Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 32
var mjög strangt. Tollverðir komu um
borð í skipið á Djúpavogi, og voru með
því alla leiðina þangað aftur.
— Hvenær gerðist þú kvæntur og
heimilisfaðir?
— Það var árið 1932. Konan mín er
Sigríður Guðmundsdóttir frá Fáskrúðs-
firði, og þar giftumst við. Við bjugg-
um í Kaupmannahöfn, eins og sumir
aðrir yfirmenn á Lagarfossi, því það
var eina höfnin, sem skipið stanzaði
eitthvað að ráði. Við vorum í þessum
siglingum unz stríðið batt enda á þær.
AFTUR í STRlÐI.
Stuttu eftir að við hættum Austfjarða-
siglingunum, fór ég á Fjallfoss.
— Lentir þú í einhverjum mannraun-
um í stríðinu?
— Sá sem er heppinn eins og ég var,
hefur ekki frá miklu að segja, nema
þeim ógnum og dauða, sem skeðu allt
1 kring. Ég var sérlega heppinn, enda
þótt maður sæi stundum daglega að
„Nei, ég lœt það ekki viðgangast,
að þú farir heim í þessu veðri.
Konan mín er þegar búin að búa
um þig.“
„Jú, þú hafðir á réttu að standa,
elskan mín. Það v ar innbrots-
þjófur.“
32 FÁLKINN
skip voru skotin niður allt í kring og
menn drukkna og brenna til bana, slapp
ég alltaf.
Einu sinni vorum við t. d. í skipa-
lest á Selfossi, þegar skip sitt hvorum
megin við okkur voru ,,torpederuð“
svo að segja á sömu mínútunni. Kaf-
báturinn hefur þá verið undir okkur
eða alveg í kjölfarinu.
— Þú hefur farið jómfrúferðina sem
skipstjóri á stríðsárunum?
— Jómfrúferðina fór ég á Selfossi
gamla, og það var síðasta ferð hans
í skipalest, því eftir Það var honum
neitað að sigla í „convoy“. Ferðin, sem
var heitið til Halifax í Kanada, hófst
í Reykjavík. Við áttum að hitta skipa-
lest fyrir sunnan Reykjanes. Þar var
vitlaust rok og ekkert bólaði á skipa-
lestinni. Við héldum vestur á bóginn,
en miðaði hægt gegn stormi og stórsjó.
Þar sem við vorum að berja þarna,
kom til okkar korvetta og skipaði okk-
ur að snúa aftur til Reykjavíkur. Ég
lét senda þau skilaboð, að við ætluð-
um til Halifax og þangað færum við.
Á þriðja degi hittum við skipalest, sem
var á leið vestur yfir hafið. Brúarfoss
var í henni og hafði farið gagngert til
Bretlands til að hitta þessa skipalest.
Við fengum versta veður á hafinu. Skipa-
lestin sundraðist, en við héngum samt
alltaf með aðalhlutanum. Þegar við
komum undir land í Kanada, sigldi
sama korvettan sem við höfðum hitt
fyrir sunnan Reykjanes fram hjá okk-
ur og sendi okkur skeyti á merkjamáli
eitthvað í þá átt, að þótt byrjunin hjá
okkur hefði ekki verið góð, væri end-
irinn samt ágætur. Þeir voru víst hissa
á því, að við skyldum vera með alla
leiðina.
Eftir losun o^ lestun í Halifax, var
okkur skipað í skipalest austur yfir
hafið. Commandörinn kallagi alla skip-
stjórana á fund áður en farið var úr
höfn og skýrði frá ýmsum framkvæmd-
aratriðum. Þarna var danskur skipstjóri
á fundinum, eitthvað við skál. Hann
kallaði upp og spurði með hvaða hraða
skipalestin ætti að sigla. Commandör-
inn, sem var eldri maður og sannkall-
aður heiðurskarl, svaraði, að siglt yrði
með sjö mílna hraða. „Það er lítið skip
í lestinni, sem ekki gengur nema sjö
mílur, og ég ætla mér ekki að skilja
það eftir,“ sagði hann.
