Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 16
Hinn 29. október 1943 var gerð í Eng- landi kaþólsk messa fyrir sál, sem ekki gat fundið frið, — með öðrum orð- um fyrir draug! Afturgangan var „nunnan frá Borley-prestsetrinu“. Prestsetrið, sem í áraraðir hefur ver- ið frægt fyrir draugagang og óskýran- lega atburði, brann í febrúar 1938 á dularfullan hátt. Eftir annarlegum leið- um hafði fengizt vitneskja um það, að húsið mundi brenna og að eldurinn mundi eiga upptök sín í anddyrinu, hvað og einnig varð. Borley-prestsetrið hefur stöðugt verið í kastljósi undanfarin ár, enda tvímæla- laust mesta ,,draugahús“ heims. Prest- ur að nafni Foyster, seni bjó í Borley frá 1930 til 1935 ásamt fjölskyldu sinni, færði dagbók yfir atburði þá, sem gerð- ust í húsinu og athuganir sínar á þeim. Og einn frægasti spíritisti Engands, Harry Price, hefur ásamt aðstoðarmönn- um sínum rannsakað gaumgæfilega hin þrjátíu og fimm herbergi þessa stóra og dularfulla húss, og skrifað fjölda blaðagreina og bóka um hin fjölmörgu undarlegu fyrirbrigði, sem hann og starfsmenn hans urðu vitni að. Óteljandi frásagnir hafa verið skráð- ar um Borley-prestsetrið, og eru merk- astar þeirra frásagnir prestsins Foysters og konu hans, Marianne, ásamt frásögn- 16 FÁLKINN um Bulls prests og fjölskyldu hans, sem oft og mörgum sinnum sáu „nunnuna" og heyrðu til hennar. Hér á eftir verður reynt að draga saman helztu staðreyndir varðandi þetta undarlega hús og segja í stuttu máli sögu hinnar óhamingjusömu „nunnu í Borley“ . . . ★ f fögrum sumarmorgni gengur ung- ó*- ur trésmiður fram hjá Borley-prest- setrinu. Hann er í léttu skapi og flaut- ar fjörugt lag. Skyndilega kemur hann auga á unga nunnu, sem stendur við limgerði prestsetursins. Hún stendur þarna, eins og hún sé að bíða eftir ein- hverjum. Hún heilsar ekki og segir ekk- ert. Oftsinnis í röð sér trésmiðurinn nunnuna. í síðasta skiptið sýnist honum hún vera svo náföl og veikluleg, að hann óttast að hún muni falla í yfirlið. Þeg- ar hann gengur til hennar og er kom- inn alveg upp að henni, — þá hverfur hún. Ungi maðurinn gengur nú inn í húsið, en kemst að raun um, sér til mikillar undrunar, að það stendur autt. Prestsetrið hafði á þessum tíma staðið autt nokkra hríð, af því að enginn þorði að búa í því vegna draugagangs . . . Borley-prestsetrið var byggt árið 1863 af fjölskyldunni Bull. Það var reist á rústum mikiu eldri byggingar. Þegar prestur að nafni Foyster bjó á prestsetrinu 1930 sá hann þessa und- arlegu skrift á veggnum. Allt frá því að Borley-prestsetrið var byggt 1863 gerðust þar óskýranleg atvik hvað eftir annað. Hinir ýmsu 'og ólíku eigendur húss- ins upplifðu allir undarleg og óskýranleg atvik: Dyr, sem opnuðust af sjálfu sér, hlutir, sem flugu í loftinu og beygðu óhindrað fyrir horn, lyklar, sem hrukku úr læsingum, giftingarhringur, sem gerði ýmist að liggja óhreyfður á gólf- inu eða hverfa þaðan, án þess að nokk- ur hefði hreyft við honum, •—• fótatak í auðum göngum, skrjáf í ósýnilegum kvenpilsum, skuggi af manni í svörtum kufli, — og síðast en ekki sízt nunnan. Dætur séra Bulls sáu nunna oft á gangi í garðinum. Hún hélt um talna- band sitt og var að biðjast fyrir. Hún var döpur og veikluleg að sjá og hvarf jafnskjótt og dætur prestsins hreyfðu sig. Þegar fjölskylda prestsins 'Foysters flutti inn í húsið, 1930, þá eykst drauga- gangurinn að miklum mun. Hin unga eiginkona prestsins, Marianne, virðist hafa verið mjög móttækileg fyrir dular- full fyrirbrigði. Það líður vart svo dag- ur, að hún heyri ekki eða sjái óskýran- lega hluti. Oftar en einu sinni er hún læst inni í svefnherbergi sínu, en að herberginu hefur ekki verið til einn einasti lykill í fjölda ára. Hún og mað- ur hennar stilla sér þá upp sitt hvoru megin við hurðina og biðja í sameiningu Faðirvorið. Litlu síðar heyra þau hljóð, eins og hespa sé dregin frá og um leið opnast dyrnar. í eldhúsinu birtist skyndi- lega flaska, sem fellur á gólfið og möl- brotnar, — skref, stunur og hvísl heyr- ast daglega á auðum göngum. Dag nokkurn, þegar séra Foyster er einn heima, heyrir hann konu hrópa í angist á stigapallinum í anddyrinu: — Nei, nei, vertu miskunnsamur! Hlífðu mér, gerðu það ekki, Charles, gerðu það ekki . . . Hann fullvissar sig enn einu sinni um, að hann sé aleinn í húsinu. Öðru sinni, er hann situr í vinnu- herbergi sínu og er að semja stólræðu, flýgur blýanturinn úr höndum hans og að veggnum og tekur til að skrifa á hann. Aftur og aftur sést nú næstum ólæsi- leg skrift á veggnum með bæn um hjálp: „Marianne, hjálpaðu,“ stendur þar og einnig orðin „friður“ og „brunnurinn . . . ég er á botninum‘“, og orðið „svik- in“. í náttmyrkrinu ber það við, að í garðinum sést gamall skrautvagn með tveimur mönnum í ökusætunum. Þeir eru klæddir svörtum fötum — en höf- uðlausir. Foyster og kona hans héldu dagbók yfir allt, sem þau lifðu á Borley, en það var ekki fyrr en 1943, að í göml- um og uppþornuðum brunni fundust leifar af beinagrind konu. Samkvæmt niðurstöðum mannfræðinga, sem rann- sökuðu beinagrindina gaumgæfilega, átti hún að hafa legið í jörðu í meira en tvö hundruð ár. Smátt og smátt söfnuðust brotin úr sögu nunnunnar saman, eftir því sem fleiri rannsóknir voru gerðar á prest- setrinu, sumpart af íbúunum sjálfum og sumpart af dr. Robinson, dósent í efna-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.