Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 7
SVO MANNLEGUR"
sést hjá mönnum úr öðrum hverfum.
Annars er ég ekki fæddur í Vesturbæn-
um. Ég er fæddur í Suggahverfi, en
flutti í Vesturbæinn strax og ég hafði
vit á. AUir sanngjarnir menn viður-
kenna, að í Vesturbænum býr kjarni
þjóðarinnar. Sjáðu skarfinn, nú sting-
ur hann sér.
Ég get ekki annað en hrifist af ein-
lægum áhuga þessa ágæta söngvara
fyrir fuglalífinu fyrir utan gluggann
hans. Um stund gleymum við stund og
stað og skoðum lífið fyrir utan. Svo
snýr hann sér frá glugganum og spyr
mig, hvort elsku drengurinn vilji alls
ekki í nefið, sezt við skrifborðið, horfir
á það um stund og segir:
— Ég þarf að fá mér stærra skrif-
borð. Þetta er alls ekki sanngjarnt. Þetta
er einkar hentugt borð fyrir ferming-
artelpur. Ég hef fitnað síðan ég kom
frá Austurríki. Það er loftslagið í Vest-
urbænum.
— Segðu mér eitthvað um drauma
þína, Guðmundur.
— Ég á einn draum, aðeins einn. Það
er að komast yfir góðan pylsuvagn. Þá
hætti ég öllu þessu brölti.
- — Er hægt að lifa af söng?
— Er hægt að lifa af því að vinna á
skrifstofu?
— Þú kannt vel við þig í útvarpinu?
— Ég kann alls staðar vel við mig.
Við reynum að" gera öllum til hæfis,
flytja blessuðum hlustendunum eitthvað
fyrir alla.
— Er ekki erill og armæða oft á
tíðum?
— Ég læt ekkert á mig fá. Menn eru
alltaf að láta litla og ómerkilega hluti
koma sér úr jafnvægi. Ég þarf til dæm-
is að fá annan stól um leið og ég fæ
annað skrifborð. Hann fór sundur þegar
ég sat og átti mér einskis ills von og
horfði á meykerlingu hér úti á höfðan-
um. Þarna er hún. Og hann bendir mér
á einmana máv. •—- Þá brotnaði stóllinn
og hrundi. Ég er enn ekki farinn að tala
um nýjan stól, ég lamdi þennan saman
og ég breyttist ekkert í skapi.
— Segðu mér eitthvað um sjálfan
þig, Guðmundur, hefur ekki margt
skemmtilegt skeð á söngferlinum?
— Það er gott og rólegt lífið mitt.
Einu sinni var ég að syngja fyrir ís-
firðinga og var þá dálítið snúinn við þá,
sem þeir eiga nú alls ekki skilið af mér,
elsku drengirnir. Á undan konsertinum
hafði húsið selt slikkerí í skrjáfpokum,
og þegar ég ætlaði að byrja á söng ferju-
mannanna á Volgu byrjuðu skruðning-
ar um allt húsið. Lagið er veikt í byrjun,
s)jáðu til. Mér fannst þetta leiðinlegt og
ég sneri mér því til Fritza og sagði
stundarhátt, að við skyldum biða meðan
fólk væri að fá sér brjóstsykur. Allir
hættu við, og ég byrjaði aftur. Þá tók
nú fyrst að heyrast í pokunum. Menn
voru nefnilega að reyna að koma þeim
í vasana, svo ég stoppaði enn og beið
meðan pokarnir hurfu ofan í töskur
eða vasa. Eftir það söng ég lagið og þeir
ísfirðingar þögðu dæmalaust vel. Dag-
inn eftir endurtók ég skemmtunina og
þá var ekki selt slikkerí. Þá man ég
það, þegar ég var með söngskemmtun
í Gamla Bíói eftir að ég kom frá Ame-
ríku. Ég var að syngja Mamma eftir
Sigurð Þórðarson, fallegt lag, og ég
söng það með allri þeirri tilfinningu
sem ég á til. Þar var meðal áhgyrenda
Jakob Guðmundss.on fræðimaður. í lag-
inu miðju, hver heldurðu að taki upp
ferlegan rauðan vasaklút og snýti sér
svo hraustlega, að hverju mannsbarni í
húsinu brá skelfilega, nema Jakob. Ekki
veit ég hvernig ég komst fram úr lag-
inu, en bágt var það.
— Hvað er framundan?
— Birta og fegurð. Sjáðu Esjuna.
Fallegt fjall. Það er ekki hægt að lýsa
þeirri fegurð sem hér blasir við manni
daglega.
— En í söngnum?
— í vor syng ég í óperettunni Sig-
aunabaróninn, svínabónda mjög ríkan.
Það er sennilega vöxturinn, sem hefur
ráðið því vali.
Og hann Guðmundur horfir niður á
sig eilítið hugsi.
— Þú hefur enga minnimáttarkennd
gagnvart vextinum?
— Alls ekki, þveröfugt. Og fáðu þér
nú í nefið, elsku drengurinn. í vor eru
tíu ár síðan við byrjuðum að færa upp
óperur. Ég hef sungið í þeim öllum.
— Ertu ánægður með það, þegar Þjóð-
leikhúsið fær hingað erlenda söngvara
til að syngja í óperunum?
— Já, ég er það. Það er ágætt fyrir
okkur að fá samanburð, við komumst
nefnilega að því, að íslendingar eiga
söngvara, sem standa þeim fyllilega
jafnfætis. En ef þú villt ekki í nefið, þá
skaltu nú fara að fara, en líttu út um
gluggann einu sinni áður en þú ferð.
Það er hollt fyrir þig.
Og ég geng út að glugganum. Það er
skarfur að synda fyrir utan gluggann,
og þarna úti hjá Hausnum ér kópur.
Hann horfir kunnuglega upp í glugg-
ann, og þegar ég sný mér við, stendur
Guðmundur og horfir niður til Kobba
síns og brosir kankvís með glampa í
augunum. Þegar ég snöggvast horfi
niður aftur, hefði ég getað svarið, að
selurinn brosti, en svo var hann horf-
inn í báruna. j.