Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 31
ný sannindi. Ætli þeta komi henni ekki
í betra skap, hugsaði hann og þreifaði
eftir litlum kassa í vasa sínum. Hún
er kannski bara að gera sig merkilega,
af því að hún heldur að ég hafi gleymt
því. Hann hikaði sem snöggvat, en svo
hleypti hann í sig hörku og dró hring-
ana upp úr kassanum.
Erna hafði þráð þetta augnablik lengi
og alltaf efast um, að það ætti eftir
að gerast. . . . En nú, þegar það var
runnið upp, varð henni við eins og
hlekkjum væri veifað fyrir framan hana
en ekki gullhring. Hann hleypti brún-
um og reyndi að koma hringnum upp
á fingur henni.
— Þú hefur farið illa með hendurn-
ar á þér, meðan ég var í burtu. Þarf
ég alltaf að passa þig eins og krakka?
Hendur hennar voru rauðar og þrútn-
ar, því að hún hafði ekki haft sinnu
á að hugsa um útlit sitt vegna hugs-
unarinnar um Viðar. Hún kippti þeim
að sér og virti þær fyrir sér. Viðar
mundi ekki horfa á þær með ásökunar-
svip. Hún minntist þess hvernig hann
hafði strokið um fætur hennar og hún
opnaði bílhurðina og steig út. Hún leit
í augu Þóris:
— Vertu sæll, elskan. Það er ég sem
passa ekki fyrir hringinn, en ekki hring-
urinn, sem passar ekki fyrir mig. Og
því verður ekki breytt.
Hún gekk hnarreist burt, ákveðin í
hvert fara skyldi. Það var einmitt um
þetta leyti, sem Viðar tók sér hvíld.
Hún herti gönguna og taldi saman aur-
ana, sem hún hafði í vasanum. Kann-
ski hún ætti að kaupa kótilettur. Það
var eftirlætismaturinn hans.
En svipur unga mannsins, sem hall-
aðist fram á stýrið í nýjasta bílmódeli
ársins og horfði á eftir henni, var undr-
unarfullur. Hann blístraði langdregið
og rótaði í hárinu á sér, en svo varð
honum litið í sætið, þar sem hún hafði
skilið eftir ösku af sígarettu. Svipur
hans lýsti vanþóknun og síðan fegin-
leika . . .
☆
Hálfa öld á hafinu -
Frh. af bls. 14.
skipi þar. Margir skipsfélagar m,ínir á
Estonía höfðu sagt mér frá því hvernig
væri að vera í Síam og það var stað-
reynd, að mjög fáir gátu verið þar lengi.
Sumir urðu drykkjuskap að bráð, en
aðrir fengu hitabelissjúkdóma og misstu
heilsuna. Annar stýrimaður á Estonia
var t. d. illa farinn af Malaríu. Nú,
ég asnaðist um borð í Gullfoss til að
kveðja. Þar hitti ég Jón Eiríksson. Hann
spurði hvern fjandann ég ætlað að fara
að þvælast þarna suður eftir. Ég mundi
eflaust drepa mig á því. „Komdu held-
ur með okkur til íslands,“ sagði hann.
Ég lét til leiðasl og fór með þeim heim.
Fékk þá fast stýrimannspláss hjá Eim-
skip.
AU STF J ARÐ ASIGLIN GAR.
Eftir heimkomuna var ég stýrimaður
á Gullfossi unz ég fór yfir á Lagarfoss
árið 1927. Lagarfoss var þá í sigling-
um milli Kaupmannahafnar og Austur-
og Norðurlandsins. Við tókum land á
Djúpavogi og komum við á hverri höfn
allt til Norðurfjarðar. Þar var snúið
við og sömu viðkomur á bakaleið, unz
látið var í haf frá Djúpavogi á ný.
Þetta voru 36 hafnir í hverri ferð. Það
var oft lítill tími til að sofa, sérstak-
lega á Austfjörðunum, því stutt var á
milli hafna og enginn úr landi kom
um borð til þess að vinna að uppskip-
un. Það gerðu skipverjar að öllu leyti.
Hásetar fengu yfirvinnukaup, en þriðji
stýrimaður, sem einnig vann í lestun-
um, ekki.
— Þetta var á bannárunum. Reyndu
menn ekki að smygla víni?
