Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 28
Tugthús og - Framh. af bls. 9. að hægt væri að nota íslenzkan sand í steypuna, en hvernig reyndist svo sandurinn danski? Það datt alveg ofan yfir alla menn, þegar kirkjuveggirnir fóru að springa 3—4 árum síðar. Þá klofnaði allt slit- lagið af útveggjum kirkjunnar og féll frá, og sums staðar hrukku allar ytri brúnir múrsteinsins með. Svona gekk þetta ár eftir ár, að danska steypan og danski sandurinn urðu að lúta í lægra haldi fyrir íslenzku veðurfari, og allt- af var verið að dytta að guðshúsinu. Þegar liðinn var fjórðungur aldar, eða á því herrans ári, sem hegningarhúsið var byggt, var búið að verja mörg þús- und ríkisdölum til þess að halda við „þessum margbilaða og meir en hálf- fúna múrsteinsmúr dómkirkjunnar“ og til þess að „sementa hann aftur og aft- ur, en ekkert dugði. Veggir kirkjunnar voru alltaf jafn ónýtir, þó að stöðugt væri verið að klastra við þá. Loks var það ráð tekið, að allt slitlagið var brot- ið af og annað sett í staðinn, en í það var ekki sóttur sandur suður að Eyrar- sundi. í gremju sinni- yfir öllu þessu ráðslagi stjórnarinnar, endar Jón Guð- mundsson greinina á þessum orðum: „Svona fer, þegar með engu móti má byggja nema á sandi — það er sama þó að hann sé danskur.“ Ekki tókst betur til með þak dóm- kirkjunnar. Það reyndist svo „sviksam- lega“ lagt af dönsku verkamönnunum, að það hélt hvorki vindi né foksnjó, og varð því innan skamms að rífa það af og ónýta með öllu. Eins fór með þakið, sem þessir sömu dönsku „meist- arar“ voru fengnir til þess að leggja á biskupsstofuna í Laugarnesi, — það hélt hvorki veðri né vætu. Hins vegar var öðru máli að gegna með þau þök, sem snikkararnir Einar Jónsson og Jóhannes Allt jyrir dömurnar. 28 FALKINN Jónsson höfðu lagt á hús í höfuðstaðn- um um líkt leyti, eða 25 árum áður. Þau voru haldgóð og entust ennþá, enda voru þessir heiðursmenn nú fengnir til þess að leggja nýtt þak á kirkjuna, og þá hélt það. Þegar nú til byggingar hegningar- hússins var tekið, ætlaði danska stjórn- in ekki að brenna sig á sama soðinu. Nú skyldi byggja húsið úr eintómum grásteini utan og innan og af honum var nóg þarna í holtinu, — og svo var enginn sandur sóttur „yfir 300 mílna sjó, út í Danmörku“. — Mönnum þótti húsnæðið óhentugt á ýmsan máta og var mikið um það spjallað. Ef eingöngu væri um tugthús að ræða, væri ekki hægt að finna að því með rökum, þó að húsið væri sett „þarna í grjótholtinu fyrir ofan alla kaupstaðarbyggðina“, en þar sem þetta ætti líka að vera ráðhús bæjarins, væri óhentugt, að það væri byggt fyrir utan bæinn, þ. e. a. s. á Skólavörðustíg 9. Það þótti að vísu hent- ugt, hversu flutningurinn á grjótinu var ódýr og hægari en ef húsið hefði staðið neðar og nær bænum, en svo var líka þeim mun erfiðara að ná vatninu í steyp- una, því að með það varð að ,,kjaga“ eða með öðrum orðum að bera allt vatn- ið í fötum neðan úr bakarapósti, sem var við Bankastrætið, rétt fyrir neðan gamla Bernhöftsbakaríið. Mörgum þótti það alveg fráleitt, að þarna skyldi vera bæði ráðhús og tugt- hús undir einu og sama þaki. Það þótti ekki hæfilegt, að þeir háu herrar dóm- ararnir og dæmdir glæpamenn væru svona nálægt hver öðrum. Það þótti líka alveg óhæf ráðstöfun og næstum óskilj- anleg, að nokkur vitiborinn maður skyldi hafa „átt það innfall“ að skella þessari 28 álna löngu ráðhúsbyggingu ofan á tugthúsið, og er Jón Þjóðólfsrit- stjóri sárgramur yfir allri þessari óhæfu. 