Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNKiUÐURINN MIKLI „Einn enn,“ sagði landkönnuðurinn og fór í gegnum hliðið í næsta garði. „Þegar við höfum lokið þessum, þá erum við búnir með svæðið.“ Panda las kvíðinn skilti, sem þar var: „Varið ykkur á hundinum“. En til allrar hamingju var hundurinn sofandi, svo að þeir gátu óhindrað dregið upp flaggið. Á meðan hélt Aloysi- us frændi enn áfram að baka þeim óþægindi. Hann fór að sparka í hundakofann til þess að vekja hundinn. Og hann hrópaði hástöfum: „Vaknaðu, varðhundur, vaknaðu, sýndu þeim tennurnar.“ Hundurinn vaknaði líka. Eftir svolítinn tíma sá Panda Aloysius frænda hlaupa sem fætur toguðu í burtu og varðhundurinn á eftir honum. „Skiptu þér ekki af honum,“ sagði land- könnuðurinn rólega. „Hann er alltaf að reyna að spilla fyrir mér.“ Panda og landköönnuðurinn stóðu uppi á svolítilli hæð og rannsökuðu það, sem þeir höfðu lokið við. „Þá erum við búnir með þetta svæði,“ sagði land- könnuðurinn. „En áður en við könnum ný svæði, þarf ég að ná í lögfræðing til þess að votta að þessi svæði hafi verið könnuð. Svo er mælt fyrir í erfða- skrá Gullibers frænda.“ Varla hafði hann lokið orð- inu, er gamall og skriffinnskulegur fyrirmaður nálg- aðist þá og bar skjalatösku undir hendinni. „Herra lögfræðingur,“ sagði landkönnuðurinn, ,,ég ætlaði ein- mitt að fara að heimsækja þig. Viltu gera svo vel og staðfesta, að þetta land hafi verið löglega kannað.“ Lögfræðingurinn leit alvarlega í kringum sig. „Ein- mitt það. Þú getur þá fært þessi landsvæði á kortið og haldið áfram að kanna landsvæði.“ „Nei, hann getur það ekki,“ sagði reiðileg rödd á bak við þá. „Ég mótmæli, þessi lönd hafa ekki verið könnuð lög- lega. Hann þarf að byrja á þessu aftur.“ Auðvitað var það Aloysius, sem sagði þetta. „Panda litli þarna hjálpaði honum, hr. lögfræðingur,” hélt Aloysius frændi áfram. „Og það er bannað.“ Lögfræðingurinn hóstaði lágt. „Erfðaskráin bannar ekki hjálparmann,“ sagði hann þurrlega. „Ég get þess vegna ekki tekið mótmæli þín til greina. Könnunin er hér með lýst lögleg.“ Að svo mæltu kvaddi land- könnuðurinn þá félaga kurteislega. Panda fylgdi hon- um. Þeir fóru upp í jeppa, sem stóð þar rétt hjá. Jeppinn var hlaðinn flaggstöngum, flöggum, svefnpok- um, tannburstum, og alls konar fæðu. „Hvert förum við nú?“ spurði Panda. „Til strandarinnar,“ svaraði landkönnuðurinn. „Við ætlum að kanna neðansjávar- ey.“ „Ey undir sjónum, áttu við,“ sagði Panda. „Al- veg rétt,“ sagði landkönnuðurinn. „Það getur hver sem er uppgötvað eyjar, en ekki nema miklir landkönn- uðir neðansjávareyjar.“ 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.