Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 30
ORÐAN Frh. af bls. 19 Og Sacrament byrjaði á einni ritgerð- inni enn þá. En nú bar svo við, að Rosselin þing- maður fór að bera mikla umhyggju fyrir honum. Hann gaf honum mörg góð og skynsamleg ráð. Hann hafði sjálfur orðu, án þess nokkur vissi á hvern hátt hann hefði verðskuldað hana. Hann vakti athygli Sacraments á nýjum viðfangsefnum, sem hann skyldi taka til rannsóknar og kom honum í félagsskap við lærða menn. Auk þess mælti hann með honum við ráðherrann. Dag nokkurn þegar þingmaðurinn kom til þess að borða morgunverð hjá vini sínum, sagði hann hljóðlega við Sacrament um leið og hann þrýsti hönd hans. — Nú er ég búinn að koma ár þinni vel fyrir borð. Sagnfræðingafélagið hef- ur hugsað þér verkefni. Þú átt að rannsaka gömul skjöl í ýmsum bóka- söfnum víðs vegar um Frakkland. Sacrament svimaði af gleði. Hann gat hvorki borðað né drukkið og átta dögum síðar hélt hann af stað. Hann fór borg úr borg og rótaði í rykugum bókum í loftherbergjum bókasafnanna og allir bókaverðir gáfu honum illt auga. Kvöld nokkurt, þegar hann var í Rouen, langaði hann skyndilega heim til konu sinnar, sem hann hafði ekki séð í viku. Hann lét þetta eftir sér, fór með kvöldlestinni til Parísar og klukk- an tólf var hann kominn heim. Hann bar lyklana á sér, læddist inn og hafði hljótt um sig, skjálfandi af gleði og ánægju yfir því að geta kom- ið henni á óvart. En svefnherbergis- dyrnar voru læstar. Honum gramdist þetta og hann var neyddur til að hrópa: — Jeanne! Jeanne! Það er ég! Hún hlýtur að hafa orðið mjög hrædd, því hann heyrði hana stökkva fram úr rúminu og tala við sjálfa sig eins og í draumi. Svo fór hún fram að snyrti- stofunni, opnaði hurðina og lokaði henni aítur. Svo hijop hún berfætt fram og aftur um gólfið og velti um koll borð- um og stólum. Loks virtist hún hafa tekið kjark í sig og spurði: — Ert það þú Alexandre? — Auðvitað er það ég. Hver ætti það svo sem að vera annar? Flýttu þér nú að opna fyrir mér. Dyrnar opnuðust og kona hans kast- aði sér í fang honum og stamaði: — Er það virkilega þú? En hvað þú gerðir mig hrædda! Ó, hvað það var gaman að þú skyldir koma! Hann fór að tína af sér fötin hægt og snyrtilega, eins og hann var vanur. Hann tók yiirirakkann sinn sem lá þar á stól og ætlaði með hann fram í gang- inn og hengja hann þar upp á snaga. En skyndilega stóð hann eins og steini lostinn. Það var rautt band í hnepsl- unni. Hann stamaði: — Það .. . það . .. er orða í frakkanum. í einu stökki var konan komin til hans og búin að þrífa af honum frakk- ann. — Nei . .. nei .. . Það er misgáning- ur .. . Fáðu mér hann En hann hélt fast í aðra ermina og vildi ekki sleppa honum og endurtók: — Hvað . . Hvers vegna ... Hver á þennan frakka .. . Ég á hann ekki fyrst merki heiðursfylkingarinnar er í hnepsl- unni. Hún reyndi að ná af honum frakk- anum og utan við sig af örvæntingu stamaði hún: — Fáðu mér hann nú . . . heyrirðu það . . . Fáðu mér hann . . . Ég get ekki sagt þér það . .. Það er leyndarmál ... Fáðu mér hann nú ... Heyrirðu það . .. Hann var orðinn náfölur af reiði. — Ég vil fá að vita hvernig þessi frakki er kominn hingað. Ég á hann ekki. — Jú, þú átt hann ... En þú verður að þegja yfir því . . . Þú skalt fá að vita það, ef þú lofar að þegja yfir því ... Þú — þú hefur . . . Þú hefur fengið orðu. Hann hrökk við, missti frakkann og reikaði að hægindastólnum. — Hvað ei’tu að segja . . . Hefi ég .. . hef ég ... fengið orðu — Já, það var leyndarmál — mikið leyndarmál. Hún var búin að hengja frakkann inn í skápinn og læsa honum. Svo gekk hún náföl og skjálfandi til manns síns og sagði: — Já. Þetta er nýi yfirírakkinn þinn, sem ég hef látið sauma handa þér. En ég hef lofað hátíðlega að segja þér ekki frá því. Það verður ekki opinbert fyrr en eftir mánuð eða sex vikur. Þú þarft fyrst að ljúka starfinu sem þér var trú- að fyrir. Þú áttir ekki að fá að vita það fyrr en þú kæmir heim. Það er Rosse- lin, sem hefur komið þessu í kring fyr- ir þig. Allt hringsnerist fyrir augunum á Sacrament og hann stamaði: — Rosselin ... orða ... Hann hefur útvegað mér orðu . . . Það er hann sem ... Ó ... Hann mátti til að drekka glas af vatni. Lítill bréfmiði lá á gólfinu. Hann hafði dottið úr frakkavasanum. Sacrament tók hann upp. Það var nafnspjald og á því stóð: Rosselin — þingmaður. — Þarna sérðu, sagði konan hans. Og hann fór að gráta af gleði. Átta dögum seinna stóð í „Lögbirt- ingi“, að Sacrament vegna hinna ágætu hæfileika sinna hefði verið kjörinn ridd- ari af heiðursfylkingunni ... Saga nunnuiviiar Frh. af bls. 17. nunnu þrýsta andlitinu að gluggarúð- unni, meðan logarnir léku um hana. Þetta mun hafa verið hið síðasta, sem sézt hefur til nunnunnar frá Borley. Það er einnig sagt frá manni, sem byggði sér bílskúr úr rústum Borley- prestsetursins. Kvöld nokkurt lauk hann við smíðina og gekk ánægður og sigur- glaður til hvílu. Þegar hann vaknaði morguninn eftir, blasti við honum ófög- ur sjón: Bílskúrinn var hruninn til grunns. . . . ★ Hið síðasta, sem heyrzt hefur um reimleika í Borley-prestsetrinu, eða öllu heldur rústum þess, stóð í brezk- um blöðum 1949. Hér var um að ræða dularfulla, gagnsæja súlu úr ókennilegu efni, sem skyndilega hóf sig upp úr rústunum. Súlan stóð í nokkra klukku- tíma, enda þótt hvasst væri. Það skal ósagt látið, hvort ennþá er reimt í Borley, en svo margt hefur dul- arfullt og óskýranlegt gerzt á þessum stað á undanförnum árum, að trauðla verður á móti því öllu mælt . . . 7203 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.