— Það var eflaust reynt, en eftirlit
fatrc Akrifat
FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR
Ég er fædd 1920 að morgni
milli klukkan átta og tíu á
Norð-Vesturlandi. Fór úr föð-
urhúsum átján ára.
Giftist 21 árs og var í hjóna-
bandi 5 ár og átti þrjár dæt-
ur með þeim manni. Síðan
skildum við af völdum áfengis
árið 1947. Fór ég þá út til
Svíþjóðar og var þar við nám
í þrjú ár að læra matreiðslu.
Er ég kom heim aftur, þá gifti
ég mig í annað sinn, en það
hjónaband varð mér hreinasta
kvöl. Átti ég með þeim manni
tvö börn, dreng og stúlku, sem
ég verð nú að sjá fyrir. Þau
eru tveggja og fimm ára.
Ég er hlédræg og feimin
mjög að eðlisfari, neyti hvorki
áfengis né tóbaks. — Nú
um tíma hef ég haft samband
við mann, sem er fimm árum
yngri en ég og þykir mér vænt
um hann, en hann drekkur,
og það versta er, að ekki er
hægt að, treysta honum. Hann
er fæddur 1926. Eins og aðr-
ar manneskjur þrái ég öryggi,
því ég er fjarska einmana og
hef orðið fyrir þungum raun-
um. Svo kveð ég yður með
von um að fá svar sem fyrst.
Getty.
Svar til Gettyar,
Eins og þér er vafalaust
kunnugt um, ertu fædd undir
sólmerkinu Sporðdrekinn.
Þeir, sem fæddir eru hér, hætt-
ir mjög til að gera úlfalda úr
mýflugunni og ímynda sér allt
mikið verra en það er. Afleið-
ingarnar af þessu gætu verið
athafnir, sem síðar yrði sár-
lega iðrazt eftir. Þetta sól-
merki virkar einnig þannig, að
þeir, sem þar eru fæddir, eru
mjög hneigðir til samlífis við
hitt kynið á yngri árum, en
þessi tilhneiging breytist með
tímanum og þetta fólk fer að
kynna sér ýmsa dulspeki og
því um líkt.
í korti vinar þíns er sólin
í Ljónsmerkinu, ásamt þrem
öðrum plánetum, þar á meðal
Venus. Þessar afstöður gera
vin þinn mjög vingjarnlegan
og ágætan í framkomu oft á
tíðum. Hann hefur þó við ó-
venjumiklu örðugleika að
stríða andlega og efnalega.
Hann er með svokallaðar Stór
Kross afstöður, sem er sérlega
erfitt merki og aðeins fyrir
mjög þroskað fólk að yfirstíga
og komast áfram í lífinu. Eitt
þeirra fáu tilfella er Dr. Al-
bert Schweitzer. Þessar afstöð-
ur leiða af sér öllu venjulegu
fólki, alls konar ágalla, t. d.
sviksemi, eins og þú talar um.
Ég mundi því alls ekki ráð-
leggja þér að taka saman með
þessum manni, því með því
værir þú að endurtaka það
sama og þú hefur áður gert
í fyrri hjónaböndum. Þú
mundir ná í beztu makana
undan sólmerkjunum: Fiska-
merkið, Krabbamerkið og
Meyjarmerkið. Einnig kæmi
Steingeitarmerkið til greina
r , ■ V
hja þer. Eg mundi eindregið
ráðleggja þér að hugsa ekkert
um samneyti við neinn mann,
sem þú ert ekki fyllilega á-
nægð með á alla kanta.
Afstöður Venusar í korti
þínu benda til þess að þér
hætti til að vera ekki við eina
fjölina felld í ástamálunum.
Ef til vill er sökin ekki hvað
minnst sjálfri þér að kenna,
í sambandi við fyrri eigin-
menn þína. Það er ekki nægi-
legt að hvorkj reykja né
drekka og vera reglusamur,
ef maður hefur erfitt lundar-
far. Framkoma manns hefur
ákaflega mikið að segja. Ást-
úð og þolinmæði er það, sem
þú þarft öðru fremur að til-
einka þér í þessu lífi, sem öðr-
um.
Ég álít, að þér mundi vegna
miklu betur erlendis en hér á
íslandi, sérstaklega á þetta þó
við um ástamálin.
FÁLKINN 31