Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 33
— Já, já . . . Allt þetta hljómar senni- lega hlægilega núna. Vesæl lítil eigin- kona, sem leitar trausts hjá kvennagulli bæjarins. Fyrst lofaðir þú öllu, sem ég bað þig um. Síðan sagðir þú, að ég væri þín eina ást og að þú hefðir aldrei getað gleymt mér. Og svo helltir þú mig fulla með kampavíni. Drekktu, Bettina litla. Fáðu þér eitt glas og eitt glas í viðbót. Á morgun verður allt breytt. — Oð það var svo sannarlega breytt. Bettina tók hanzkana sína og sígar- ettuveskið og tróð því ofan í tösku sína. — Ég býst ekki við, að þú hafir kom- izt hjá að fá að vita hvað „þetta, sem gerðist einu sinni‘“ hafði að segja fyrir hjónaband mitt, sagði hún með ískaldri röddu. — Þér var líka áreiðanlega ljóst, að það, sem gerðist þessa nótt, var or- sök allrar þeirra óhamingju, sem dun- ið hefur yfir mig síðan. Og nú ímynd- ar þú þér, að þú getir á einhvern hátt enn einu sinni haft gagn af mér. Prinsinn reyndi allan tímann að forð- ast augnaráð hennar. Bettina beygði sig áfram: — Ég sé, að þessi ferð þín inn í for- tíðina hefur svo sem átt að vera nógu sniðuglega undirbúin. Tónlist, kampavín og leiktjöld með gömlum og unaðsleg- um'minningum. En þú hefur ekki þekkt mig rétt. Ég er ekki sú sama og áður fyrr. Þú skalt ekki gera þér frekara ómak í sambandi við mig. Bettina reis á fætur og fór. Hvorki Bettina né Hohenperch prins höfðu tekið eftir tveimur ungum mann- eskjum, sem sátu við borð úti í garði. Þau höfðu komið hálftíma fyrr en Bett- ina og sátu þarna í rökkrinu með eitt ölglas. Þetta voru Wolfgang og Doris. Wolf- gang hafði farið til systur sinnar eftir samtal sitt við föður sinn. Hann megn- aði ekki að vera einn með hugsanir sínar og þessi nýju og óvæntu sannindi, sem faðir hans hafði sagt honum. Hann hafði bankað á dyrnar hjá henni og stungið upp á að þau færu í gönguferð. Það vildi hún gjarnan og á endanum höfðu þau hafnað á útiveitingahúsi Gull- eyjunnar. Þau höfðu allan tímann forðazt að tala um það, sem þeim var efst í huga. En þá hafði Bettina skyndilega skotið upp kollinum. Þegar móðirin hafði geng- ið fram hjá í hálfrökkrinu, án þess að taka eftir þeim, greip Doris eldsnöggt í handlegg bróður síns. — Kannski við ættum að fara inn og tala við hana, Wolfgang. — Nei, það held ég ekki. Nei, klukk- an er orðin svo margt. Hún fer ábyggi- lega beint upp og leggur sig. — Hvar heldurðu, að hún hafi verið? — Hef ekki hugmynd um það. Þau fóru frá borðinu og kíktu inn í anddyri hótelsins. Þau sáu að Bettina gekk frá afgreiðsluborðinu og að hár og glæsilegur maður kom til hennar og kyssti hönd hennar. Þau sáu að Bettina brosti til hans og skildu ekkert. Hvað hafði Bettina Brandt — móðir þeirra — með þetta ókunna kvennagull, prins Hohenperch, að gera? Wolfang fékk sting í hjartað af ótta og sársauka. Hvað hafði faðir hans ekki sagt: í átján ár hef ég verið Doris sem faðir. En ég er það ekki. Gat það verið mögulegt? Gat það í raun og veru verið satt. Wolfgang horfði á sína fögru og glæsilegu móður, þar sem hún stóð í anddyrinu. Þá hélzt hann ekki við lengur, og greip í handlegg syst- ur sinnar. — Komdu. Við förum heim. Doris leit undrandi á hann. Hún þekkti ekki aftur sinn glaðværa bróður, það var engu líkara en hann væri grát- klökkur. Þögul ráfuðu Wolfgang og Doris í rökkrinu heim til Bursagasse. Þau héld- ust í hendur eins og elskendur. Bitur