Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 6
Ekkert fyrirtækj getur boðið starfsmönnum sínum upp á fallegra útsýni en Ríkisútvarpið, að dómi Guðmundar Jónssonar. Stóra myndin er tekin þar sem hann stendur við gluggann sinn, og hér til hægri sjáum við nokkrar útgáfur af svipbrigðum Guðmundar. (Ljósm. Oddur Ólafsson). Rætt vlð Guðmund Jónsson, óperusöngvara um útsýnið úr gluggum Ríkisútvarpsins, nýtt skrifborð, Vesturbæinn og fleira. 6 FÁLKINN — Hann er kominn aftur hann Kobbi. Ég sá hann í gær. Hann var að tala meir við sjálfan sig hann Guðmundur Jónsson, þar sem hann stóð í allri sinni tign út við glugga og starði vonaraugum á sjóinn. Ég er kom- inn í heimsókn til hans á skrifstofuna í útvarpinu . Ég þori ekki að trufla mann- inn þar sem hann horfir eftir Kobba, en segi svo rétt si sona: — Hver er Kobbi? — Hver er Kobbi, spyr hann eftir mér. — Nei, heyrðu nú, elsku drengurinn, fáðu þér í nefið. Kobbi er selurinn, vin- ur okkar. Hann heldur sig oft hér fyrir framan húsið. Hvergi í víðri veröld er til útvarp með jafn fallegt útsýni handa starfsfólkinu. Og hann Guðmundur tek- ur lengi og íslenzkulega í nefið. — Lærðir þú þetta í Vesturbænum, spyr ég. — Vesturbænum? Og það færist ein- hver undarleg ró yfir manninn, — Vest- urbærinn, hann er skrifaður með stór- um staf! — Annars ætlaði ég ekki að tala við þig um Vesturbæinn, heldur um sjálf- an þig. — Vesturbærinn er miklu skemmti- legra umræðuefni. Ég er svo mannlegur. — Þið Vesturbæingar hafið gaman af að skapa ykkur aðalstign í Reykjavík. — Við höfum ekki skapað okkur slíkt. Þetta kemur svona ósjálfrátt. Það er eitt við Vesturbæinn sem aðkomufólk at- hugar ekki, og það er það, að fáar breyt- ingar eiga sér þar stað. Allt er þar mikl- um mun rótgrónara. Þar er minni erill en í öðrum bæjarhlutum. Hjá okkur eru til dæmis aðeins tvær umferðargötur að heita má, og það er tilfellið, að ef maður deyr í Vesturbænum, er alla jafna fleira fólk við .jarðarförina en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.