Við létum svo úr höfn og sigldum
norðarlega, alveg norður undir Græn-
land. Þá kom skipun um að snúa við
þvi fyrir norðan lægju margir þýzkir
kafbátar og biðu lestarinnar. Síðan var
siglt suður undir Azoreyjar. Þá kom
aftur skipun um að nema staðar, því
að kafbátar væru fram undan. Við lón-
uðum svo þarna í einn og hálfan sólar-
hring, þangað til flugvélamóðurskip
kom að vestan. Með aðstoð þess kom-
umst við í gegn, en kafbátaárásir voru
tiðar og mörgum skipum sökkt, allt í
kring um okkur. Einn dag er ég var
úti á brúarvæng að mæla sólarhæð,
voru tvö skip, sitt hvoru megin við
okkur, skotin í kaf. Það var eins og
þau stærri yrðu frekar fyrir tundur-
skeytunum en þau smærri. Kannske
hefur það bjargað okkur. Einn daginn
„signaliseraði“ Commandörinn til okk-
ar og spurðist fyrir um eldsneytisbirgð-
ir. Við áttum þá eftir kol til 2—3 daga.
Hann sendi okkur boð til baka, að það
væri allt í lagi, því ef kolin þryti, rriundi
hann láta taka okkur í ,,slev“. —
Ekki hafði hann fyrr sent þetta
skeyti, en stór Englendingur renndi upp
að okkur og heimtaði enda. Ég sagði
þeim, að meðan við værum sjálfbjarga
mundum við sigla okkar sjó, eins og
þeir. Þegar skipalestin kom upp undir
Bretlandseyjar, skiptist hún. Annar
helmingurinn fór suður fyrir, en hinn
norður. Við vorum í þeim hlutanum,
sem fór norður, og svo óheppilega vildi
til, að Englendingurinn sem hafði boð-
ið okkur endann, var gerður að yfir-
manni þess hlutans. Hann var ekki
seinn til að hefna sín á okkur, skratt-
inn sá, því hann gaf öllum skipunum
skipun um að setja á fulla ferð. Við
vorum því fljótlega einir eftir, kola-
litlir, og höfðum engin nákvæm kort
af leiðinni. Við sáum stundum til botns,
en áfram var haldið. Við brutum nið-
ur ribbana í lestinni og kyntum með
þeim, og loksins komumst við til Loch
Ewe, eftir 24 daga ferða yfir hafið.
HVALFJARÐARSÍLDIN.
Eftir þessa ferð fékk Selfoss ekki að
sigla í skipalest og var sendur til Græn-
lands. Við áttum að sigla með vörur
frá Narssarssuaq til Angmagsalik. Út-
koman varð sú, að við fórum aðeins
eina ferð. Skipið var of lítið fyrir þann
flutning, sem við áttum að taka.
Um vorið lauk stríðinu og þar með con-
voy-siglingum.
Svo kom síldin í Hvalfjörð, og ég
var heilan vetur í síldarflutningum,
fyrst á Selfossi og síðan á Fjallfossi.
— Hvað heldur þú að ferðir þínar
yfir Atlantshafið séu orðnar margar?
— Yfir hafið milli íslands og Ame-
ríki hef ég farið 193 — eitt hundrað
níutíu og þrjár -— ferðir, en ég veit
ekki hvað þær eru margar til Evrópu.
Eitt veit ég þó, að þær eru miklu fleiri.
Nokkru eftir 1950 varð ég skipstjóri
á Reykjafossi og var þar í eitt ár. Sið-
an varð ég skipstjóri á Tröllafossi. Á
Tröllafossi var gott að vera, eins og
þú veizt. Síðastliðið sumar varð ég 65
ára og náði þar með aldurshámarki sem
bindur endi á skipstjórnarferil minn hjá
Eimskip.
— Hvað hyggst þú taka þér fyrir
hendur?
— Það má kannske segja, að starfs-
dagurinn á sjónum sé orðinn nógu lang-
ur, en hvað á maður, sem ekki hefur
gert annað í meira en hálfa öld að
gera, þegar hann er loksins kominn í
land? Ég er nú að leita fyrir mér um
eitthvert starf. Það hefur ekki borið
árangur ennþá, en vonandi verður þess
ekki langt að bíða.