og þvermóðskufullur hugsaði Wolfgang: Þótt Doris eigi annan föður en ég, þá er hún nú samt litla systir mín . . . Framh. í nœsta blaði. Gunna grallari Frh. af bls. 25. Rímsnilldin er eins og sjá má ekkert sérstaklega tiltakanleg, því að mæðan og gæfan mun ekki verða talin neittsér- staklega heppilegt rím, en vísan ber þó vott um nokkra hagmælsku og um hús- bóndahollustu, sem gamla konan vill reyna að klæða í sem beztan búning. Guðrún var heldur afturhaldssöm og klæddi sig að fornum sið, en var ekki með neitt nýjabrum í þeim efnum, því að þegar hún skartaði þá bjó hún sig skautbúninginum hinum eldra. Gunna grallari bjó í Melkoti og sam- tíma henni bjuggu þar Ófeigur illi, sem var Jónsson, Jón Bolbol, sem var eða hafði verið slátrari og Manga skarn í auga, allt hálfgert vandræðafólk. Ó- feigur þessi var naumast með réttu ráði. Hann safnaði öllum korktöppum, sem hann gat náð í og steikti þá og át, og var það jafnframt altalað, að hann tíndi af sér varginn og hefði hann sem viðbit með töppunum, en karl var grá- lúsugur. Það var því ekki um að vill- ast, að Ófeigur væri skrítinn, og tilval- ið leikfang bæjarstráka, en svo var hann illvígur, að þeim stóð hinn mesti beigur af honum og þeir þorðu ekki til við hann. Einu sinni hafði hann orðið svo reið- ur við strák, sem eitthvað var að erta hann, að hann einhenti á hann brodd- stafinn og tókst stráknum með naum- indum að víkja sér til hliðar, en staf- urinn nam staðar í húsþili, sem strák- ur hafði staðið upp við og stóð þar blý- fastur. Samlyndið hjá hjúunum í Melkoti var ekki sem allra bezt, og var Ófeigi illa kennt um aðallega, enda bar það — Já, svona. Þetta er betra. stundum við, að fólkið að næturlagi þóttist þurfa að flýja undan honum, á náðir nágrannanna. Einn vetur var honum gefið að sök, að hann leggði það í vana sinn, að vekja sambýlisfólk sitt og ógna því með hnífum. Stundum hafði hann þá setið uppi í rúmi sínu og verið að brýna stóra sveðju og þá fullum rómi haft orð á þvi, að hann teldi það ekki mikla samvizkusök, að ,,skera annað eins hyski niður við trog eins og það, enda hefði margt betra fólk en Jón Bolbol, Gunna grallari, og Manga skarn i auga, verið drepin“. Varð lögreglan þá að skerast í leikinn og bregða þessu sam- býli, þar sem Gunna grallari hefur vafalaust verið skásta manneskjan . . . I dagsins önn Frh. af bls. 11 úr sér næstum öllu, sem eftir er, svo að strókurinn stendur alveg út i vegg. Þeg- ar búið er að tæma þetta litilræði og maður ætlar sér að henda bévítis papp- anum, er eins og dropar geti alls ekki hætt að seitla úr honum, og verða hin mestu óþrif af öllu saman.“ Og svo að lokum nokkur orð um úti- gangsketti og söng þeirra að næturlagi. Ég er svo óheppinn að eiga kattarlæðu fyrir nábúa, og er nú svo komið, að lítill næturfriður er fyrir aðvífandi fress- um, með öllum þeim látum og gólum, sem þeim geta fylgt. Mér finnst, að yfir- völdin eigi að banna slíkar nætursam- komur, eða ná ekki lögin yfir ketti og eigendur þeirra? Það minnsta, sem eig- endur kvenkatta geta gert, þegar þeir verða varir við slíkar heimsóknir, er að hleypa læðuskrattanum út, svo kvikind- in geti, a. m. k. stokkið eitthvað burtu frá okkar hverfi. Fyrst við þurftum að búa við slíkt kattavesen, er ekki nema réttlátt, að hávaðanum sé dreift meira niður á bæjarbúa. Dagur Anns. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.