 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÖNl 22. JÚNl — 22. JÚLl 23. JÚLl — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBH. 20. FEBB. — 20. MABZ

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.