Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 13
svo sem ekki beint til Suðurnesja, held- ur til ísafjarðar og komum svo við á hverri höfn á Vestfjörðum á suðurleið. Ég man að Nielsen, sem síðar varð fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags íslands, var skipstjóri á Sterling. — Hvað var svo næsta skrefið á sjó- mennskubrautinni? — Sextán ára réðst ég á skútu frá Edinborgarverzlun í Hafnarfirði, sem hét „Jón“ og var venjulega kölluð Jón á hliðinni. Skútan var góður siglari en handónýt og þetta var síðasta vertíðin, sem henni var haldið úti. Þegar við sigldum lá hún og sjórinn fossaði, því hún var svo fúin. Seinna var ég á öðrum skútum, Ac- cord og Sigríði með Guðmundi Guð- mundssyni skipstjóra. — Hvernig líkaði þér skútulífið? — O, blessaður vertu, þetta var hundalíf. Það eina sem var skemmtilegt var að sigla inn. Kannski hefur maður haldið þessu áfram til þess að njóta þeirrar ánægju. Haustið 1914 var ég nítján ára. Stríð- ið var þá nýbyrjað og manni fannst æv- intýrin liggja við hvert fótmál. Við vor- um eitthvað um tuttugu strákar, sem ákváðum að fara til Noregs og freista gæfunnar þar. — Var þetta með samþykki foreldra og vandamanna? — Ekki aldeilis. Þegar við vorum komnir um borð í Flóru hérna í Reykja- vík komu foreldrar margra strákanna og sóttu þá. Við vorum þrír, sem fórum. Þetta var nokkuð söguleg ferð. Ferð- inni var heitið til Bergen, en þegar við komum inn í Norðursjóinn kom enskt herskip og skipaði okkur að sigla til Kirkwall á Orkneyjum. Við lágum svo þarna í hálfan mánuð og það var ekkert annað að gera en spila upp á peninga daginn út og daginn inn. Þegar við komum svo loksins til Bergen átti ég ekki eyri til. Veðsetti úrið mitt til að komast til Haugasunds, því þar átti að freista gæfunnar. — Það hefur stundum verið sagt, að Hjálpræðisherinn stjórnaði Haugasundi. — Já, það veður alls konar trúhræðsla uppi þar, en við urðum nú lítið fyrir barðinu á þessu. Bjuggum á sjómanna- heimili og ég komst strax á skip. Það var nú ljóti dallurinn. Við sigldum aðal- lega til Bretlands og milli hafna við Norðursjóinn nema auðvitað þýzkra. Einu sinni vorum við á siglingu fyrir sunnan Jótland. Þarna voru nokkur skip saman og einn brezkur tundurduflaslæð- ari með okkur. Þá sáum við flokk her- skipa, heila flotadeild, nálgast. Við héld- um að þetta væru Bretar, því þeir réðu öllu á höfunum þá. — En þegar þeir komu nær, sáum við, að þetta voru þýzk herskip og þegar þau voru komin nær hófu Þau skothríð á kaupskipin. Ég sá skip sökkva og kvikna í öðrum. Tundurduflaslæðarinn hefur sennilega flúið fyrstur því hann sást ekki eftir þetta, Ekki hafði skothríðin staðið lengi þegar dimmdi með svörtu éli. Okkar skip breytti um stefnu og það var keyrt eins og dallurinn komst. Þegar élinu létti sást ekkert herskipanna og við sluppum með skrekkinn. TEKINN í FRANSKA HERINN. — Þú sagðir að þetta skip hafi verið versti kláfur. Varstu lengi á því? — Ég var á dallinum í tæpa tvo mán- uði. Þá sigldum við til Frakklands og komum til hafnar í Le Havre. Þar strukum við af skipinu allir hásetarnir. Við laumuðumst frá borði með pok- ana okkar um nótt og ætluðum fótgang- andi til hafnarbæjar skammt frá. Við lentum i kolsvartri andskotans þoku og villtumst. Félagar mínir voru Norð- menn og menn voru ekki ásáttir í hvaða átt ætti að fara. Þegar við vorum að fara yfir einhverja brú kom allt í einu herflokkur og tók okkur til fanga. Við vorum víst komnir á eitthvert bann- svæði og hermennirnir fóru með okkur í herbúðir ekki langt í burtu. Okkur var skipað þarna inn og fórum að sofa. Snemma um morguninn kom officeri og skipaði okkur út á æfingavöll, þar sem þeir byrjuðu að kenna okkur her- mennsku. Það leizt okkur ekkert á. Um hádegið kom konsúll frá Le Havre og leysti okkur úr „herþjónustu“ hjá Frökkum. Við fórum svo með konsúln- FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.