Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 27
DRENGJAHÚFAN. NotiS nál. 100 g gróft, 4-þætt ullargarn, prjóna nr. 4V2, þannig að 13 lykkjur, prjónaðar sem þrugðning, séu 5 cm, teygið ekki á prjóninu. Prjónað er í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 98 1., hafið 28 1. á fyrsta prjóni, 42 1. á öðrum prjóni og 28 1. á þriðja prjóni. Prjónið fyrst 20 cm brugðn- ingu (11. slétt, 1 1. brugðin). Prjónið fyrsta prjóninn, fellið af fremstu 30 1. á miðprjónin- um, prjónið út umferðina. í næstu umferð eru fitjaðar upp 30 1. á ný. Prjónið 9 cm brugðningu til viðbótar, og nú er byrjað að taka úr. 1. umf. Prjónið 11 1. bruðn- ingu og svo 3 1. saman út alla umf. 2. umf. og allar umf. með jafnri tölu eru prjónaðar án úrtöku. 3. umf.: Prjónið 9 1. brugðn- ingu og svo 3 1. saman út alla umf. Haldið áfram að taka þann- ig úr í annarri hverri umf., þar til 14 1. eru eftir. Prjónið eina umf., slítið þráðinn og dragið hann gegnum lykkjuna, herðið að. Búið til dúsk, sem festur er við snúru, sem búin er til úr 6 þráðum. Saumað í kollinn á húfunni. ★ LOÐIN ALPAHÚFA, sem að- eins þarf 85 g (3 oz.) af nokk- uð grófu mohairgarni í. Tveir prjónar, nr. 7 og 11. 4 1. = 2% cm. Aðalhluti: Fitjið upp 28 1. á prj. nr. 7 og prjónið 68 cm sléttprjón. Fellt af. BancLið í kring: Látið rétt- una (þ. e. a. s. rönguna á slétt- prjóninu) snúa upp og takið upp 78 1. prj. nr. 11, meðfram annarri hliðinni. Prjónið 9 umf brugðningu, 1 1. slétt, 1 1. brugðin. Fellið af með brugðn- ingu. Kollurinn: Takið upp 64 1. á prj. nr. 11, réttan snýr upp, hinu megin á renningum. 1. umf.: Prjónið (2 1. saman) út umf. 2. umf. og allar umf. með jafnri tölu eru prj. brugðnar. 3. umf.: Prjónið (2 1., 2 1. sam- an) út umf. 5. umf.: Prjónið (1 1., 2 1. saman) út umf. 7. umf.: Prjónið (2 1. saman) út umf. (8 1. eftir), Slítið þráð- inn, dragið hann gegnum lykkjurnar, sem eftir eru, herðið að, festið vel. Saumið saman sauminn í hnakkanum. Tvær góðar húfur onnur a soninn þeg- ar hann fer á skauta eða skíði, hin á ungu dótt- urina þegar hún spókar sig í Austur- stræti Myndirnar sýna okkur húf- urnar tvær, sem uppskrift- ir eru hér á síðunni. Að ofan eru tvær myndir af drengjahúfunni, en hana má nota á tvo vegu. Myndin hér til hægri er af hinni smekklegu loðnu alpahúfu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.