Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 29
verið tilkynnt það. Til dæmis vissi Jón Guðmundsson ekkert um þetta og var hann þó einn af málafærslumönnum réttarins. Dagana áður, þann 5. og 6. júlí, hafði auglýsingu um réttinn verið fest upp í gamla svartmálaða glerkass- anum utan á húsi réttarins á Lækjar- torgi, þ. e. svartholinu, eins og vant var, og ekki annars getið en rétturinn yrði þar að venju. Á laugardag fór nú samt að kvisast hvað til stæði, og á mánudagsmorgun kom maður til Jóns Guðmundsonar og fullyrti, að yfirrétt- urinn ætti að standa í tugthúsinu nýja kl. 10 f. h. þann dag. Menn lögðu því í fyrra lagi af stað, því að „langur gangur“ var fyrir þá, sem áttu heima vestur í bæ, segir Jón Guðmundsson, en hann bjó í Aðal- stræti. Allir vildu flýta sér til að sjá dýrðina, sem þarna yrði, því að búizt var við, að forseti réttarins og assess- orarnir væru skrýddir „glóandi“ ein- kennisbúningum, þó að slík skraut- klæði hefðu þá ekki sézt hér síðan Þórð- ur dómstjóri Sveinbjörnsson dó, en þetta urðu mikil vonbrigði. Þegar upp að tugthúsi kom, sást þar enginn maður. Upp eftir Bakarastígn- um, sem nú heitir Bankastræti, sást ekki annað en venjuleg og hversdags- leg umferð bæjarbúa og sveitamanna, en þessa dagana, þegar sumarkauptíð stóð sem hæst, voru margir á ferð á þessu aðalstriki bæjarins. Það voru menn ríðandi og gangandi, flestir 1 ,,starfsmannabúningi“ þ. e. í daglegum vinnufötum, en sumir í „búðarmanna- fötum“ eða spariklæddir. — Engin hreyfing sást frá Landshöfðingjahöll- inni, og ekki kom forseti yfirréttarins þaðan. Engin flögg voru á stöng, hvorki hjá Landshöfðingja eða annars staðar, og voru flöggin þó ekki spöruð í þá daga. Þá var nefnilega flaggað fyrir hverju útlendu „Kúffi“ sem kom og fór, og hverjum oddborgara þegar hann átti afmæli. Þegar þeir, sem fyrst komu að tugthúsinu, höfðu beðið þar nokkra stund, birtust þar dómstjórinn, dómend- ur og máflutningsmenn, en ekki þekktu þá aðrir en þeir, sem voru kunnugir, enda klæðnaður þeirra ekkert frábrugð- inn annarra. Dómstjórinn, Þórður Jóns- son, var þá orðinn gamall maður, frið- samur og góðviljaður mannkostamaður. Meðdómendur voru Jón Pétursson, síð- ar dómstjóri, og Magnús Stephensen, síðar landshöfðingi, en málflutnings- menn voru Páll Melsted, sagnfr. og Jón ritari Jónsson. Dómstjórinn gamli gekk fyrstur að dyrum og ætlaði að ganga inn, en þá var allt harðlæst. En það var verra, að enginn lykill var til þess að ljúka upp með, og enginn vissi hvar hann var að finna. Það vildi nú svo vel til, að þarna var staddur gamall og þægur þjónn yfirvaldanna, danskur karl, Steenberg að nafni. Hann hafði verið lögreglu- þjónn yfir svörtum og hálfvilltum þegn- um Danakonungs í Vestur-Indíum, eða á eyjunni St. Croix, og þótti því hæfur að vera vörður laganna yfir Reykja- víkurbúum. Stiftamtmaðurinn danski hafði svo „puntað upp á“ þennan þarfa þjón sinn, Steenberg lögregluþjón, og fengið konung til þess að sæma hann dannebrogsorðunni fyrir dygga þjón- ustu. En eftir að karli hlotnaðist þessi upphefð, þóttist hann vera of góður til að labba um götur Reykjavíkur og vera lögregluþjónn og gegndi nú þeirri virð- ingarstöðu að vera sendill Landsyfir- réttarins. Þessi dannebrogsmaður, Steen- berg, var nú sendur út af örkinni til þess að hafa upp á lyklinum að tugt- húsinu og dómsalnum. Það vildi til að gott veður var, því að þarna urðu þessir háu herrar ásamt söfnuði sínum að bíða stundarfjórðung á hlaðinu undir veggjum tugthússins. Þegar svo lykill kom loks, var tafarlaust opnað og geng- ið til dómsalarins. Hinn konunglegi ís- lenzki landsyfirréttur var settur þarna í fyrsta sinn, eins og skrifað stendur „án allrar viðhafnar". — Undir þaki tugthússins var svo rétturinn þangað til hann var lagður niður 1920, og þarna var Hæstiréttur íslands settur og úr þessu gamla tugthúsi flutti hann loks á árinu 1949. RÁÐNINGAR Á HEILABROTUM Lausn á „Sjö kettir og sjö mýs“. Já eða nei. 1. Já. 2. Já. 3. Nei. Hann er úr Skagafirði. 4. Nei. Hún er eftir Stefán Júlíusson. 5. Já. 6. Nei. Verzlunarstjórar og farandsalar Hansasam- bandsins voru ókvæntir og þeir seldu meðal annars krydd. Þaðan er nafnið komið. 7. Já. 8. Já. 9. Nei. Það er úr biblíunni, Jobsbók, 40, 16 og 17. 10. Nei. Það er á Kleppi. Textalestur: 1. Hvað á maður að gera? Þú hendir öllum gömlum föt- um af manni. 2. Fáið yður sæti. Þetta tek- ur fljótt af. l < «a. - ■ » L Lausn á eldspýtnaþraut. Lausn á stafaþraut: GREIN NEGRI GRENI REGNI EGNIR INGER GNERI REGIN ENGRI Lausn á Völundarhúsi. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.