Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 12
Um hálf sexleytið hringdi síminn. Þetta var desember- kvöld og löngu orðið dimmt. Thompson tók upp tólið. — Halló. — Halló, er það Herb? — Ó, ert það þú, Allin. — Vissulega, hvers vegna spyrðu? — Skiptir ekki máli. Herb Thompson tók rólega um tólið. -— Hvað er á seyði? Þú ert eitthvað svo skrýtinn. — Ég vildi, að þú kæmi yfir til mín í kvöld. — Það verða gestir hjá okkur. — Ég vildi, að þú kæmir til mín og eyddir kvöldinu hjá mér. Hvenær fer konan í burtu? — í næstu viku, sagði Thompson. Hún verður í Ohio í um það bil níu daga. Móðir hennar er veik. Ég kem þá yfir til þín. — Ég vildi, að þú gætir komið í kvöld. — Ég vildi ,að ég gæti það. Gestirnir og konan dræpu mig. — Það væri óskandi, að þú gætir komið. — Hvað er að? Er það vindurinn aftur? — Ó, nei, nei. -— Er það vindurinn? spurði Thompson aftur. Röddin í símanum var dálítið hikandi. — Já, já, það er vindurinn. — Það er heiðskírt úti og ekki hvasst. — Nóg til þess. Hann blæs í gegnum gluggann og þyrlar upp gluggatjöldunum. Alveg nóg til að ég þekki hann. — Sjáðu til, hvers vegna kemur þú ekki hingað og gistir hér yfir nóttina? sagði Herb Thompson og litaðist um í bjartri forstofunni. — Nei, það er orðið of framorðið. Ég mundi ekki þora það, en þakka þér samt. Þetta eru þrjátíu mílur. Þakka þér samt. — Taktu svefnpillu. — Ég hef staðið í dyrunum síðasta klukkutíma og séð hann þykkna upp í vestrinu. Ég sá hann ýfast upp. Það er að koma rok. —• Hann komst í hann krappann í Himalayjafjöllum 1 styrjöldinni, sagði Herb Thompson. — Þú trúir þó ekki því, sem hann sagði um þennan dal. Trúirðu því? ■— Það er góð saga. — Klifra upp fjöll, príla upp fjöll. Hvers vegna eru menn að klífa fjöll og slasa sig? — Það snjóaði, sagði Herb Thompson. — Snjóaði? — Það var bæði slydda og haglél í senn í þessum dal. Allin hefur oft og mörgum sinnum sagt mér það. Hann segir vel frá því. Hann var þegar kominn hátt upp. Upp fyrir skýin og allt. Það voru drunur niður í dalnum. — Ekki efast ég um það, sagði hún. — Það blés úr öllum áttum í staðinn fyrir úr einni. Herb fékk sér bita. — Svo segir Allin. •—■ Hann hefði ekki átt að fara þangað og glápa í kring- um sig í fyrsta lagi, sagði hún. — Menn eru að snuðra í hinu og þessu og fá alls konar hugmyndir. Vindarnir verða vondir, því að maður er óboðinn og svo fylgja þeir á eftir manni. — Enga hæðni, þetta er bezti vinur minn, fnæsti Herb Thompson. — Þetta er svo heimskulegt. -—• Engu að síður hefur hann lent í mörgum mannraun- um, storminum í Bombay og svo hvirfilvindinum á Nýju Guineu tveimur mánuðum seinna. Og eftir það aftur á Cornwall. — Ég hef enga samúð með manni, sem alltaf er að lenda í roki og fellibyljum og fær svo ofsóknarbrjálæði af öllu saman. Síminn hringdi. — Svaraðu ekki. — Getur verið, að það sé áríðandi. — Þetta er bara Allin aftur. Þau sátu þarna og síminn hringdi níu sinnum og þau svör- uðu ekki. Loksins þagnaði hann. Þau luku við að borða. í — Jæja, en taktu eina góða svefnpillu. Og hringdu svo í mig á hvaða tíma sem er. Seinna í kvöld, ef þú þarft. — Á hvaða tíma sem er? spurði röddin í símanum. -—- Já, auðvitað. — Ég geri það, en mig langaði til þess að þú kæmir. Samt vildi ég ekki særa þig. Þú ert bezti vinur minn og ég kæri mig ekkert um það. Ef til vill er það bezt, að ég horfist i augu við þetta aleinn. Afsakaðu ónæðið. —• Djöfullinn hafi það, til hvers eru vinir? Segja manni, hvað maður á að gera, hvar maður á að sitja og skrifa á kvöldin, sagði Herb Thompson og tvísté frammi í forseof- unni. Þú gleymir þessum Himalayjafjöllum og Stormadaln- um og þú gleymir öllum vindum og fellibylum, sem þú ert stöðugt með hugann við. Farðu að skrifa næsta kafla í ferða- bókina. — Ég gæti gert svo. Ef til vill vil ég það, ég veit ekki. Ef til vill gæti ég gert það. Afsakaðu ónæðið. — Þakkaðu fjandanum, farðu af línunni núna. Konan er að kalla á mig til miðdegisverðar. Herb Thompson skellti á. Hann fór og settist við matborðið andspænis konu sinni. — Var þetta Allin? spurði hún. Hann kinkaði kolli. — Hann og hans vindar, sem blása upp og niður, heitir og kald- ir, sagði hún og rétti honum kúfaðan diskinn. eldhúsinu bærðust gluggatjöldin fyrir léttri golunni, sem blés í gegnum opinn gluggann. Síminn hringdi aftur. — Ég get ekki látið hann hringja, sagði hann og svaraði í símann. — Halló, Allin. — Herb, hann er hér. Hann er kominn hér. — Þú ert of nálægt tólinu, færðu þig svolítið frá því. — Ég stóð í dyrunum og beið eftir honum. Ég sá hann koma eftir þjóðveginum og hann skók til öll trén, eitt eftir annað, unz hann hristi duglega trén hérna rétt fyrir utan húsið og sveigði að dyrunum og ég skellti dyrunum á and- litið á honum. Thompson sagði ekkert. Hann gat ekki sagt neitt, kona hans stóð í forstofudyrunum. — Mjög athyglisvert, sagði hann að lokum. — Hann er allt í kringum húsið, Herb. Ég kemst ekki út núna, ég get ekkert gert. En ég gabbaði hann, ég lét hann halda, að hann hefði mig á valdi sínu og þegar hann var rétt kominn, skellti ég dyrunum í lás. Ég var alveg viðbúinn. Ég hef verið viðbúinn honum í margar vikur. — Ertu það nú, segðu mér frá því, Allin gamli refur, Herb gerði að gamni sínu í símann. Kona hans horfði á hann á meðan og Herb svitnaði á hálsinum. 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.