Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 29
BIFREIÐAEIGENDUR! NU SEM ÁÐUR ER FLESTUM HAGKVÆMAST AÐ TRYGGJA BlLA SlNA HJÁ OKKUR GERIÐ SAMANBURÐ Á KJÖRUM IVánari upplýsingar í skrifstwfn vorri BIFREIÐAD EILD Sími 11700 Ilrútsmerkiö (21. marz—20. apríl). Þeir, sem fæddir eru 15.—20. apríl, munu fá byr undir báða vængi í þessari viku. Þeir verða fyrir óvæntu happi bæði á hinu efnalega sviði og í einka- málunum. Einnig kynnast þeir nýjum vinum, sem þeir hafa gagn og gaman af. Nautsmerik5 (21. apríl—21. maí). Mjög góð tækifæri bjóðast þeim, sem fæddir eru í maí í þessari viku, og það sem mikilvægara er: Þessi tækifæri nýtast sérstaklega vel. Þér eignist nýja vinnufélaga og þá mætti minna yður á að hressa upp á vináttuna við gamla kunningja yðar, sem þér hafið vanrækt. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). Þetta verður vika mikils óróa og lítillar hvíldar. Margir munu vera svo störfum hlaðnir, að þeir neyð- ast til að vinna nótt sem nýtan dag. Gætið þess að láta þetta ekki þitna um of á fjölskyldu yðar og öðr- um, sem þurfa að umgangast yður. Krabbamerkið (22. júlí—22. júlí). Það væri ekki úr vegi fyrir yður að stanza stundar- korn og líta yfir farinn veg. Þér munuð strax sjá, að yður hefur miðað vel áfram. Gleðjist þess vegna og gerið yður dagamun, áður en þér hefjið stritið á ný. Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst). Yður gengur mætavel á vinnustað og yfirleitt leikur allt í lyndi hjá yður um þessar mundir. Þér skuluð því varast. að gerast sjálfsánægður og öruggur. Vand- ræði af þessum völdum verða strax í þessari viku. Jómfrúarmerkið (24. ágúst—23. sept.). Þetta verður því miður heldur slæm vika. Þér hafið miklar áhyggjur af ákveðnu máli og hafið haft þær að undanförnu. En það er hægt að gleðja yður með því, að úr þessu máli rætist furðanlega vel síðar meir. Vojjarskálamerkið (24. sept.—23. okt.). I þessari viku munuð þér uppskera ríkulega, og út- litið virðist. einstaklega gott í náinni framtíð. Þér njótið hvarvetna samúðar og hjálpar og síðast en ekki sízt: Aðdáunar og ástar þeirrar manneskju, sem þér metið mest. Sporðdrekamerkið (24. okt.—22. nóv.). Engir meiriháttar erfiðleikar virðast í vændum. Þessi vika verður sérstaklega róleg og þægileg á allan hátt. Loksins hafið þér losnað við þennan eilífa spenn- ing í sambandi við keppinauta yðar og mótstöðumenn. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Ástamálin verða efst á baugi hjá yður í þessari viku og skyggja á allt annað. Þér eruð í miklum vafa í þeim efnum. Gætið þess vel að hugsa málið gaum- gæfilega. Ákvörðun yðar getur haft örlagaríkar af- leiðingar, ef hún reynist ekki sú rétta. Steingeitarmerkið (22. des.—20. jan.). Þér hafið verið of rólegur í tíðinni og værukær eftir áramótin og það fer senn að koma yður í koll. Takið aftur til óspiiltra málanna, því að ekki dugar að leggja árar í bát, þótt vel hafi gengið um skeið. Vatnsberamerkið (21. jan.—18. febr.). Eftir mikið mótlæti og erfiðleika tekur hamingju- hjólið loksins að snúast yður í hag. Það verður sann- arlega gleðirík vika, sem þér eigið nú fyrir höndum. Þér munuð skemmta yður vel og njóta lífsins í fyllsta máta á flestan hátt. Fiskamerkið (19. febr.-—20. marz). 1 þessari viku ríður á fyrir yður að missa ekki kjarkinn né þolinmæðina, því að ýmis konar erfið- leikar og mótlæti veröur á vegi yðar. En þér hafið áður séð það svartara og ekki látið bugast, og von- andi fer allt vel. FALKiNN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.