1 reiði sinni og vandlæti yfir þessu ráðs- lagi dönsku stjórnarinnar, kemst hann svo að orði: „Allt á nú að fara í tugthúsið. Það er naumast að við fengum tugthús. Svartholið í yfirréttarhúsinu (H. Á.) verður sjálfsagt lagt niður og selt, — ekkert svarthol nema tugthúsið. Hvern strák eða slæping eða enda heiðvirðan mann, sem verður það á að hittast blek- aður á strætunum, — já, hvað á að gera við hann annað en „látann í tugt- húsið“? — Ef 'blaðamaður eða annar heiðvirður borgari er dæmdur í fang- elsi fyrir brot á prentfrelsislögunum hér í Reykjavík, — þá verður hann líka settur í tugthúsið. Það vantar gæzlu- varðhald auk hegningarstofnunarinnar. Það er óhæfa og vanvirða, að láta alla á sama stað.“ „Allt í tugthúsið, allt í tugthúsið. Landsyfirrétturinn, æðsti dómstóllinn og stjórnarvöld staðarins, lögreglu- stjórn og bæjarstjórn, — allt þetta skal hneppa langt út fyrir borgina og — í tugthúsið. Hver hefur séð eða heyrt getið um nokkurs staðar um víða ver- öld, um ráð- og dómhús langt fyrir ut- an alla borgarbyggðina, eitt sér, auk heldur í tugthúsinu eða ofan á því?“ „Menn telja að þetta sé gert af sparn- aðarástæðum, — það kostar miklu minna að klína ráðhúsinu ofan á tugt- húsið en að byggja húsin hvert fyrir sig, en hví ekki að spara meira? Hví datt stjórninni ekki í hug, að hafa allt tugthúsið tvær hæðir, svo að hin stjórn- arvöldin öll hefðu getað fengið þar góð- an og sómasamlegan bústað? Þar hefði átt að vera bústaður fyrir amtmann- inn nýja og landfógetann, og hví skyldi herra biskupinn ekki geta verið þar líka?“ — Svona farast ritstjóranum orð og skín gremjan út úr hverri setningu. Honum þykir það sæma bezt, að allir æðstu embættismenn landsins, — um- boðsmenn danska valdsins á íslandi, væru látnir í tugthúsið, að undanskild- um höfuðpaurnum, landshöfðingjanum sjálfum, sem þegar hafði valið sér ból- festu í gamla afdankaða tugthúsinu við Arnarhól. Hefði verið farið eftir þess- um tillögum ritstjórans, var líka hægt að spara 1000 rd. árlega, sem biskup, amtmaður og landfógeti fengu úr lands- sjóði í húsaleigustyrk, en dönsku stjórn- arherrunum, segir ritstjórinn, sé annað hugleiknara en að spara útgjöld lands- sjóðs við þessa embættismenn sína. Um þessar mundir voru til sölu stór- ar og miklar húseignir í Reykjavík, hin svokölluðu Glasgow-verzlunarhús, sem enskt fyrirtæki átti og vildi selja fyrir lítinn pening. Tillaga kom fram um það, að kaupa þessar eignir og gera aðal- bygginguna, Glasgow, að ráðhúsi. Hús þetta þótti nægilega stórt og veglegt til þeirra hluta, en þetta var timbur- hjallur, sem fuðraði upp á skömmum tíma 30 árum síðar, eða rétt um alda- mótin síðustu. Margir aðhylltust þessa tillögu, þ. á m. Jón Guðmundsson. Hann segir þetta haganlegra fyrir alla, „en að fara að klúðra ráð- eða dómhúsi þarna ofan á tugthúsið fyrir utan alla staðarbyggðina, öllum til ama og óþæg- inda og til eintóms athlægis." — í einu orði sagt sé tugt- og ráðhúsið óhafandi þarna við Skólavörðustíginn, en hugg- un sé það þó í þessum raunum, að far- ið gæti svo, að ráðhúsið verið aldrei notað og alls ekki til lengdar. En þarna varð sá mæti maður ekki sannspár. Þetta hús er, sem kunnugt er, notað enn og Reykjavíkurbær hefur vaxið svo ört, að nú er tugthúsið í miðjum bænum. Það er því orðið öllum til ama og óþæg- inda, að tugthúsið skuli ekki vera „fyr- ir utan alla staðarbyggðina". Á slíkum stað ætti það að vera, eins og það var sett á sínum tíma. Byggingu tugthússins var lokið eftir eitt ár, en á þeim tíma voru engin inn- flutningshöft, og svo var lika völ á nógu vinnuafli. Mánudaginn 7. júlí var dómsalur yfirréttarins tekinn í notkun, án allra hátíðahalda eða vígsluathafn- ar, en þó er til frásögn af athöfn þess- ari. Það hafði að vísu enginn búizt við, að hinn hái réttur yrði fluttur í hið nýja hús þenna dag, og engum hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.